Maður og kona liggja makindalega á sófa og horfa á farsíma

Þægindi. Tilbúinn þegar þú ert klár.

Þægindi. Tilbúinn þegar þú ert klár.

Þarftu að fara í vinnuna og það er kalt úti? Þá kemur sér vel ef rafbíllinn bíður eftir þér fullhlaðinn og upphitaður við hleðslustöðina. Þegar þú sest inn í bílinn eru sérsniðnu þægindastillingarnar þínar virkjaðar. Þú þarft aðeins að segja „Halló ID., drive me to work“ til að setja leiðsögukerfið í gang. Auk þess getur ID.-bíllinn þinn verið búinn að setja upp nýjasta hugbúnaðinn um nóttina með uppfærslu í gegnum netið. Sannkölluð samvinna.

Sérstillingar í ID.-bílnum þínum 

ID.-bíllinn þinn heilsar þér persónulega1: Hægt er að vista stillingar fyrir sætisstöðu, spegla, ljósabúnað, loftræstingu og aðstoðarkerfi í ökumannssniðinu þínu og virkja þær þegar þú skráir þig inn í ID.-bílnum með Volkswagen ID-notandareikningnum þínum. Það getur verið svona þægilegt að aka rafbíl. 

Rauður VW ID.4 GTX frá hlið, bílstjórahurðin opin, kona situr í afslappaðri stellingu í bílstjórasætinu
2
2.
ID.4 GTX Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 17,2-15,8; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.
Upplýsinga- og afþreyingarkerfi í VW ID.5 með upplýsingum um uppfærslur á stórum skjá

Uppfærslur í gegnum netið fyrir ID.-bílinn þinn 

Með uppfærslum í gegnum netið sér Volkswagen til þess að hugbúnaði rafbílsins þíns sé haldið í nýjustu útgáfu: Í gegnum farsímanetið er hlaðið niður nýjum hugbúnaðarpakka sem býður upp á endurbætur að því er varðar notkun og þægindi sem og nýja eiginleika - án þess að fara þurfi með bílinn til þjónustuaðila.

Brottfarartímar skipulagðir. 

Með réttum undirbúningi verður notkun rafbílsins enn þægilegri. Þess vegna getur þú notað We Connect ID.-appið til að skilgreina á hvaða brottfarartímum bíllinn á að bíða eftir þér við hleðslustöðina fullhlaðinn og með réttu hitastigi í innanrýminu. Það er meira að segja hægt að skilgreina sérstaka brottfarartíma fyrir mismunandi hleðslustaði og vikudaga. Þannig lagar ID.-bíllinn þinn sig vel að dagskránni hjá þér.

Rauður VW ID.5 GTX stendur fyrir framan nútímalegt hús og er hlaðinn með ID. Charger, maður gengur að bílnum
3
3.
ID.5 GTX Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 17,1-15,6; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.
Rauður VW ID.4 GTX séð frá hlið, fjöll í bakgrunni, í forgrunni stendur kona og horfir á bílinn

Loftræsting í ID.-bílnum þínum

Með We Connect ID.-appinu getur þú látið loftræstinguna í ID.-bílnum sjá til þess að hitastigið í innanrýminu sé þægilegt þegar þú ekur af stað – ýmist rétt fyrir brottför eða sjálfkrafa á venjulegum brottfarartímum. Á sumrin er þannig séð til þess að bíllinn sé vel kældur þegar sest er inn í hann. Og á veturna tekur rafbíllinn þinn hlýlega á móti þér. Þú sleppur líka við að skafa. 

Raddstýring á netinu í ID.-bílnum þínum 

Þegar þú vilt hlusta á tiltekna útvarpsstöð á ferðinni, finna hleðslustöðvar fyrir rafbíla eða velja aðra akstursleið þarftu bara að segja það – því ID.-bíllinn þinn hlustar á þig. Með einfaldri raddstýringu4 getur þú stjórnað fjölmörgum eiginleikum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og bílnum án þess að taka augun af veginum. Og það besta er: Þú þarft ekki að læra neinar raddskipanir utan að. Það nægir að segja „Halló ID.“ og ID.-bíllinn er þá tilbúinn til að taka við skipunum. 

Bílstjóri notar raddstýringu í VW ID.3, horft fram í stjórnrými úr aftursæti
5
5.
ID.3 Pro Performance: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 13,5-12,9; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++. ID.3 Pro S (4 og 5 dyra): Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 13,7-13,1; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.
Innanrými VW ID.5, framsæti, stýri og mælaborð séð úr aftursæti
6,7
6.
ID.5 Pro: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 15,9-14,6; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++. ID.5 Pro Performance: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 15,9-14,6; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.

Upplýsingasímtal í ID.-bílnum þínum 

Ertu á ferðinni og vantar upplýsingar um netþjónustur eða notkun bílsins? Í ID.-bílnum þínum þarftu aðeins að ýta á hnapp til að fá svar. Hnappurinn fyrir upplýsingasímtal1 gefur þér sjálfkrafa samband við þjónustufulltrúa hjá Volkswagen sem veitir upplýsingar og aðstoð á fljótlegan hátt.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Eingöngu fyrir bíla í ID.-línunni sem eru afhentir með hugbúnaði að minnsta kosti í útgáfu 3.0.
4.
Sem stendur er raddstýring á netinu í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, dönsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, ítölsku, hollensku, norsku, pólsku, portúgölsku, sænsku, spænsku og tékknesku.
7.

Eyðslu- og losunartölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Frá 1. september 2017 fer gerðarviðurkenning tiltekinna nýrra bíla þegar fram samkvæmt samhæfðri alþjóðlegri mæliaðferð fyrir fólksbíla og léttar atvinnubifreiðar (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure, WLTP), raunhæfari aðferð til mælingar á eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. Frá og með 1. september 2018 verður WLTP tekin upp í skrefum í stað eldri aðferðafræðinnar NEDC (New European Driving Cycle). Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Sem stendur er enn skylt að birta upplýsingar um NEDC-gildi. Þegar um nýja bíla er að ræða sem hafa fengið gerðarviðurkenningu samkvæmt WLTP eru NEDC-gildin reiknuð út frá WLTP-gildunum. Einnig er hægt að birta upplýsingar um WLTP-gildi að eigin frumkvæði þar til skylt verður að nota þær. Þar sem NEDC-gildi eru gefin upp á bili eiga þau ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs. Þau eru eingöngu ætluð til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO₂-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen, Þýskalandi (www.dat.de/co2). Bílum er skipað í nýtniflokka út frá CO2-losun að teknu tilliti til tómaþyngdar bílsins hverju sinni. Bílar sem eru í samræmi við meðaltal fá flokkunina D. Bílar með betri niðurstöður en sem nemur meðaltali fá flokkunina A+++, A++, A+, A, B eða C. Bílar með verri niðurstöður en sem nemur meðaltali fá flokkunina E, F eða G. Upplýsingarnar sem hér koma fram eiga við um EB-gerðarviðurkenningu valinnar bílgerðar og staðalbúnaðar hennar samkvæmt tilskipun 2007/46/EB. Aukabúnaður sem þú velur við útfærslu á bílnum getur haft í för með sér að útfærslan með völdum búnaði teljist til annarrar viðurkenndrar gerðar en útfærsla án valda aukabúnaðarins. Það getur leitt til þess að upplýsingarnar fyrir sérútfærslu bílsins verði frábrugðnar. Tilgreind CO2-gildi eru samkvæmt mælingum sem fóru fram í tengslum við gerðarviðurkenningu bílsins.