We Connect þjónustan - Staða ökutækis
1
We Connect þjónustan - Staða ökutækis
1
We Connect þjónustan - Staða ökutækis
1
We Connect þjónustan - Staða ökutækis
1

Yfirlit yfir ökutækið.
Allt sem þú þarft að vita.

Yfirlit yfir ökutækið.
Allt sem þú þarft að vita.

Þú liggur í rúminu og spyrð þig hvort þú hafir munað eftir að slökkva á ljósunum í bílnum? Eru dyrnar læstar? Sem betur fer þarft þú ekki að hafa neinar áhyggjur af því framar. Þú skoðar einfaldlega stöðuna í snjallsímanum. Hann segir þér einnig næsta dag hvar þú lagðir bílnum. Og gefur þér upplýsingar um stöðu ökutækisins eða fyrirhugaðar skoðanir áður en ferðalagið hefst. Þú þarft bara að stjórna bílnum sjálf/ur.

Stafræn handbók

Golf-inn þinn býður upp á fjölmarga tæknilega eiginleika og möguleika. Þess vegna er handbókin fyrir Golf ekki aðeins í boði í prentaðri útgáfu eða á netinu, heldur einnig sem foruppsett app í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins. Með stafrænu handbókinni færðu skjót og greinargóð svör við spurningum þínum – með gagnvirkum og einföldum hætti ýmist í We Connect-vefgáttinni eða beint í upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins.

We Connect – Gagnvirk kennsla fyrir Volkswagen-bílinn þinn
We Connect - Þú athugar stöðu hurða og ljósa með snjallsímanum.

Ljós og hurðir

Með þjónustunni „Ljós og hurðir“ geturðu fullvissað þig um hvort hurðirnar á Volkswagen-bílnum þínum séu læstar og slökkt á ljósunum með þægilegum hætti í appinu. Svo geturðu andað léttar eftir að hafa fengið snögga yfirsýn.

Aksturstölur

Aðgerðin „aksturstölur“ greinir ökulag þitt og býður þér til dæmis upplýsingar um meðaltals eyðslu bílsins.

We Connect - Ökulag er greint og bestað.
We Connect - Að fá að vita hvar Volkswagen ökutækið er staðsett

Staðsetning á bílastæði

Með þjónustunni „Staðsetning á bílastæði“ þarftu aðeins að snerta skjáinn á snjallsímanum til að sjá hvar bíllinn er. Þú getur einnig fengið upplýsingar um stystu leiðina að bílnum.

Staða ökutækis

Þær sjást allststaðar: allar mikilvægar tölur um ökutækið. Til dæmis upplýsingar um drægið sem eftir er, núverandi kílómetrafjölda eða fá tilkynningu um að þörf sé á að hlaða rafgeyminn.

We Connect - Mikilvæg gögn um ökutækið eru alltaf aðgengileg

Disclaimer by Volkswagen

1.
Til þess að geta notað We Connect-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn í We Connect með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect eða We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu. Fyrir We Connect Plus þarf að skrá bílinn á www.portal.volkswagen-we.com innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann.
Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustu We Connect. Volkswagen AG stendur straum af tilheyrandi gagnakostnaði sem fellur til innan þjónustusvæðis í Evrópu, að undanskilinni „Streaming & Internet“-þjónustunni og tilteknum In-Car-öppum. Til þess að nota „Streaming & Internet“-þjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu „Cubic Telecom“ og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Upplýsingar um verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á https://vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp og streymi með fartæki (t.d. snjallsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af móttöku gagnapakka af netinu, eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis, og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). 
Til þess að nota ókeypis forritið We Connect App þarf snjallsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.  
Framboð á We Connect- og We Connect Plus-þjónustu sem lýst er í pökkunum getur verið mismunandi eftir löndum og fer auk þess eftir bílnum og útbúnaði hans hverju sinni. Þjónustan er í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kann að taka efnislegum breytingum eða vera tekin úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á www.portal.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.

Þú ert að nota gamla útgáfu af vafra!

Nýjar útgáfur er hægt að nálgast hér eða hér