Skráðu þig einu sinni en græddu mörgum sinnum.
Skráðu þig einu sinni en græddu mörgum sinnum.
Hver einasta hetja á sér aðstoðarmann. Og með We Connect þjónustunni ertu strax búinn að fá heilan hóp aðstoðarmanna. Fáðu upplýsingar um, hvaða þjónusta hentar þér daglega og hvaða skilyrði og forsendur þarf að uppfylla. Hér færðu yfirsýn yfir alla þjónustu og valkosti í einu.
Aðgengileiki að þjónustunni We Connect og We Connect Plus getur verið mismunandi eftir löndum og landsvæðum og er einnig háður gerð ökutækis, árgerð og útbúnaði bílsins. Frekari upplýsingar um aðgengileika þinn að þjónustu færð þú í vefgáttinni: portal.volkswagen-we.com eða í We Connect forritinu þínu.
Grundvallar aðgerðir
Grundvallar aðgerðir eins og neyðarþjónustan og lagalega bindandi neyðarkallskerfið eCall, standa þér til boða án þess að þú hafir gert sérstakan samning um We Connect þjónustuna. Þegar þú vilt flytja sérvaldar persónusniðnar aðgerðir þínar á milli ökutækja, þarft þú Discover Media eða Discover Pro. Til viðbótar þarft þú Volkswagen ID notendareikning og þú verður að skrá þig inn í We Connect með notendanafni og aðgangsorði.
We Connect
Volkswagen bíll þínn er undirbúinn undir tengimöguleika til að þú getir notað stafræna þjónustu Volkswagen og notað beina tengingu við ökutækið með We Connect. Eftir virkjun þjónustu getur þú notað margs konar nýskapandi netþjónustu á gjaldfrjálsan hátt.
Til að geta notað þessa gjaldfrjálsu þjónustu þarft þú að gera sérstakan We Connect samning við Volkswagen AG.
Þjónusta | Virkjun þjónustu | Tæknileg skilyrði |
---|---|---|
Stafrænn lykill 1) | We Connect | Leiðsagnarkerfið "Discover Pro", |
Vegaaðstoð | We Connect | Röð |
'Staða ökutækis | We Connect | Röð |
Ljós og hurðir | We Connect | Röð |
Sjálfvirk slysatilkynning | We Connect | Röð |
Ástandsskýrsla ökutækis | We Connect | Röð |
Aksturstölur | We Connect | Röð |
Staðsetning á bílastæði | We Connect | Röð |
Áætlun fyrir þjónustuskoðanir | We Connect | Röð |
1) Aðeins í boði með valfrjálsa leiðsögukerfinu „Discover Pro“ og We Connect App. Til að byrja með munu fimm ókeypis lyklar vera í boði fyrir Passat og Arteon og fimm lyklar verða í boði fyrir Golf þegar greitt hefur verið fyrir eiginleikann. Hægt er að sækja stafrænu lyklana innan fjögurra ára frá því gengið er frá We Connect-samningi. Til þess að hægt sé að framsenda stafrænan lykil þarf fyrst að sannvotta sendanda lykilsins með Volkswagen Ident-auðkenningarferlinu. Þegar stafrænn lykill hefur verið settur upp í samhæfum snjallsíma gildir hann í eitt ár í þeim tiltekna síma.
Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.
We Connect Plus
Heimur stafrænnar þjónustu frá Volkswagen færir tengimöguleika upp á næsta stig: Með Volkswagen ID-notandareikningi og með því að virkja We Connect Plus standa þér til boða fleiri snjallir eiginleikar: allt frá leiðsögn með upplýsingum í rauntíma til Media Streaming, netútvarps og þess að nota snjallsímann sem fjarstýringu. Þannig nýturðu enn meiri þæginda og afþreyingar.
Til þess að geta notað þessa þjónustu þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu. Fyrir We Connect Plus þarf að skrá bílinn á portal.volkswagen-we.com innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað þjónustuna ókeypis allan gildistímann (fer eftir útbúnaði: til dæmis 1 ár / Discover Media og Ready 2 Discover eða 3 ár / Discover Pro).
