Yfirlit yfir ökutækið.
Allt sem þú þarft að vita.
Yfirlit yfir ökutækið.
Allt sem þú þarft að vita.
Þú liggur í rúminu og spyrð þig hvort þú hafir munað eftir að slökkva á ljósunum í bílnum? Eru dyrnar læstar? Sem betur fer þarft þú ekki að hafa neinar áhyggjur af því framar. Þú skoðar einfaldlega stöðuna í snjallsímanum. Hann segir þér einnig næsta dag hvar þú lagðir bílnum. Og gefur þér upplýsingar um stöðu ökutækisins eða fyrirhugaðar skoðanir áður en ferðalagið hefst. Þú þarft bara að stjórna bílnum sjálf/ur.
Stafræn handbók
Golf-inn þinn býður upp á fjölmarga tæknilega eiginleika og möguleika. Þess vegna er handbókin fyrir Golf ekki aðeins í boði í prentaðri útgáfu eða á netinu, heldur einnig sem foruppsett app í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins. Með stafrænu handbókinni færðu skjót og greinargóð svör við spurningum þínum – með gagnvirkum og einföldum hætti í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins.
Ljós og hurðir
Með þjónustunni „Ljós og hurðir“ geturðu fullvissað þig um hvort hurðirnar á Volkswagen-bílnum þínum séu læstar og slökkt á ljósunum með þægilegum hætti í appinu. Svo geturðu andað léttar eftir að hafa fengið snögga yfirsýn.
Aksturstölur
Aðgerðin „aksturstölur“ greinir ökulag þitt og býður þér til dæmis upplýsingar um meðaltals eyðslu bílsins.
Staðsetning á bílastæði
Með þjónustunni „Staðsetning á bílastæði“ þarftu aðeins að snerta skjáinn á snjallsímanum til að sjá hvar bíllinn er. Þú getur einnig fengið upplýsingar um stystu leiðina að bílnum.
Staða ökutækis
Þær sjást allststaðar: allar mikilvægar tölur um ökutækið. Til dæmis upplýsingar um drægið sem eftir er, núverandi kílómetrafjölda eða fá tilkynningu um að þörf sé á að hlaða rafgeyminn.