Einstaklingur situr í Volkswagen-bíl og horfir á farsíma.
1

Skráðu þig einu sinni en græddu mörgum sinnum.

Allar hetjur eiga sér hjálparhellur. Með þjónustunum í VW Connect eða We Connect og nýja Volkswagen-appinu ertu með heilan helling af þeim við höndina. Finndu út hvaða þjónusta hentar best í þínu daglega lífi og hvaða skilyrði þarf að uppfylla. Hér sérðu allar þjónustur og valkosti í fljótu bragði.

Framboð á þjónustu í pökkunum VW Connect og VW Connect Plus sem og We Connect og We Connect Plus sem hér er lýst getur verið mismunandi eftir löndum og fer einnig eftir gerð, árgerð og útbúnaði bílsins hverju sinni. Þú færð frekari upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði fyrir þig á svæðinu þínu í myVolkswagenOpna ytri hlekk eða í Volkswagen-appinu.

Grundvallar aðgerðir

Grunneiginleikar á borð við neyðarþjónustu og lögboðna neyðarkallskerfið eCall standa til boð án þess að gera þurfi sérstakan samning fyrir VW Connect eða We Connect. Til þess að geta fært tiltekna sérsniðna eiginleika úr einum bíl yfir í annan þarftu að vera með Discover Media eða Discover Pro. Þú þarft auk þess að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn í VW Connect eða We Connect með notandanafni og lykilorði.

VW Connect og We Connect

Aðgangur þinn að stafrænum þjónustum Volkswagen og bein tenging við bílinn þinn: Með VW Connect eða We Connect er Volkswagen-bíllinn þinn klár fyrir nettengda eiginleika. Virkjun þarf að fara fram einu sinni og að henni lokinni getur þú notað ýmiss konar framsæknar og nytsamlegar netþjónustur.

Til þess að geta notað þessa gjaldfrjálsu þjónustu þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect eða We Connect við Volkswagen AG á netinu.

Athugaðu að ótakmarkað framboð á netþjónustum getur verið háð frekari skilyrðum á borð við valið notandahlutverk, stillingum í umsjón með þjónustu eða persónuverndarstillingum í bílnum.

Þjónusta

Tæknileg skilyrði

Röð

Röð

Röð

Röð

Röð

Röð

Röð

Discover Pro (fyrir Passat, Arteon eða Golf) eða Discover Media (aðeins Golf), samhæfðir farsímar

Rafmagnsbílar og tvinnbílar (VW Connect/ We Connect)

Tæknileg skilyrði

Röð

Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.

VW Connect Plus og We Connect Plus

Heimur stafrænnar þjónustu frá Volkswagen færir tengimöguleikana upp á næsta stig: Með Volkswagen ID-notandareikningi og með því að virkja VW Connect Plus eða We Connect Plus standa þér til boða fleiri snjallir eiginleikar: allt frá snjallri leiðsögn með upplýsingum nánast í rauntíma til netútvarps og þess að nota farsímann sem fjarstýringu. Þannig nýturðu enn meiri þæginda og afþreyingar.

Til þess að geta notað þessar þjónustur þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect Plus eða We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu.1

Athugaðu að ótakmarkað framboð á netþjónustum getur verið háð frekari skilyrðum á borð við valið notandahlutverk, stillingum í umsjón með þjónustu eða persónuverndarstillingum í bílnum.

Þjónusta

Tæknileg skilyrði

-

Þjófavarnarkerfi

nýi Tiguan, nýi Passat, Golf 8, aðeins í boði fyrir „mild hybrid“-bíla, krefst nægilegrar rýmdar á rafhlöðu fyrir Golf 8 til og með árgerð 2024

Aukamiðstöð

-

Rafmagnsbílar og tvinnbílar

Tengiltvinnbíll

Rafmagnsbílar og tvinnbílar (VW Connect Plus/ We Connect Plus)

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover6; raddstýring

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover; pakkinn „Streaming & Internet“

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover; pakkinn „Streaming & Internet“, aðeins fyrir We Connect Plus

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir Upgrade-eiginleikann „Leiðsögukerfi“

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir Upgrade-eiginleikann „Leiðsögukerfi“

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir Upgrade-eiginleikann „Leiðsögukerfi“

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir Upgrade-eiginleikann „Leiðsögukerfi“

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir Upgrade-eiginleikann „Leiðsögukerfi“

að minnsta kosti upplýsinga- og afþreyingarkerfið Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir Upgrade-eiginleikann „Leiðsögukerfi“

Touareg frá og með árgerð 2024

Touareg frá og með árgerð 2024

Touareg frá og með árgerð 2024

Touareg frá og með árgerð 2024

Touareg frá og með árgerð 2024

nýi Passat, nýi Tiguan, nýi Golf

Tæknileg skilyrði

-

Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.

