Android Auto með Car-Net-leiðsögukerfinu Discover Pro.

Android Auto

Android Auto

Með Android Auto frá Google geturðu notað tiltekin öpp í farsímum með Android-stýrikerfi með öruggum hætti í bílnum.1 Í bílum sem styðja We Connect er nú einstaklega þægilegt að nota Android Auto með þráðlausa tengimöguleikanum fyrir leiðsögukerfin Discover Media og Discover Pro, sem og fyrir Ready 2 Discover. Með Google Voice er hægt að stjórna öllu með raddskipunum, til dæmis til að láta spila tónlist í YouTube Music, Pandora eða Spotify. Nú þegar er fjöldi appa í boði. Frekari upplýsingar fást hjá Google.

Svona virkar forritið

--:--

Til viðbótar við forrit frá Google styður Android Auto meðal annars eftirfarandi smáforrit

Spotify, Stitcher, Skype
Spotify, Stitcher, Skype

Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Aðeins í boði með útvarpstækjunum Composition, Composition Colour, Composition Media og Ready 2 Discover eða leiðsögukerfunum Discover Media og Discover Pro. App-Connect nær yfir tæknina Apple CarPlay, Android Auto og MirrorLink. Til þess að trufla ökumanninn sem minnst er aðeins hægt að opna sérstaklega vottuð öpp meðan á akstri stendur. Hvað þetta varðar skal einnig hafa í huga að sum öpp eru ekki í boði fyrir alla þrjá tengimöguleikanna, þjónustuaðilinn kann að gera breytingar á eiginleikunum eða hætta að bjóða upp á þá meðan á samningstímanum stendur og að framboðið á þessari tækni getur verið mismunandi eftir löndum. Nálgast má upplýsingar um samhæfa snjallsíma fyrir Apple CarPlay á https://support.apple.com/en-is/HT205634, fyrir Android Auto á https://www.android.com/intl/is_is/auto/ og fyrir MirrorLink á https://mirrorlink.com/. Apple CarPlay er vörumerki í eigu Apple Inc. Android Auto er vörumerki í eigu Google LLC. MirrorLink er skráð vörumerki Car Connectivity Consortium LCC.
3.

Eyðslu- og útblásturstölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Hinn 1. janúar 2022 kom WLTP-mæliaðferðin alfarið í stað NEDC-mæliaðferðarinnar og liggja því ekki fyrir NEDC-gildi fyrir bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningu síðan þá.

Upplýsingarnar eiga ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi, eða á vefslóðinni www.dat.de/co2.

4.
Til þess að geta keypt Upgrade-eiginleika þarf Volkswagen ID-notandareikning, gildandi We Connect-samning og sannvottun sem aðalnotandi, þ.e. tengingu notandareikningsins við bílinn sem um ræðir. Bíllinn þarf einnig að vera búinn þeim tæknilegu eiginleikum og vélbúnaði sem þarf fyrir viðkomandi Upgrade-eiginleika. Það getur farið eftir árgerð og framleiðsludegi. Aðalnotandi getur séð hvaða Upgrade-eiginleikar eru í boði fyrir viðkomandi bíl í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í We Connect-netversluninni á shop.volkswagen-we.com. Hægt er að greiða fyrir gjaldskyldar vörur í In-Car-netversluninni og í We Connect-netversluninni með þeim greiðslumátum sem þar standa til boða. Volkswagen-samstarfsaðilinn þinn aðstoðar þig einnig gjarnan ef þú ert með spurningar varðandi Upgrade-eiginleika og framboð á þeim. Þegar búið er að kaupa og virkja Upgrade-eiginleika eru þeir bundnir við bílinn, allir ökumenn geta notað þá og ekki er hægt að færa þá yfir á aðra bíla.