Takmarkalaust frelsi á fjórum hjólum

Sofið undir stjörnuhimni. Láttu öldur sjávarins vekja þig að morgni. Uppgötvaðu nýjar lendur en upplifðu þig samt eins og heima: California 6.1 er hreint frelsi. Með þægilegu innanrými þar sem hugað er að hverju smáatriði þá umbreytir hann hverri ferð í ógleymanlegt ævintýri. Njóttu sjálfstæðis og frelsis hvar sem er. Með allt sem þú þarft með þér.

Óvenju eftirtektarverður

Heill heimur í eldhúsinu

Uppgötvaðu ný lönd, menningu og staði á hverjum degi. Og samt líður þér alltaf eins og þú sért heima hjá þér. California 6.1 er heimili þitt á veginum. Það er hægt að teygja úr sér í þægilega rúmgóðu innanrýminu. Og nóg pláss fyrir tuskubangsa eða lesefni í fríið. Elda, sofa, slappa af – alveg eins og heima. En allur heimurinn fyrir utan dyrnar.