In-Car-app í Volkswagen-bílnum þínum

Með því að vera með Volkswagen ID-notandareikning og virkja VW Connect eða We Connect getur þú nýtt þér aðra nytsamlega þjónustu Volkswagen. Náðu þér í nytsamlega eiginleika og In-Car-öpp í 2In-Car-netversluninni.

In-Car-app

Tæknileg skilyrði

nýi Passat, nýi Tiguan og nýi Golf, VW Connect Plus

nýi Tiguan, tvinnbíll

Tæknileg skilyrði

nýi Passat, nýi Tiguan og nýi Golf, VW Connect Plus

Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.

Upgrade-eiginleikar

Með Upgrades-eiginleikum getur þú bætt eiginleikum við Volkswagen-bílinn þinn á sveigjanlegan hátt. Til þess að geta keypt og notað Upgrades-eiginleika þarf Volkswagen ID-notandareikning, gildandi VW Connect- eða We Connect-samning og sannvottun sem aðalnotandi, þ.e. tengingu notandareikningsins við bílinn sem um ræðir. Bíllinn þarf einnig að vera búinn þeim tæknilegu eiginleikum og vélbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi vöru, en það getur verið háð árgerð og framleiðsludegi. Aðalnotandi getur séð hvaða Upgrades-eiginleikar eru í boði fyrir viðkomandi bíl og keypt þær í In-Car-netversluninni2 í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninni. Hægt er að greiða fyrir gjaldskyldar vörur í In-Car-netversluninni og í Volkswagen Connect-versluninniOpna ytri hlekk með þeim greiðslumátum sem þar standa til boða. Volkswagen-samstarfsaðilinn þinn aðstoðar þig einnig gjarnan ef þú ert með spurningar varðandi Upgrade-eiginleika og framboð á þeim. Þegar búið er að kaupa og virkja eiginleika eru þeir bundnir við bílinn, allir ökumenn geta notað þá og ekki er hægt að færa þá yfir á aðra bíla.

virka

Tæknileg skilyrði

Leiðsögukerfi

Bíll sem er tilbúinn fyrir VW Connect/ We Connect;  Ready 2 Discover

App-Connect með App-Connect Wireless fyrir Apple CarPlay og Android Auto frá Google10

Ökutæki undirbúið fyrir VW Connect/ We Connect; Ready 2 Discover eða Discover Media fyrir þráðlausa notkun á Apple CarPlay og Android Auto frá Google

Raddstýring11,5

Bíll sem er tilbúinn fyrir VW Connect/ We Connect; Ready 2 Discover6 eða Discover Media

Stemningslýsing (marglit)

Golf 8; stemningslýsing; Ready 2 Discover, Discover Media eða Discover Pro

Stemningslýsing (áhrif)

Golf 8; stemningslýsing; Ready 2 Discover, Discover Media eða Discover Pro

Háljósastjórnunin "Light Assist"

Golf 8; Ready 2 Discover, Discover Media eða Discover Pro

Sjálfvirkur ACC-hraðastillir12

Golf 8; hraðatakmarkari; Ready 2 Discover, Discover Media eða Discover Pro

Umferðarskiltagreining

Golf 8; Ready 2 Discover

Tæknileg skilyrði

Bíll sem er tilbúinn fyrir VW Connect/ We Connect;  Ready 2 Discover

Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.

Pakkar & verð á framlengingu*

Undirbúningur fyrir nettengingu er staðalbúnaður í bílum sem styðja VW Connect og We Connect. Fyrir nýja bíla með viðeigandi útbúnaði standa tilteknir þjónustupakkar til boða án endurgjalds á fyrsta áskriftartímabili. Hægt er að framlengja þjónustuna meðal annars í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í Volkswagen Connect-versluninniOpna ytri hlekk.

