Skráðu þig einu sinni en græddu mörgum sinnum.
Með VW Connect og We Connect getur þú nýtt þér fjölbreyttar þjónustur sem auðvelda þér lífið – ýmist í Volkswagen-appinu, í vefgáttinni myVolkswagen eða beint í bílnum.
Framboð á þjónustum fer eftir löndum og getur verið breytilegt eftir bílgerð, árgerð og útbúnaði hverju sinni.
Hér er að finna upplýsingar um skilyrði og nánari upplýsingar um tilteknar þjónustur fyrir bílinn þinn:
Þjónustulýsing fyrir Volkswagen-bílinn þinn (PDF, 1 MB)
Þjónustulýsing fyrir Touareg-bílinn þinn (PDF, 1 MB)
Frekari upplýsingar er að finna í vefgáttinni myVolkswagen eða í Volkswagen-appinu.
Grundvallar aðgerðir
Grunneiginleikar á borð við neyðarþjónustu, Wi-Fi-aðgangsstað og lögboðna neyðarkallskerfið eCall standa til boða án þess að gera þurfi sérstakan samning fyrir VW Connect eða We Connect. Til þess að geta fært tiltekna sérsniðna eiginleika úr einum bíl yfir í annan þarftu að vera með Discover Media eða Discover Pro. Þú þarft auk þess að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn í VW Connect eða We Connect með notandanafni og lykilorði.
VW Connect eða We Connect -inngangur að netþjónustunum
Aðgangur þinn að stafrænum þjónustum Volkswagen og bein tenging við bílinn þinn: Með VW Connect eða We Connect er Volkswagen-bíllinn þinn klár fyrir nettengda eiginleika. Virkjun þarf að fara fram einu sinni og að henni lokinni getur þú notað ýmiss konar framsæknar og nytsamlegar netþjónustur.
Til þess að geta notað þessa gjaldfrjálsu þjónustu þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect eða We Connect við Volkswagen AG á netinu.
Athugaðu að ótakmarkað framboð á netþjónustum getur verið háð frekari skilyrðum á borð við valið notandahlutverk, stillingum í umsjón með þjónustu eða persónuverndarstillingum í bílnum.
VW Connect Plus eða We Connect Plus -Heil veröld netþjónustu
Heimur stafrænnar þjónustu frá Volkswagen færir tengimöguleikana upp á næsta stig: Með Volkswagen ID-notandareikningi og með því að virkja VW Connect Plus eða We Connect Plus standa þér til boða fleiri snjallir eiginleikar: allt frá snjallri leiðsögn með upplýsingum nánast í rauntíma til netútvarps og þess að nota farsímann sem fjarstýringu. Þannig nýturðu enn meiri þæginda og afþreyingar.
Til þess að geta notað þessar þjónustur þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect Plus eða We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu.1
Athugaðu að ótakmarkað framboð á netþjónustum getur verið háð frekari skilyrðum á borð við valið notandahlutverk, stillingum í umsjón með þjónustu eða persónuverndarstillingum í bílnum.
Pakkar, verð á framlengingu* og áskrift
VW Connect og We Connect tengja bílinn þinn við netið. Þjónustupakkarnir eru í boði fyrir nýja bíla með viðeigandi útbúnaði í allt að 10 ár án endurgjalds og hægt er að segja þeim upp mánaðarlega. Hægt er að panta framlengingu á þjónustupökkunum VW Connect Plus eða We Connect Plus ýmist árlega, á tveggja ára fresti eða með áskrift sem hægt er að segja upp mánaðarlega, allt eftir bílnum hverju sinni – beint í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins eða í Volkswagen Connect-versluninni.
* Verða ekki eins fyrir Touareg
VW Connect / We Connect | We Connect Plus | VW Connect Plus | |
---|---|---|---|
Framlengt um 1 mánuð | – | – | frá 589,00 kr.* |
Framlengt um 1 ár | - | frá 9350,00 kr.* | frá 9350,00 kr.* |
Framlengt um 2 ár | - | frá 15900,00 kr.* | frá 15900,00 kr.* |
VW Connect / We Connect
Framlengt um 1 mánuð
(með vsk.)
–
Framlengt um 1 ár
(með vsk.)
-
Framlengt um 2 ár
(með vsk.)
-
We Connect Plus
VW Connect Plus
* Verð fyrir íslenska markaðinn með virðisaukaskatti. Valkostirnir sem hér koma fram geta verið breytilegir allt eftir bílnum, útbúnaði hans eða afsláttartilboðum hverju sinni. Verð getur einnig verið mismunandi eftir því hvaða upplýsinga- og afþreyingarkerfi er í bílnum. Verð sem gefin eru upp í Volkswagen Connect-versluninni eða In-Car-netversluninni þegar gengið er frá kaupum eru lagalega bindandi.
Áskrift – alltaf hægt að segja upp
Með áskrift okkar að netþjónustum er hægt að nota fjölda eiginleika í samhæfum bílum gegn lægra mánaðarlegu gjaldi, án þess að binda sig í lengri tíma. Í hverjum mánuði getur þú valið hvort þú vilt halda áfram að nota VW Connect Plus-eiginleikana í Volkswagen-bílnum þínum.
In-Car-app í Volkswagen-bílnum þínum
Með því að vera með Volkswagen ID-notandareikning og virkja VW Connect eða We Connect getur þú nýtt þér aðra nytsamlega þjónustu Volkswagen eða annarra þjónustuveitenda. Náðu þér í nytsamlega eiginleika og In-Car-öpp í In-Car-netversluninni2.
In-Car-app | Tæknileg skilyrði |
---|---|
VW Connect Plus | |
Tiguan, Passat og Golf 8 frá og með árgerð 2025, VW Connect Plus | |
Tiguan, Passat og Golf 8 frá og með árgerð 2025, VW Connect |
Hér er núverandi þjónustuframboð sýnt.