Þjónusta | Flokkur | Virkjun þjónustu | Tæknileg skilyrði |
---|---|---|---|
Svæðistilkynning | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | - |
Hraðatilkynning | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | - |
Flauta og blikka | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | - |
Netþjófavarnarkerfi | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | Þjófavarnarkerfi |
Fjarstýring á loftræstingu | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | Í Golf 8, sem er aðeins í boði fyrir tilteknar vélargerðir, þarf að vera nægileg hleðsla á rafgeyminum |
Netstjórnun aukamiðstöðvar | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | Aukamiðstöð |
Læsa og taka úr lás 1) | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | - |
Brottfarartímar | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | Rafmagnsbílar og tvinnbílar |
Loftræsting | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | Rafmagnsbílar og tvinnbílar |
Hleðsla | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | Rafmagnsbílar og tvinnbílar |
Raddstýring á Netinu2) | Aðgerðir ökutækis | We Connect Plus | Discover Media, Discover Pro eða Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir leiðsögukerfið í We Upgrade; raddstýring |
Netútvarp 3) | Straumspilun og nettenging | We Connect Plus | Ready 2 Discover, Discover Media eða Discover Pro; pakkinn „Streaming & Internet“ |
Straumspilun á miðlum 3),4) | Straumspilun og nettenging | We Connect Plus | Ready 2 Discover, Discover Media eða Discover Pro; pakkinn „Streaming & Internet“ |
Wi-Fi-aðgangsstaður 3) | Straumspilun og nettenging | We Connect Plus | Ready 2 Discover, Discover Media eða Discover Pro |
Umferðarupplýsingar á netinu | Leiðsögn | We Connect Plus | Discover Media, Discover Pro eða Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir leiðsögukerfið í We Upgrade |
Leiðarútreikningur á netinu | Leiðsögn | We Connect Plus | Discover Media, Discover Pro eða Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir leiðsögukerfið í We Upgrade |
Bensínstöðvar og hleðslustöðvar | Leiðsögn | We Connect Plus | Discover Media, Discover Pro eða Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir leiðsögukerfið í We Upgrade |
Uppfærsla korta á netinu | Leiðsögn | We Connect Plus | Discover Media, Discover Pro eða Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir leiðsögukerfið í We Upgrade |
Bílastæði | Leiðsögn | We Connect Plus | Discover Media, Discover Pro eða Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir leiðsögukerfið í We Upgrade |
Áfangastaðir fluttir inn af netinu | Leiðsögn | We Connect Plus | Discover Media, Discover Pro eða Ready 2 Discover eftir að opnað hefur verið fyrir leiðsögukerfið í We Upgrade |
Flokkur
Aðgerðir ökutækis
Virkjun þjónustu
We Connect Plus
Tæknileg skilyrði
-
1) Þjónustan „Læsa og taka úr lás“ er öryggistengd og þarf notandi þess vegna að staðfesta hver hann er með Volkswagen Ident-auðkenningarferlinu. Staðfest er hver þú ert hjá samstarfsaðila Volkswagen eða með myndspjalli.
2) Sem stendur er raddstýring (á netinu) í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, spænsku, tékknesku og ítölsku.
3) Til þess að nota „Streaming & Internet“-þjónustuna og Wi-Fi-aðgangsstaðinn þarf meira gagnamagn, en hægt er að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Upplýsingar um verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á https://vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota eigin gagnatengingu í gegnum farsíma (paraðan snjallsíma) með farsímaáskrift hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af móttöku gagnapakka af netinu, eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis, og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).
4) Til þess að nota þjónustuna þarf að vera með aðgang hjá viðkomandi streymisþjónustu.
Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.
