Alrafmagnaður ID.4
Gerður fyrir allt þetta frábæra
Bylting í innanrými sem veitir þér takmarkalaust frelsi. Rafmögnuð afköst sem veita innblástur og fyrirhafnarlaus notkun sem gerir allt svo einfalt. Nýr ID.4 býr yfir krafti sportjeppans og sjálfbærni rafbílsins.
Hver er þinn ID.?
Hver er þinn ID.?
Fjölhæfur fjölskyldubíll
Rafmagnið kemur þér áfram
Keyrðu í rólegheitum í vinnuna á morgnana. Þú getur valið um 52 kWh rafhlöðu í Pure útfærslunni eða 77 kWh rafhlöðu í Pro útfærslunni.
Útbúinn fyrir búnaðinn þinn
Útheimtir áhugamálið mikinn búnað? Þarftu að ferðast með mikinn farangur í vinnuna? Það er lítið mál fyrir ID.4: Í boði er dráttarfesting sem er hönnuð fyrir allt að 1200 kg. Ef þú þarft ekki á festingunni að halda geturðu fellt hana undir stuðarann úr augsýn með nokkrum einföldum skrefum.
Undursamlegt útsýni
Hallandi Panorama sólþak með óhindrað útsýni til allra átta er í boði sem aukabúnaður. Risastórt, innfellt glerið sem nær þvert yfir þakið er glæsilegur hápunktur í hönnun bílsins. Litaða glerið tryggir einnig notalegt hitastig í ökutækinu og gardínan verndar þig gegn sterku sólskini. Þú getur meira að segja stjórnað henni með því að nota ákaflega handhæga raddstýringu. Segðu „halló ID., sýndu mér stjörnurnar“ og gardínan er dregin frá.
GTX
GTX
Rafræn tækni
Hönnun
Þægindi
Enn meira
um ID.4
ID.4 heillar með snjöllu og kraftmiklu útliti. Bílstjórann, farþegann og vegfarendurna.