Innanrými VW ID.4 GTX, horft yfir framsætin og stjórnrýmið. Kona situr í farþegasætinu og horfir aftur.
2

Stöðug skemmtun. Fyrsta flokks afþreying í ID.-bílnum þínum.

1.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,4-17,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.

Stöðug skemmtun. Fyrsta flokks afþreying í ID.-bílnum þínum.

Ertu að fara í fríið á rafbílnum þínum? Internettengingin í ID.-bílnum sér til þess að engum þarf að leiðast í bílnum. Netútvarpið býður upp á nær endalaust úrval útvarpsstöðva og hlaðvarpa frá öllum heimshornum - Volkswagen greiðir svo gagnaflutninginn fyrir þig í tengslum við We Connect Plus. Ef þú vilt frekar vafra á netinu geturðu notað Wi-Fi-aðgangsstaðinn* til þess. Þannig er ferðatíminn fljótur að líða.

* Krefst eigin gagnapakka og pörunar við farsíma notanda

Netútvarp í ID.-bílnum þínum 

Með netútvarpinu býður ID.-bíllinn þinn upp á fjölbreytt úrval útvarpsstöðva. Og það besta er: Volkswagen greiðir fyrir gagnaflutninginn fyrir þig í tengslum við We Connect Plus. Þú getur hlustað á uppáhaldsstöðvarnar þínar úr úrvali u.þ.b. 40.000 stöðva frá öllum heimshornum á einfaldan hátt í gegnum netið eða streymt miklu úrvali hlaðvarpa sem finna má með þægilegri leit í gagnagrunni okkar. 

Hliðarmynd af gráum VW ID.5 við hafnarbakka, í forgrunni er brosandi kona í ljósum fötum
3
3.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 18,5-16,1; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.
Horft yfir afturhluta blás VW ID.4 á ská ofan frá, sportlega klædd manneskja hallar sér upp að bílnum og notar farsíma
4
4.
Stromverbrauch in kWh/100 km: VW ID.4 Pro, 174 PS, 18.1 kWh/100 km, 0 g CO2/km, Kat. A. Für das Fahrzeug liegen nur noch Verbrauchs- und Emissionswerte nach WLTP und nicht nach NEFZ vor. Angaben zu Verbrauch und CO₂-Emissionen bei Spannbreiten in Abhängigkeit von den gewählten Ausstattungen des Fahrzeugs.

Wi-Fi-aðgangsstaður í ID.-bílnum þínum 

Í ID.-bílnum þínum eru farþegarnir alltaf vel tengdir: Innbyggður Wi-Fi-aðgangsstaður5 sér til þess að hægt er að nettengja allt að átta paraða farsíma í einu.

Fyrirvari frá Volkswagen

2.

Eyðslu- og útblásturstölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Hinn 1. janúar 2022 kom WLTP-mæliaðferðin alfarið í stað NEDC-mæliaðferðarinnar og liggja því ekki fyrir NEDC-gildi fyrir bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningu síðan þá.

Upplýsingarnar eiga ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi, eða á vefslóðinni www.dat.de/co2.

5.
Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustur We Connect / We Connect Plus. Til þess að nota Wi-Fi-aðgangsstaðinn getur aðalnotandi keypt gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Upplýsingar um verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á https://vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota Wi-Fi-aðgangsstað með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).
6.
Til þess að geta notað We Connect- og We Connect Plus-þjónustu fyrir ID.-línuna þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði í We Connect / We Connect Plus. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu. Samningurinn fyrir We Connect fyrir ID.-línuna er ekki takmarkaður við þriggja ára gildistíma. We Connect Plus gildir í þrjú ár fyrst um sinn en að þeim tíma liðnum er hægt að framlengja áskriftina gegn gjaldi. Skrá þarf bílinn á myvolkswagen.net eða með We Connect ID.-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað We Connect Plus-þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Ef skráning fer fram síðar styttist tíminn sem hægt er að nota þjónustuna ókeypis sem því nemur. Sumri netþjónustu í We Connect / We Connect Plus er aðeins hægt að stjórna með We Connect ID.-appinu. Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).Netþjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Það hvaða þjónusta er innifalin í pökkunum We Connect og We Connect Plus getur verið breytilegt eftir löndum. Framboðið fer einnig eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Nálgast má nánari upplýsingar á www.connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Einnig skal kynna sér nýjustu útgáfu almennu viðskiptaskilmálana fyrir stafræna þjónustu fyrir ID.-línuna.