Touareg og Car-Net
1
Touareg og Car-Net
1
Touareg og Car-Net
1
Touareg og Car-Net
1

Þú færð allan heim Car-Net þjónustunnar í Touareg bílnum þínum

Þú færð allan heim Car-Net þjónustunnar í Touareg bílnum þínum

Nettengdur í bak og fyrir. Touareg.

Internetið og stafræn tengigeta eru hluti af daglegu lífi okkar, svo af hverju ættum við að vera án þeirra í bílnum? Í Touareg er netþjónusta Car-Net þess vegna í boði sem staðalbúnaður að undangenginni virkjun búnaðarins og þjónusta er færð upp á nýtt stig: Hámarkstengimöguleikar.

 • VW Touareg með eSim
  VW Touareg með eSim

Upplifðu tengimöguleikana núna

 • VW Touareg með eSim
  VW Touareg með eSim

Innbyggt eSIM-kort tryggir þér aðgang að internetinu – og þar með að heimi Car-Net-netþjónustunnar fyrir farsíma. Þannig hefur þú nýjustu upplýsingar alltaf við höndina og getur notið afþreyingar án truflana.

Guide & Inform Premium

Finndu spennandi áfangastaði í grenndinni, fáðu nýjustu umferðarupplýsingarnar í gegnum internetið og margt fleira. Í hinum einstaka þjónustupakka „Guide & Inform Premium“ sem er fyrir Touareg, færir nýja þjónustan þér vefútvarp, FM-netútvarp og ótakmarkaða afþreyingu í ökutæki þitt.  Þökk sé leiðarútreikningi á netinu, borgarkortum í þrívídd í sérvöldum borgum, þökk sé gervihnattakortum og stöðugum uppfærslum á netinu, verður leiðsögn bílsins æ snjallari og þú færð enn betri yfirsýn. Nú er ekki aðeins hægt að birta nýjustu fréttir, heldur einnig láta lesa þær upp fyrir sig.

 • VW Touareg Discover Pro-útvarp
  VW Touareg Discover Pro-útvarp

Ótakmörkuð afþreying.

 • VW Touareg Discover Pro-útvarp
  VW Touareg Discover Pro-útvarp

Með netútvarpinu geturðu hlustað á uppáhaldsstöðvarnar þínar og hlaðvarp hvar sem er. Þegar farið er út af hefðbundnu útsendingarsvæði skiptir eiginleikinn „FM-netútvarp“ sjálfkrafa af FM yfir á streymi á netinu. Þannig getur þú haldið áfram að hlusta á uppáhaldsstöðina þína án truflana.
Til þess að geta notað „Netútvarp“ og „FM-netútvarp“ þarf að kaupa gagnapakka fyrir eSim-kortið eða nota eigin gagnatengingu.

Security & Service

Með Security & Service verður aksturinn þægilegri. Þessi Car-Net-þjónustupakki býður upp á fjaraðgang að mikilvægum eiginleikum bílsins og eykur við þægindin með því að tengja saman sveigjanleika og gagnsæi. Það er sama hvort um áætlun fyrir þjónustuskoðanir, sjálfvirka slysatilkynningu, vegaaðstoð, netstjórnun aukamiðstöðvar eða netþjófavarnarkerfi er að ræða: Persónusniðin þjónusta aðstoðar þig í nánast hvaða aðstæðum sem er og sér þér fyrir öllum mikilvægum upplýsingum um aksturinn.

 • VW Touareg upptaka á ferð
  VW Touareg upptaka á ferð

Þegar á þarf að halda

 • VW Touareg upptaka á ferð
  VW Touareg upptaka á ferð

Með þjónustunni „Neyðarþjónusta“ færðu aðstoð í neyðartilvikum. Þegar alvarleg slys eiga sér stað, til dæmis þar sem loftpúði blæs út, er kallað sjálfkrafa á hjálp. Ef Volkswagen-bíllinn greinir að slys hafi átt sér stað kemur þjónustan á sambandi við neyðarlínu Volkswagen og miðlar mikilvægum upplýsingum til viðbragðsaðila. Einnig er hægt að kalla eftir hjálp handvirkt með því að ýta á hnapp.

 

Fylgstu með Touareg-bílnum þínum hvar sem er

We Connect App

Sækja We Connect smáforritið

Tengdu þig með Volkswagen ökutæki þínu: Upplifðu alla kostina í Car-Net í einu forriti.

Disclaimer by Volkswagen

1.
Til þess að geta notað We Connect aðgerðirnar þarft þú Volkswagen ID notandareikning og þú verður að skrá þig inn í We Connect með notendanafni og aðgangsorði. Ennfremur er sérstakur We Connect - þ.e.a.s. We Connect Plus samningur sem gera þarf við Volkswagen AG. Til þess að geta notað þjónustuna allan gildistímann, hefur þú eftir afhendingu bílsins 90 daga frest til að skrá ökutækið í vefgáttinni portal.volkswagen-we.com. Ef þú skráir bílinn seinna dregst tíminn sem þú frestaðir skráningunni frá gildistímanum. Notkun netþjónustunnar gegnum Car-Net er gerð möguleg gegnum innbyggða nettengingu. Sá tengdi gagnakostnaður sem skapast innan Evrópu, fellur á Volkswagen AG innan ramma þess sem netið nær yfir, fyrir utan þjónustu á sviði netútvarps og FM-netútvarps. Fyrir notkun á þjónustu netútvarps og FM-netútvarps, svo og einnig fyrir notkun á Wi-Fi aðgangsstað er hægt að fá gagnapakka sem greiða þarf fyrir gegnum ytri aðila „Cubic Telecom“, en hægt er að nota netþjónustu þeirra innan fjölmargra evrópskra landa. Upplýsingar um verð og um lönd þar sem stutt er við þjónustuna finnur þú á: https://vw.cubictelecom.com. Einnig er mögulegt að nota netútvarpið, FM-netútvarp gegnum snjalltæki eins og snjallsíma sem á möguleika á því að tengjast Wi-Fi aðgangsstaðnum. Í slíkum tilvikum er umrædd þjónusta einungis aðgengileg að því marki sem gildandi og sjálfstætt gerður samningur um farsímaþjónustu á milli þín og farsímaveitunnar gerir mögulegt og innan þess svæðis sem farsímanetið nær til. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af móttöku gagnapakka af netinu, eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis, og sérstaklega við notkun erlendis (til t.d reikigjöld). Nauðsynlegt er að nota snjallsíma með viðeigandi stýrikerfi, annað hvort iOS eða Android og með SIM-korti sem er með gagnaflutningsmöguleika og vera þarf í gildi sjálfstæður samningur um farsímaþjónustu á milli þín og farsímaveitunnar, eigir þú að geta notað ókeypis We Connect Appið. Aðgengileiki einstaka þjónustuþátta sem lýst er í pökkunum sem tengjast Car-Net (Guide & Inform Premium og Security & Service) getur verið mismunandi eftir löndum. Þjónustan er til staðar á meðan á gildistíma samnings stendur  og breytingar geta verið gerðar á þjónustunni á meðan á gildistíma samings stendur. Frekari upplýsingar færðu á slóðinni: www.volkswagen.com/weconnect og hjá Volkswagen umboðsaðila þínum. Upplýsingar um tollagjöld vegna farsímanotkunar færð þú hjá farsímaveitu þinni.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér