A woman sits in her VW ID.3 and connects her smartphone to her car via App Connect

ID. OTA (Over-the-Air) uppfærsla

Njóttu góðs af uppfærslum fyrir þína ID. gerð

Njóttu góðs af uppfærslum fyrir þína ID. gerð

Sjáðu hvernig þú nýtur góðs af reglulegum OTA-uppfærslum og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess.

Upplifðu framtíðina í dag

Með reglulegum OTA-uppfærslum njóta Volkswagen ID. bílar góðs af nýjustu þróun í stafrænni tækni, jafnvel eftir að bíllinn hefur verið keyptur. Hugbúnaðaruppfærslur og endurbætur er hægt að setja upp „over-the-air“ án þess að fara á verkstæði. Hér getur þú séð nákvæmlega hvernig þetta gengur fyrir sig.

A man leans against his VW ID and looks at his smartphone – VW online update

OTA-uppfærslum er hlaðið niður í bakgrunninum í gegnum aðgang bílsins að snjallsíma á meðan ekið er. Um leið og uppfærslan er fáanleg er tilkynning til staðar í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu (Infotainment) og bíllinn leiðir þig í gegnum uppsetningarskrefin. Eftir að bílnum hefur verið lagt á öll uppsetningin sér stað og næst þegar þú ræsir bílinn geturðu notið nýjunganna. Nánari upplýsingar er að finna í stafrænu eigandahandbókinni.

A woman in a red jacket standing in front of a VW ID. and an illuminated VW logo

Vantar þig enn 2.1 hugbúnaðaruppfærsluna?

Þá skaltu panta tíma hjá þínum samstarfsaðila. ID.Software2.1 útgáfan er forsenda fyrir uppfærslum á netinu, á ID.Software2.3 og framtíðaruppfærslum. Meiri upplýsingar, efni og svör við algengum spurningum færðu hér.
Forsendur fyrir uppfærslum á netinu

Við hlustuðum á þig. Með hjálp ábendinga frá þér höfum við sett saman heildstæða hugbúnaðaruppfærslu fyrir þig, ID.Software2.3. Í fyrsta sinn er hægt að hlaða búnaðinum niður „Over-the-Air“, þ.e. án þess að fara á verkstæði fyrir Volkswagen ID. bíla. Sjáðu hvað er nýtt á þessari síðu.

Ath.:

 • Skilyrði fyrir OTA-uppfærslum er uppsetning á ID.Software 2.1 í bílnum þínum og virkur We Connect Start samningur*.
 • Virkni eftir uppfærslu er háð markaði, árgerð og valbúnaði, og getur verið mismunandi.
 • Uppsetning á ID.Software2.3 hugbúnaðinum er forsenda fyrir frekari uppfærslum í framtíðinni.
 • Sumar uppfærslur eru ekki í boði sem OTA-uppfærslur og þær þarf að framkvæma á verkstæði.

* Ef þú hefur enn ekki fengið uppfærslu á ID.Software2.1 skaltu hafa samband við HEKLU.

A woman sits in her VW ID and types something into her mobile phone – VW Over-the-Air update

Þú þarft líka virkan samning fyrir We Connect Start sem þú getur notað gjaldfrjálst fyrstu þrjú ár bílsins en þjónustan færir þér margvíslegan ávinning í dagsins önn, til dæmis forstillingu á loftræstingu eða upplýsingar um hleðslustöðu á skjá.

Hefur þú ekki virkjað We Connect Start?
Þú getur fengið meiri upplýsingar um þjónustu og skráningu á We Connect síðunni.

Hvað er innifalið í uppfærslunni?

Hvernig framkvæma
á uppfærslu

Kennslumyndband*: OTA (Over-the-Air)-uppfærsla

--:--

Ath.: Ef þú hefur þegar sett upp We Connect ID. appið og ert með virkan We Connect Start samning þá geturðu sleppt fyrstu skrefunum og byrjað á skrefi 4.


 1. . Þú getur hlaðið niður We Connect ID. appinu fyrir snjallsímann þinn gjaldfrjálst. Það veltur á stýrikerfinu sem þú notar, en þú getur fundið We Connect ID. app.
  Fara í App Store
  Fara í Play Store
 2. Þú skráir þig inn í appið með Volkswagen auðkenninu þínu og bætir bílnum þínum við.
 3. Að virkja We Connect Start samninginn þinn. Til að gera þetta fylgirðu leiðbeiningunum sem birtast í appinu.
 4. Fáanlegum uppfærslum er sjálfkrafa hlaðið niður á meðan þú keyrir ef bíllinn er í netham.
 5. Þegar þú hefur lokið akstri skaltu velja tiltæka uppfærslu. Upplýsingar um innihald þess sem var hlaðið niður má finna í „Frekari upplýsingar“.
 6. Ekki er hægt að hafa bílinn í rafhleðslu á meðan uppsetningu á OTA-uppfærslu stendur. Þess vegna skaltu sjá til þess að hleðslustaðan sé að lágmarki 50% og síðan fjarlægja hleðslutappann. Nú skalt þú byrja uppsetningu uppfærslunnar. Þetta getur tekið nokkurn tíma en það veltur á stærð uppfærslunnar. Það sést í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, áður en uppsetningin hefst, hvort uppfylla þarf fleiri skilyrði (t.d. loka glugganum). Uppfærslan hefst eftir að bíllinn hefur verið yfirgefinn og honum læst.
 7. Ekki er hægt að hlaða bílinn á meðan uppfærslunni stendur.
 8. Í lok uppfærslunnar kemur ID. á nettengingu.

Þú nýtur góðs af nýrri og endurbættri virkni. Volkswagen óskar þér góðar skemmtunar og ánægjulegs aksturs með ID.

A man sits in the cockpit of his VW ID and looks at his infotainment system

Öryggispunktar fyrir uppfærsluna

Þegar fremri myndavélin fyrir akstursaðstoðarkerfin er uppfærð þá eru aðstoðarkerfin sem byggja á myndavélum (Akreinavari, Akstursaðstoð ...) ekki aðgengileg af öryggisástæðum, frá upphafi niðurhals og þar til uppsetningu er lokið. Bíllinn gefur þetta til kynna með viðvörunarmerkjum á ID. skjánum. Tæknilega séð eru þessar aðstæður sambærilegar við „snjór í myndavélinni“ sem þú hefur eflaust upplifað síðasta vetur. Akstursöryggi bílsins er því viðhaldið. Þegar uppsetningu á hugbúnaðaruppfærslu er lokið er öll virkni fyrir akstursaðstoðarkerfin aðgengileg á ný og búið að endurbæta hana. Við sendum þér tölvupóst þar sem þér er boðið að taka við uppfærslunni. Kannaðu innhólfið hjá þér sem þú hefur vistað í þínum Volkswagen ID. Ekki staðfesta þetta í akstri.

FAQ – Over-the-Air software update