We Upgrade
Með We Upgrade getur þú bætt eiginleikum við Volkswagen-bílinn þinn á sveigjanlegan hátt. Til þess að geta keypt og notað We Upgrade-vörur þarf Volkswagen ID-notandareikning, gildandi We Connect-samning og sannvottun sem aðalnotandi, þ.e. tengingu notandareikningsins við bílinn sem um ræðir. Bíllinn þarf einnig að vera búinn þeim tæknilegu eiginleikum og vélbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi We Upgrade-vöru. Aðalnotandi getur séð hvaða We Upgrade-eiginleikar eru í boði fyrir viðkomandi bíl í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Fyrir gjaldskyldar vörur er hægt að skrá greiðslumáta í We Connect-netversluninni , en í In-Car-netversluninni er hægt að greiða með fyrirframgreiðslu. Þegar búið er að kaupa og virkja We Upgrade-eiginleika eru þeir bundnir við bílinn, allir ökumenn geta notað þá og ekki er hægt að færa þá yfir á aðra bíla.
Eiginleiki | Virkjun | Tæknileg skilyrði |
---|---|---|
Leiðsögukerfi | We Connect | Bíll sem er tilbúinn fyrir We Connect; Ready 2 Discover |
App-Connect með App-Connect Wireless fyrir Apple CarPlay og Android Auto™ frá Google 1) | We Connect | Bíll sem er tilbúinn fyrir We Connect; Ready 2 Discover eða Discover Media fyrir þráðlausa notkun Apple CarPlay™ og Android Auto™ frá Google |
Raddstýring2)3) | We Connect | Bíll sem er tilbúinn fyrir We Connect; Ready 2 Discover4) eða Discover Media |
Stemningslýsing (marglit) | We Connect | Golf 8; stemningslýsing |
Háljósastjórnunin Light Assist | We Connect | Golf 8 |
Sjálfvirkur hraðastillir ACC5) | We Connect | Golf 8; hraðatakmarkari |
Virkjun
We Connect
Tæknileg skilyrði
Bíll sem er tilbúinn fyrir We Connect; Ready 2 Discover
1) App-Connect nær yfir tæknina Apple CarPlay™, Android Auto™ og MirrorLink®. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega vottuð öpp meðan á akstri stendur. Hvað þetta varðar skal einnig hafa í huga að sum öpp eru ekki í boði fyrir alla þrjá tengimöguleikanna og að framboðið á þessari tækni getur verið mismunandi eftir löndum. Nálgast má upplýsingar um samhæfa snjallsíma fyrir Apple CarPlay™ á https://www.apple.com/ios/carplay/, fyrir Android Auto™ á https://www.android.com/intl/auto/ og fyrir MirrorLink® á https://mirrorlink.com/.
2) Til þess að geta notað ítarlega eiginleika raddstýringar á netinu þarf Volkswagen ID og virkt We Connect Plus-leyfi. Allt eftir bílgerð og útbúnaði getur verið hægt að stjórna fjölda aðgerða í bílnum og ýmiss konar netþjónustu með raddstýringu.
3) Sem stendur er raddstýring (á netinu) í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, spænsku, tékknesku og ítölsku.
4) Raddstýring aðgerða leiðsögukerfisins í Ready 2 Discover er ekki í boði fyrr en opnað hefur verið fyrir leiðsögukerfið með We Upgrade.
5) ACC stjórnar hraðanum og fjarlægðinni þegar ekið er á hraða á bilinu frá 30 km/klst. (20 mph) til 210 km/klst. (130 mph). Þetta hraðasvið getur verið breytilegt eftir markaðssvæðum. Þú getur hvenær sem er tekið við stjórninni af ACC. Þegar stigið er á bremsuna verður hraðastillirinn óvirkur. Þegar gefið er í verður hraðastillirinn óvirkur á meðan verið er að auka hraðann og tekur síðan aftur við að því loknu. Þegar ekið er með eftirvagn er virkni ACC takmörkuð. Ef sjálfvirka hemlunin með ACC dugar ekki til segir ACC þér að hemla meira með tilkynningu í mælaborðinu. Auk þess kviknar á rauða viðvörunarljósinu og viðvörunarhljóð heyrist. Skynvæddur tæknibúnaður ACC-hraðastillisins er bundinn af lögmálum eðlisfræðinnar og vinnur eingöngu samkvæmt því sem geta kerfisins leyfir. Búnaður sem býður upp á aukin þægindi má aldrei leiða til þess að tekin sé óþarfa áhætta.
Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.