Alrafdrifinn ID.5
Fáguð skilvirkni
Volkswagen ID.5 sameinar eiginleika sportjeppans og blæjubílsins með miklu afköstum í rafakstri og flæðandi útlínum. Getur tekið við OTA-uppfærslum og er tilbúinn í að endurskilgreina heim rafbílsins.
Glæsilegur að utan og í anda blæjubílsins
Nýr ID.5 hefur til að bera framtíðarlegt útlit þar sem sameinast styrkur sportjeppans og flæðandi útlínur blæjubílsins – án málamiðlana.
Glæsilegur að utan og í anda blæjubílsins
Nýr ID.5 hefur til að bera framtíðarlegt útlit þar sem sameinast styrkur sportjeppans og flæðandi útlínur blæjubílsins – án málamiðlana.
Ytra útlit
Vertu í skínandi birtu
Það er einn skínandi valbúnaður á ID.5 sem grípur augað við fyrstu sýn: Hið nýstárlega IQ.LIGHT. Matrix-tækni þessa ljósakerfis gerir kleift að aka með háu ljósin á án þess að blinda aðra vegfarendur. Ljósaborði teygir sig milli LED aðalljósanna og Volkswagen-merkisins. Það sem dregur að sér athyglina framan á bílnum ætti líka að vera til staðar aftan á honum: Pakkinn inniheldur sem valbúnað 3D LED afturljósasamstæðu með kviku bremsuljósi og innbyggðu stefnuljósi sem gefur til kynna akstursstefnuna með flæðandi ljósahreyfingu.
Sjáðu nýjan ID.5 með eigin augum
Sjáðu nýjan ID.5 með eigin augum
Innanrými
Ljós sem henta hvers kyns stemningu
Gefa þínum ID.5 meiri persónuleika. Þú getur valið um tíu liti í staðalbúnaði (30 litir standa til boða sem valbúnaður) og látið mjúka birtu lýsa upp innanrýmið, þar á meðal mælaborðið, símahólfið og hurðirnar. Hvort lýsingin er svöl eða hlý – það er í þínum höndum.
Tækjabúnaður
Heldur þér á réttri akrein. Og heldur öðrum í fjarlægð.
Akstursaðstoð (Travel Assist) er valbúnaður sem veitir þér afskaplega gagnlega aðstoð um borð í bílnum.
Akstursaðstoð (Travel Assist) með fjöldagögnum (swarm data) heldur þér á akreininni og viðheldur æskilegri fjarlægð frá bílnum fyrir framan auk þess að halda bílnum á forstilltum hámarkshraða.
Kerfið notar til þess meðal annars akreinavara (adaptive lane guidance). Þetta kerfi heldur bílnum á miðri akreininni. Akstursaðstoð (Travel Assist) með fjöldagögnum (swarm data) lagar sig að þínu aksturslagi og getur líka haldið bílnum til vinstri eða hægri á akreininni en ekki endilega á henni miðri.
Akstursaðstoð (Travel Assist) með fjöldagögnum (swarm data) getur líka aðstoðað þegar skipt er um akrein, ef þess er óskað. Forsenda fyrir þessari virkni er að Akstursaðstoð (Travel Assist) með fjöldagögnum (swarm data) geti greint akreinamerkingar á báðum hliðum.
Ef fjöldastaðsetningargögn (mass location data) eru tiltæk, þ.e.a.s. akstursupplýsingar frá mörgum bílum í nágrenninu, þá þarf Akstursaðstoð með fjöldagögnum að bera aðeins kennsl á eina akreinamerkingu til að halda bílnum á akreininni, t.d. á sveitavegum þar sem ekki eru akreinalínur í miðjunni.
Akstursaðstoð með fjöldagögnum fylgir líka forvirkur hraðastillir (predictive cruise control) og beygjuaðstoð (cornering assist function). Hér má laga bílinn að gildum hraðatakmörkunum og aðstæðum á vegum (bungur, hringtorg o.s.frv.)
Forrit og fylgihlutir
Heimahleðslustöðin þín: ID.Charger
Með ID. Charger1,2 hefur þú hleðslustöð á þínu eigin heimili. Þannig getur þú sest inn í fullhlaðinn bíl að morgni og byrjað daginn fullur af orku. Hann hleðst á meðan þú sefur, svo að segja. ID. Charger er fáanlegt í þremur gerðum, hver og ein með meiri tengigetu og snjallvirkni en sú næsta á undan: Er einnig fáanlegt með Wi-Fi, 4G og innbyggðum rafmæli. Snjallvirkni ID. Charger er hægt að stýra í gegnum We Charge í We Connect ID. appinu.
Uppsetningarþjónustan gerir uppsetninguna eins þægilega og mögulegt er fyrir þig – allt frá gjaldfrjálsri forskoðun á netinu til samsetningar. Í hnotskurn þá er þetta fyrirhafnarlítil lausn frá einum stað. Auðvitað er líka mögulegt að hafa ID. Charger uppsett af rafvirkja sem þú velur sjálf(ur). Þú getur pantað ID. Charger að eigin vali, sem og uppsetningarþjónustu á netinu, eða í gegnum þinn söluaðila Volkswagen.