*Verða ekki eins fyrir nýja Touareg

VW Connect / We Connect

VW Connect Plus / We Connect Plus (fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi án leiðsögukerfis)

VW Connect Plus / We Connect Plus (fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi með leiðsögukerfi)

Framlengt um 1 ár 
(með vsk.)

-

11.734,25 kr.

16.900 kr.

Framlengt um 2 ár 
(með vsk.)

-

19.954,50 kr.

28.500 kr.

Framlengt um 1 ár 
(með vsk.)

-

Framlengt um 2 ár 
(með vsk.)

-

Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.

Volkswagen-öpp

Volkswagen-appið – stafrænn förunautur fyrir Volkswagen-bílinn þinn

Volkswagen-öpp

Volkswagen-appið – stafrænn förunautur fyrir Volkswagen-bílinn þinn

 Maður sem situr í Volkswagen lítur á farsímann sinn

Volkswagen-appið sameinar ýmiss konar nettengda möguleika VW Connect, We Connect og Car-Net. Það býður bæði upp á aukin þægindi og yfirsýn yfir alla helstu eiginleika og þjónustur. Sæktu það núna.

 Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Netþjónusturnar. Svona gerir þú Volkswagen-bílinn þinn nettengdan.

Virkjun VW Connect og We Connect. Hér færðu leiðbeiningar um hvernig þú virkjar netþjónustuna.

Ertu með spurningar? Hér færðu skjót svör eða persónulega ráðgjöf í tengslum við stafrænar þjónustur okkar.

Fyrirvari frá Volkswagen

1.

Þegar þú kaupir nýjan bíl getur þú notað stafrænar þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess að geta notað þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði. Þegar búið er að stofna Volkswagen ID-notandareikning og tengja hann við bílinn þinn getur þú notað stafrænu þjónustuna – sem fer eftir bíl, landi, hugbúnaði og útbúnaði hverju sinni – þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu á slóðinni www.myvolkswagen.net eða í Volkswagen-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Það hversu lengi gjaldfrjálsi samningstíminn varir fer eftir því hvenær þú virkjar stafrænu þjónusturnar. Í síðasta lagi þegar 90 dagar eru liðnir frá því bíllinn var fyrst afhentur byrjar upprunalegi samningstíminn sem boðið er upp á ókeypis að styttast. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um gildistíma samningsins fyrir bílinn þinn á myVolkswagen á slóðinni www.myvolkswagen.net.

Fyrir viðskiptavini með VW Connect og VW Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).

Fyrir viðskiptavini með We Connect og We Connect Plus: Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. Til þess að nota streymisþjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota þessar þjónustur með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).

Til þess að geta notað ókeypis Volkswagen-appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.     Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónustur eru innifaldar í pökkunum We Connect og We Connect Plus eða VW Connect og VW Connect Plus. Framboðið fer jafnframt eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Þjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum eða vera teknar úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.

