ID. OTA (Over-the-Air) uppfærsla
Njóttu góðs af uppfærslum fyrir þína ID. gerð
Njóttu góðs af uppfærslum fyrir þína ID. gerð
Sjáðu hvernig þú nýtur góðs af reglulegum OTA-uppfærslum og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess.
Upplifðu framtíðina í dag
Með reglulegum OTA-uppfærslum njóta Volkswagen ID. bílar góðs af nýjustu þróun í stafrænni tækni, jafnvel eftir að bíllinn hefur verið keyptur. Hugbúnaðaruppfærslur og endurbætur er hægt að setja upp „over-the-air“ án þess að fara á verkstæði. Hér getur þú séð nákvæmlega hvernig þetta gengur fyrir sig.
OTA-uppfærslum er hlaðið niður í bakgrunninum í gegnum aðgang bílsins að snjallsíma á meðan ekið er. Um leið og uppfærslan er fáanleg er tilkynning til staðar í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu (Infotainment) og bíllinn leiðir þig í gegnum uppsetningarskrefin. Eftir að bílnum hefur verið lagt á öll uppsetningin sér stað og næst þegar þú ræsir bílinn geturðu notið nýjunganna. Nánari upplýsingar er að finna í stafrænu eigandahandbókinni.
Forsendur fyrir uppfærslum á netinu
Við hlustuðum á þig. Með hjálp ábendinga frá þér höfum við sett saman heildstæða hugbúnaðaruppfærslu fyrir þig, ID.Software2.3. Í fyrsta sinn er hægt að hlaða búnaðinum niður „Over-the-Air“, þ.e. án þess að fara á verkstæði fyrir Volkswagen ID. bíla. Sjáðu hvað er nýtt á þessari síðu.
Ath.:
- Skilyrði fyrir OTA-uppfærslum er uppsetning á ID.Software 2.1 í bílnum þínum og virkur We Connect Start samningur*.
- Virkni eftir uppfærslu er háð markaði, árgerð og valbúnaði, og getur verið mismunandi.
- Uppsetning á ID.Software2.3 hugbúnaðinum er forsenda fyrir frekari uppfærslum í framtíðinni.
- Sumar uppfærslur eru ekki í boði sem OTA-uppfærslur og þær þarf að framkvæma á verkstæði.
* Ef þú hefur enn ekki fengið uppfærslu á ID.Software2.1 skaltu hafa samband við HEKLU.
Þú þarft líka virkan samning fyrir We Connect Start sem þú getur notað gjaldfrjálst fyrstu þrjú ár bílsins en þjónustan færir þér margvíslegan ávinning í dagsins önn, til dæmis forstillingu á loftræstingu eða upplýsingar um hleðslustöðu á skjá.
Hefur þú ekki virkjað We Connect Start?
Þú getur fengið meiri upplýsingar um þjónustu og skráningu á We Connect síðunni.
Hvað er innifalið í uppfærslunni?
Hvernig framkvæma
á uppfærslu
Kennslumyndband*: OTA (Over-the-Air)-uppfærsla
Ath.: Ef þú hefur þegar sett upp We Connect ID. appið og ert með virkan We Connect Start samning þá geturðu sleppt fyrstu skrefunum og byrjað á skrefi 4.
. Þú getur hlaðið niður We Connect ID. appinu fyrir snjallsímann þinn gjaldfrjálst. Það veltur á stýrikerfinu sem þú notar, en þú getur fundið We Connect ID. app.
Fara í App Store
Fara í Play Store- Þú skráir þig inn í appið með Volkswagen auðkenninu þínu og bætir bílnum þínum við.
- Að virkja We Connect Start samninginn þinn. Til að gera þetta fylgirðu leiðbeiningunum sem birtast í appinu.
- Fáanlegum uppfærslum er sjálfkrafa hlaðið niður á meðan þú keyrir ef bíllinn er í netham.
- Þegar þú hefur lokið akstri skaltu velja tiltæka uppfærslu. Upplýsingar um innihald þess sem var hlaðið niður má finna í „Frekari upplýsingar“.
- Ekki er hægt að hafa bílinn í rafhleðslu á meðan uppsetningu á OTA-uppfærslu stendur. Þess vegna skaltu sjá til þess að hleðslustaðan sé að lágmarki 50% og síðan fjarlægja hleðslutappann. Nú skalt þú byrja uppsetningu uppfærslunnar. Þetta getur tekið nokkurn tíma en það veltur á stærð uppfærslunnar. Það sést í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, áður en uppsetningin hefst, hvort uppfylla þarf fleiri skilyrði (t.d. loka glugganum). Uppfærslan hefst eftir að bíllinn hefur verið yfirgefinn og honum læst.
- Ekki er hægt að hlaða bílinn á meðan uppfærslunni stendur.
- Í lok uppfærslunnar kemur ID. á nettengingu.
Þú nýtur góðs af nýrri og endurbættri virkni. Volkswagen óskar þér góðar skemmtunar og ánægjulegs aksturs með ID.
Öryggispunktar fyrir uppfærsluna
Þegar fremri myndavélin fyrir akstursaðstoðarkerfin er uppfærð þá eru aðstoðarkerfin sem byggja á myndavélum (Akreinavari, Akstursaðstoð ...) ekki aðgengileg af öryggisástæðum, frá upphafi niðurhals og þar til uppsetningu er lokið. Bíllinn gefur þetta til kynna með viðvörunarmerkjum á ID. skjánum. Tæknilega séð eru þessar aðstæður sambærilegar við „snjór í myndavélinni“ sem þú hefur eflaust upplifað síðasta vetur. Akstursöryggi bílsins er því viðhaldið. Þegar uppsetningu á hugbúnaðaruppfærslu er lokið er öll virkni fyrir akstursaðstoðarkerfin aðgengileg á ný og búið að endurbæta hana. Við sendum þér tölvupóst þar sem þér er boðið að taka við uppfærslunni. Kannaðu innhólfið hjá þér sem þú hefur vistað í þínum Volkswagen ID. Ekki staðfesta þetta í akstri.
FAQ – Over-the-Air software update