Hleðsla & Drægni

Hvernig hleð ég bílinn?

Rafknúinn ferðamáti mun hafa varanleg áhrif á hvernig við fyllum á bílana okkar. Þú munt ekki þurfa að keyra á bensínstöðina. Þú getur hlaðið rafgeyminn í rafbílnum þínum nánast hvar sem er: Heima í heimilisinnstungu, í veggboxi, á almennum hleðslustöðvum eða hraðhleðslustöðvum. Þegar þú hefur prófað þetta áttarðu þig á því að þetta er næstum því jafn auðvelt og að hlaða snjallsímann þinn.

Electric vehicle is plugged into a power socket

Það sem þú þarft að vita um hleðslubúnaðinn fyrir rafbílinn þinn.

Veggbox er háspennu innstunga sem fest er á vegginn fyrir notkun heima við. Þetta er aukabúnaður og veitir þér hámarks úttak upp á 11 kW. Ef þú hleður rafbílinn í gegnum veggbox þá þarftu einfaldlega að stinga tenglinum á hleðslusnúrunni í innstunguna í bílnum og hleðslan hefst. 

Tengillinn fer inn og orka kemur út.

Það er jafn þægilegt að hlaða á hleðslustöðvum, til dæmis ef slíkt er í boði á vinnustaðnum. Yfirleitt er hleðslusnúra áföst. Ef það er ekki hleðslusnúra á hleðslustöðinni þá geturðu einfaldlega notað snúruna sem fylgir bílnum en hún ætti alltaf að vera í skottinu.

Volkswagen Wallbox

Það eru tvær gerðir af hleðslu og tengjum.

AC hleðsla

Rafhleðslu er skipt í tvær gerðir. Í AC hleðslu umbreytir AC/DC straumbreytirinn aflinu úr almennri AC grind í jafnstraum.

DC hleðsla

Er riðstraumi umbreytt í jafnstraum áður en hann kemst í snertingu við bílinn – til dæmis á hleðslustöðvum. Kosturinn við þetta er sá að hærra úttak næst við hleðslu, til dæmis á þjóðveginum, og þetta dregur úr tímanum sem þarf í hleðsluna.

Það er tvær gerðir af tenglum.

Þú stingur í samband, aflæsir og aftengir – það er ekki flóknara að hlaða rafbílinn þinn. Á síðustu árum hafa tvær gerðir af hleðslutenglum orðið staðalbúnaður í Evrópu.

Type 2 tengill

Type 2 er hæghlaðandi og uppfyllir Evrópustaðalinn fyrir AC hleðslu. Allar almennar hleðslustöðvar hafa að minnsta kosti gerð 2 af innstungu.

  1. AC hleðsla fyrir MEB virkar á 7 til 11 kW. Full hleðsla rafgeymis á 11 kW tekur á milli 5 til (fyrir minni rafgeyma) 8 klukkustundir, til dæmis.
  2. Þannig að ef þú ert með veggbox heima þá geturðu sett í gang fulla hleðslu á 11 kW á hverju kvöldi. Það ætti líka að vera mögulegt að endurhlaða rafmagnið sem þú þarft í ferðir hverrar viku á um 5 til 8 klukkustundum á vinnustaðnum þínum. Á ýmsum almenningsstöðum, til dæmis við stórmarkaði, verður í framtíðinni hægt að endurhlaða bíliinn fyrir raforkuþörf dagsins á um einni klukkustund.
Mennekes Connector

Combo 2 tengill

Í Evrópu er CCS hleðsla (Combined Charging System) staðalbúnaður fyrir hraðhleðslu. Viðeigandi tengill veitir viðbótar tengingar fyrir DC hraðhleðslu. Combo 2 gerðin af tengli gerir þér kleift að hlaða bílinn á öllum almennings hleðslustöðvum með DC hleðslu úttaki upp á 22 kW eða meira. DC hleðslu úttak upp á 100-125 kW gerir þér kleift að hlaða ID. Neo upp að 80% á um hálftíma.

Combo 2 connector

Frá innstungu að hraðhleðslustöð: Hversu hratt hleðst rafgeymirinn hjá þér?

Grunnreglan er: Því hærra úttak því hraðari er hleðslan. Hins vegar getur hleðslutíminn verið mismunandi eftir gerð hleðslunnar, hve mikil hleðsla er eftir á rafgeyminum og við hve miklu afli bíllinn getur tekið. Umhverfisþættir á borð við hita og sólarbirtu eða hitann á rafgeyminum í bílnum hafa líka áhrif á hleðsluna. Ef þú til dæmis hleður ID. bílinn þinn í heimilisinnstungu þá geturðu uppfyllt daglega rafmagnsþörf með því að hlaða yfir nóttina á 2kW á klukkustund. Það tekur styttri tíma að hlaða úr veggboxi eða AC hleðslustöð: Þá þarftu aðeins 5-8 stundir til að ná fullri hleðslu (fer eftir stærð rafgeymis). Hraðasta hleðsluleiðin er að nota háspennuhleðslustöðvar (High Power Charging – HPC) með úttaki upp á 100 kW eða meira en þá nær bíllinn allt að 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum. Almennt er mælt með því að þú hlaðir rafbílinn ekki til fulls á hverjum degi. Það verndar rafgeyminn.

Svona hleður þú

1
Opnaður lokið
an opened filler flap on an electric car
2
Stingdu kaplinum í samband við hleðslustöðina eða innstunguna.
Connecting the cable to a charging station
3
Stingdu kaplinum í bílinn þinn
Connecting the cable to an electric vehicle
4
Auðkenndu þig (ef nauðsyn)
Authentification at a charging station with a charge card
5
Læstu bílnum
Locking the car with the key
6
Hleðsla hefst
Visualisation of the charging process on a charging station

Skráðu þig, við sendum þérfréttir um leið og þær berast.

Fáðu fréttir frá Volkswagen,
ID.3 1ST, forsölum, nýjum bílum, sýningum og ýmsu fleiru.