2.
Ekki í boði fyrir Touareg frá og með árgerð 2025.
3.
Aðeins í boði með valfrjálsa leiðsögukerfinu Discover Pro (fyrir Passat, Arteon og Golf) eða Discover Media (aðeins Golf) og Volkswagen-appinu. Til að byrja með munu fimm ókeypis lyklar vera í boði fyrir Passat og Arteon og fimm lyklar verða í boði fyrir Golf þegar greitt hefur verið fyrir eiginleikann. Hægt er að sækja stafrænu lyklana innan fjögurra ára frá því gengið er frá VW Connect- / We Connect -samningi. Til þess að hægt sé að framsenda stafrænan lykil þarf fyrst að sannvotta sendanda lykilsins með Volkswagen Ident-auðkenningarferlinu. Þegar stafrænn lykill hefur verið settur upp í samhæfum farsíma gildir hann í eitt ár í þeim tiltekna síma.
4.
Þjónustan „Læsa og taka úr lás“ er öryggistengd og þarf notandi þess vegna að staðfesta hver hann er með Volkswagen Ident-auðkenningarferlinu. Staðfest er hver þú ert hjá samstarfsaðila Volkswagen eða með AutoIdent-ferlinu hjá IDNow.
5.
Sem stendur er raddstýring á netinu í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, spænsku, tékknesku og ítölsku. Tungumálið sem er notað fyrir raddstýringu fer eftir því hvaða tungumál er valið í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu.
6.
Raddstýring aðgerða leiðsögukerfisins í Ready 2 Discover er ekki í boði fyrr en opnað hefur verið fyrir Upgrade-eiginleikann „Leiðsögukerfi“.
7.
Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónusturnar. 1. Fyrir viðskiptavini með VW Connect og VW Connect Plus: Til þess að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp, Wi-Fi-aðgangsstað og Alexa, ef þessar þjónustur eru í boði, með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). 2. Fyrir viðskiptavini með We Connect og We Connect Plus: Til þess að nota streymisþjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota þessar þjónustur með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).
8.
Notkun þjónustunnar gerir ráð fyrir að þú hafir gildan reikning hjá streymisveitu.
9.
Sem stendur er raddaðstoð á netinu í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, dönsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, ítölsku, hollensku, norsku, pólsku, portúgölsku, sænsku, spænsku og tékknesku.  Tungumálið sem er notað fyrir raddaðstoð fer eftir því hvaða tungumál er valið í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Virkni raddaðstoðarinnar fer einnig eftir því hvaða tungumál er stillt á. Ef þú veitir samþykki þitt fyrir því að unnið sé úr staðsetningarupplýsingum þínum fyrir raddaðstoð á netinu eða að staðsetningarupplýsingum sé bætt við raddskipun, þá færðu einnig staðsetningartengdar leitarniðurstöður. Þú getur veitt þetta samþykki þegar þú tengir bílinn við Volkswagen ID-notandareikninginn þinn eða gert það síðar í Volkswagen ID-notandareikningnum þínum eða á slóðinni https://www.myvolkswagen.net/start/en/onlinespeechconsent.html, sem er einnig sýnd með QR-kóða í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins.
10.
App-Connect gerir kleift að nota tæknilausnirnar Apple CarPlay og Android Auto. Það eru Apple og Google sem bera ábyrgð á þessum tæknilausnum og þar af leiðandi hefur Volkswagen AG engin áhrif á það hvort Apple CarPlay og Android Auto séu í boði í tilteknum löndum, en framboð þeirra getur verið mismunandi eftir löndum. Upplýsingar um hvar Apple CarPlay er í boði er að finna á https://www.apple.com/is/ios/feature-availability/#apple-carplay og fyrir Android Auto á https://www.android.com/intl/is_is/auto/. Eiginleikarnir kunna að taka efnislegum breytingum eða hætt getur verið að bjóða upp á þá meðan á samningstímanum stendur. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega vottuð öpp meðan á akstri stendur. Hvað þetta varðar skal einnig hafa í huga að sum öpp eru ekki í boði fyrir báða tengimöguleikana. Nálgast má upplýsingar um samhæfa farsíma fyrir Apple CarPlay á https://apple.com/is/ios/carplay/ og fyrir Android Auto á https://android.com/intl/is_is/auto/. Apple CarPlay er vörumerki í eigu Apple Inc. Android Auto er vörumerki í eigu Google LLC. 
11.
Til þess að geta notað ítarlega eiginleika raddstýringar á netinu þarf Volkswagen ID og virkt We Connect Plus-leyfi. Allt eftir bílgerð og útbúnaði getur verið hægt að stjórna fjölda aðgerða í bílnum og ýmiss konar netþjónustu með raddstýringu.
12.
ACC stjórnar hraðanum og fjarlægðinni þegar ekið er á hraða á bilinu frá 30 km/klst. (20 mph) til 210 km/klst. (130 mph). Þetta hraðasvið getur verið breytilegt eftir markaðssvæðum. Þú getur hvenær sem er tekið við stjórninni af ACC. Þegar stigið er á bremsuna verður hraðastillirinn óvirkur. Þegar gefið er í verður hraðastillirinn óvirkur á meðan verið er að auka hraðann og tekur síðan aftur við að því loknu. Þegar ekið er með eftirvagn er virkni ACC takmörkuð. Ef sjálfvirka hemlunin með ACC dugar ekki til segir ACC þér að hemla meira með tilkynningu í mælaborðinu. Auk þess kviknar á rauða viðvörunarljósinu og viðvörunarhljóð heyrist. Skynvæddur tæknibúnaður ACC-hraðastillisins er bundinn af lögmálum eðlisfræðinnar og vinnur eingöngu samkvæmt því sem geta kerfisins leyfir. Búnaður sem býður upp á aukin þægindi má aldrei leiða til þess að tekin sé óþarfa áhætta.