E-mobility up!fært.
e-up!
Litlu atriðin skipta máli
Allt að 260 km drægni (samkvæmt wltp) Fleiri eiginleikar á betra verði og enn meira hönnunarfrelsi fyrir alla sem keyra í takt við tímann: nýr e-up! gerir það enn auðveldara að eiga rafbíl. Og einfaldlega betra.
Nýr e-up! hefur marga bætta eiginleika.
Kynntu þér þessa þrjá:
Drægni
Meira en bara rafmögnuð koma
Tengimöguleikar
e-up! + snjallsími = ást
Hönnun
Augljóslega „e“
Rafmagnaður
Meira en bara rafmögnuð koma
Haltu út í óvissuna! Skilvirkur rafmótorinn í nýjum e-up! eykur bæði aksturánægjuna og drægið upp í allt að 260 km. Þú kemst hvert á land sem er, þökk sé fjölda hleðslustöðva fyrir almenning sem þú finnur auðveldlega með „maps+more. Um alla Evrópu. Þar geturðu greitt fyrir hleðsluna með Charge&Fuel kortinu þínu. Um alla Evrópu. En það besta af öllu er að útblástur koltvíoxíðs er enginn. Það hefur jákvæð áhrif á loftslagið. Viðskiptavinir sem eru nógu fljótir að tryggja sé umhverfisbónus njóta einnig fjárhagslegs ávinnings.
Hlaðið á réttum tíma
Stingdu bara í samband – þannig hleðurðu rafbíl. Yfirleitt. Það þarf ekki að hlaða hinn nýja e-up! um leið og honum er stungið í samband því hægt er að stilla hvenær hann er hlaðinn. Hvaða gagn er af því? Þú getur til dæmis sparað þér peninga með því að hlaða á næturnar og nýta þér lægra rafmagnsverð. Færðu bara inn brottfarartíma í stillingunni e-manager í maps+more appinu eða We Connect appinu, ýttu á hleðslustillingarhnappinn á milli framsætanna og stingdu bílnum í samband við hleðslustöðina. Þá geturðu ekið af stað á þeim tíma sem þú hefur ákveðið.
Tengimöguleikar
e-up! + snjallsími = ást
Hvað eiga uppáhaldslögin þín, upplýsingar um umferð og símtöl í akstri sameiginlegt? Það er rétt: snjallsímann þinn! Ásamt „maps+more dokkunni“ og nýja ókeypis appinu fyrir iOS og Android breytir snjallsíminn þinn nýjum e-up! í nettengdan bíl á augabragði. Með „composition phone“ kerfinu, sem er með sex hátölurum, breytist bíllinn þinn í hljómflutningstæki á hjólum. Tengdu einfaldlega snjallsímann þinn við nýjan e-up! Komið! Engir flóknir skjáir. Settu bara í samband og spilaðu.
Hönnun
Augljóslega „e“
Nýr e-up! er sönnun þess að smábíll hafi upp á margt að bjóða, sem má þakka ferskri og naumhyggjulegri hönnun. Fyrir utan kraftmikinn rafmótorinn, auðvitað. Með bláum skrautborðanum og innfelldu Volkswagen-merki ásamt áberandi C-signature LED-ljósum fer rafmótorinn ekki fram hjá neinum.
Veldu nýjan e-up! Stíll. Við sameinum svart eða hvítt þak og hliðarspegla í stíl, skyggðar aftur- og hliðarrúður og 15 tommu „blade“ álfelgur til að búa til einstakt útlit. Nýr e-up! Einnig í boði með 16 tommu „upsilon“ álfelgum.
Velkomin(n) í þægindarýmið
Og að innan? „Fusion“ hönnuð sætin og sambyggðir höfuðpúðarnir ásamt hinni stílhreinu „black cube“ mælaborðsklæðningu fanga strax augað. Fjöldi tæknilegra eiginleika tryggir bæði þægindi og hefur ýmsa praktíska kosti. Krókurinn í hanskahólfinu er staðalbúnaður og hentar fullkomlega til að hengja upp handtösku, svo dæmi sé tekið. Aukahólf fyrir farangur er undir farangursrýmisgólfinu til að koma fyrir einum poka í viðbót þegar þú ferð að versla.
Nýr e-up! Stíllinn er tekinn skrefi lengra: til dæmis með sætum með „krossi“, hákarlaskrápsklæðningu í þrívídd á mælaborðinu og stílhreinni blárri lýsingu.
Búnaður
Allt úrvalið
Nýr e-up! býður upp á enn meiri staðalbúnað en hefur samt aldrei verið ódýrari. Praktískur og með allan nauðsynlegan búnað: akreinaaðstoð, umferðarmerkjaáminningu og öryggispúða fyrir höfuð og hliðar auk þess sem bíllinn greinir hvort einhverjir sitji í aftursætunum. Stöðluð uppsetning sem felur í sér „composition phone“ hljómflutningskerfi með sex hátölurum, DAB+, „maps+more dokku“ og We Connect gerir hverja bílferð snjalla og einfalda: sestu bara inn, settu tónlistina í gang og stilltu hvert þú vilt fara - og af stað!
Fyrir þig
Á meðal aukabúnaðar sem þú getur valið úr fyrir nýjan e-up! eru „þægindapakkinn“, „akstursaðstoðarpakkinn“ og „vetrarpakkinn“. Á meðal þægindanna eru regnskynjari, hiti í framrúðunni og upphituð framsæti til að taka hlýlega á móti þér á köldum dögum. Snjallaðstoð eins og bakkmyndavélin auðveldar þér að leggja í stæði. Og hvað með leðurstýrið með öllum eiginleikunum? Það lítur vel út. Og það er þægilegt í notkun.