Innanrými VW ID.4 GTX, horft yfir framsætin og stjórnrýmið. Kona situr í farþegasætinu og horfir aftur.
2

Stöðug skemmtun. Fyrsta flokks afþreying í ID.-bílnum þínum.

1.
ID.4 GTX Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 17,2-15,8; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.

Stöðug skemmtun. Fyrsta flokks afþreying í ID.-bílnum þínum.

Ertu að fara í fríið á rafbílnum þínum? Internettengingin í ID.-bílnum sér til þess að engum þarf að leiðast í bílnum. Netútvarpið býður upp á nær endalaust úrval útvarpsstöðva og hlaðvarpa frá öllum heimshornum - Volkswagen greiðir svo gagnaflutninginn fyrir þig í tengslum við We Connect Plus. Ef þú vilt frekar vafra á netinu geturðu notað Wi-Fi-aðgangsstaðinn* til þess. Þannig er ferðatíminn fljótur að líða.

* Krefst eigin gagnapakka og pörunar við farsíma notanda

Netútvarp í ID.-bílnum þínum 

Með netútvarpinu býður ID.-bíllinn þinn upp á fjölbreytt úrval útvarpsstöðva. Og það besta er: Volkswagen greiðir fyrir gagnaflutninginn fyrir þig í tengslum við We Connect Plus. Þú getur hlustað á uppáhaldsstöðvarnar þínar úr úrvali u.þ.b. 40.000 stöðva frá öllum heimshornum á einfaldan hátt í gegnum netið eða streymt miklu úrvali hlaðvarpa sem finna má með þægilegri leit í gagnagrunni okkar. 

Hliðarmynd af gráum VW ID.5 við hafnarbakka, í forgrunni er brosandi kona í ljósum fötum
3
3.
ID.5 Pro: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 15,9-14,6; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++. ID.5 Pro Performance: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 15,9-14,6; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.
Horft yfir afturhluta blás VW ID.4 á ská ofan frá, sportlega klædd manneskja hallar sér upp að bílnum og notar farsíma
4
4.
ID.4 Pro Performance: Stromverbrauch in kWh/100 km: kombiniert 16,0-14,8; CO₂-Emission in g/km: kombiniert 0; Effizienzklasse: A+++. ID.4 Pro Performance 4MOTION: Stromverbrauch in kWh/100 km: kombiniert 17,2-15,7; CO₂-Emission in g/km: kombiniert 0; Effizienzklasse: A+++.

Wi-Fi-aðgangsstaður í ID.-bílnum þínum 

Í ID.-bílnum þínum eru farþegarnir alltaf vel tengdir: Innbyggður Wi-Fi-aðgangsstaður5 sér til þess að hægt er að nettengja allt að átta paraða farsíma í einu.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Færðu stafræna möguleika ID.-bílsins þíns upp á nýtt stig.

Skjót aðstoð og persónuleg ráðgjöf í neyðartilvikum: Með We Connect ertu í góðum höndum.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

2.

Eyðslu- og losunartölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Frá 1. september 2017 fer gerðarviðurkenning tiltekinna nýrra bíla þegar fram samkvæmt samhæfðri alþjóðlegri mæliaðferð fyrir fólksbíla og léttar atvinnubifreiðar (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure, WLTP), raunhæfari aðferð til mælingar á eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. Frá og með 1. september 2018 verður WLTP tekin upp í skrefum í stað eldri aðferðafræðinnar NEDC (New European Driving Cycle). Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Sem stendur er enn skylt að birta upplýsingar um NEDC-gildi. Þegar um nýja bíla er að ræða sem hafa fengið gerðarviðurkenningu samkvæmt WLTP eru NEDC-gildin reiknuð út frá WLTP-gildunum. Einnig er hægt að birta upplýsingar um WLTP-gildi að eigin frumkvæði þar til skylt verður að nota þær. Þar sem NEDC-gildi eru gefin upp á bili eiga þau ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs. Þau eru eingöngu ætluð til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO₂-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen, Þýskalandi (www.dat.de/co2). Bílum er skipað í nýtniflokka út frá CO2-losun að teknu tilliti til tómaþyngdar bílsins hverju sinni. Bílar sem eru í samræmi við meðaltal fá flokkunina D. Bílar með betri niðurstöður en sem nemur meðaltali fá flokkunina A+++, A++, A+, A, B eða C. Bílar með verri niðurstöður en sem nemur meðaltali fá flokkunina E, F eða G. Upplýsingarnar sem hér koma fram eiga við um EB-gerðarviðurkenningu valinnar bílgerðar og staðalbúnaðar hennar samkvæmt tilskipun 2007/46/EB. Aukabúnaður sem þú velur við útfærslu á bílnum getur haft í för með sér að útfærslan með völdum búnaði teljist til annarrar viðurkenndrar gerðar en útfærsla án valda aukabúnaðarins. Það getur leitt til þess að upplýsingarnar fyrir sérútfærslu bílsins verði frábrugðnar. Tilgreind CO2-gildi eru samkvæmt mælingum sem fóru fram í tengslum við gerðarviðurkenningu bílsins.

5.
Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustur We Connect / We Connect Plus. Til þess að nota Wi-Fi-aðgangsstaðinn getur aðalnotandi keypt gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Upplýsingar um verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á https://vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota Wi-Fi-aðgangsstað með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).