Háspennurafhlaða:
Ábyrgð og viðhald

Rafhlaða með háspennuafli er lykilatriði í rafakstri. Hér finnurðu allar mikilvægar upplýsingar um t.d. viðhald rafhlöðunnar, hleðslu hennar og ábyrgð – allt sem stuðlar að því að þú njótir ID bílsins þíns sem lengst.

Volkswagen ID. Battery

Gott viðhald hjálpar þér að komast langt

Liþíum jóna rafhlöður eru eins og annað í þessum heimi, að því leyti að þær eldast og slitna. Hins vegar getur notkun rafhlöðunnar stuðlað að því að rafhlaðan endist lengur. Þess vegna höfum við safnað saman nokkrum góðum ráðum sem snúa að viðhaldi háspennurafhlöðunnar í rafbílnum þínum. Þannig getur þú tryggt að bíllinn ekki bara nái sínu drægi heldur haldi líka virði sínu til lengri tíma.

Woman charges ID.3

Gerðu lífið auðveldara 
með hleðslustýringu

Við mælum með því að þú notir snjallvirka hleðslustýringu í nýjum ID.3 til að tryggja bestu mögulegu hleðslu fyrir hverja ferð. Þú getur stillt hleðsluhámark á rafhlöðunni, stillt inn hleðslustöðvar eða valið á milli skyndilegrar eða frestaðrar hleðslu. Aðgerðirnar eru framkvæmdar með auðveldum hætti á snertiskjá á upplýsinga- og afþreyingarkerfinu.

Charging Manager

Mismunandi aksturslag,
mismunandi hleðsluaðferðir

Einn þáttur er sérstaklega mikilvægur með tilliti til rafhleðslunnar: Akstursmátinn. Það hvernig þú keyrir rafbílinn (stuttar, daglegar ferðir eða langar ferðir á þjóðveginum) hefur áhrif á hvernig best er að stilla hleðslumörk, tíma og styrk.

En þetta er öruggt:
Ábyrgð og líftími

Líftími og afköst liþíum jóna rafhlöðu velta á ytri þáttum, til dæmis umhverfishita. Innan ramma þeirrar ábyrgðar og skilyrða sem hér eru útlistuð þá ábyrgist Volkswagen AG gagnvart viðskiptavinum sem kaupa nýjan rafbíl sem gengur fyrir rafhlöðu, að nothæf afköst rafhlöðunnar falli ekki undir 70% innan átta ára (eða upp að 160.000 eknum kílómetrum, hvort sem verður fyrst), svo lengi sem rafhlaðan er notuð rétt. Þetta veitir þér öryggi til framtíðar og sýnir þér svart á hvítu hvað ferðamáti framtíðarinnar er mikilvægur í okkar augum.

Kerfisbundin vernd rafhlöðunnar

Bíllinn er útbúinn með tveimur öryggisbelgjum sem veita neyðarforða til að koma í veg fyrir óvelkomna og skaðlega yfirhleðslu eða tæmingu rafhlöðunnar. Þannig fær bíllinn aukaorku við óvenjulegar aðstæður og rafhlaðan verður ekki fyrir skemmdum.

Capacity of the Volkswagen ID. battery

1. Full afköst
2. Nothæf afköst
3. Vörn gegn yfirhleðslu (4%)
4. Vörn gegn tæmingu (6%)