Maður og kona liggja makindalega á sófa og horfa á farsíma

Þægindi. Tilbúinn þegar þú ert klár.

Þægindi. Tilbúinn þegar þú ert klár.

Þarftu að fara í vinnuna og það er kalt úti? Þá kemur sér vel ef rafbíllinn bíður eftir þér fullhlaðinn og upphitaður við hleðslustöðina. Þegar þú sest inn í bílinn eru sérsniðnu þægindastillingarnar þínar virkjaðar. Þú þarft aðeins að segja „Halló ID., drive me to work“ til að setja leiðsögukerfið í gang. Auk þess getur ID.-bíllinn þinn verið búinn að setja upp nýjasta hugbúnaðinn um nóttina með uppfærslu í gegnum netið. Sannkölluð samvinna.

Sérstillingar í ID.-bílnum þínum 

ID.-bíllinn þinn heilsar þér persónulega1: Hægt er að vista stillingar fyrir sætisstöðu, spegla, ljósabúnað, loftræstingu og aðstoðarkerfi í ökumannssniðinu þínu og virkja þær þegar þú skráir þig inn í ID.-bílnum með Volkswagen ID-notandareikningnum þínum. Það getur verið svona þægilegt að aka rafbíl. 

Rauður VW ID.4 GTX frá hlið, bílstjórahurðin opin, kona situr í afslappaðri stellingu í bílstjórasætinu
2
2.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,4-17,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.
Upplýsinga- og afþreyingarkerfi í VW ID.5 með upplýsingum um uppfærslur á stórum skjá
3,4
3.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 18,5-16,1; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.

Uppfærslur í gegnum netið fyrir ID.-bílinn þinn 

Með uppfærslum í gegnum netið sér Volkswagen til þess að hugbúnaði rafbílsins þíns sé haldið í nýjustu útgáfu: Í gegnum farsímanetið er hlaðið niður nýjum hugbúnaðarpakka sem býður upp á endurbætur að því er varðar notkun og þægindi sem og nýja eiginleika - án þess að fara þurfi með bílinn til þjónustuaðila.

Brottfarartímar skipulagðir. 

Með réttum undirbúningi verður notkun rafbílsins enn þægilegri. Þess vegna getur þú notað We Connect ID.-appið til að skilgreina á hvaða brottfarartímum bíllinn á að bíða eftir þér við hleðslustöðina fullhlaðinn og með réttu hitastigi í innanrýminu. Það er meira að segja hægt að skilgreina sérstaka brottfarartíma fyrir mismunandi hleðslustaði og vikudaga. Þannig lagar ID.-bíllinn þinn sig vel að dagskránni hjá þér.

Rauður VW ID.5 GTX stendur fyrir framan nútímalegt hús og er hlaðinn með ID. Charger, maður gengur að bílnum
5
5.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,2-16,9; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.
Rauður VW ID.4 GTX séð frá hlið, fjöll í bakgrunni, í forgrunni stendur kona og horfir á bílinn

Loftræsting í ID.-bílnum þínum

Með We Connect ID.-appinu getur þú látið loftræstinguna í ID.-bílnum sjá til þess að hitastigið í innanrýminu sé þægilegt þegar þú ekur af stað – ýmist rétt fyrir brottför eða sjálfkrafa á venjulegum brottfarartímum. Á sumrin er þannig séð til þess að bíllinn sé vel kældur þegar sest er inn í hann. Og á veturna tekur rafbíllinn þinn hlýlega á móti þér. Þú sleppur líka við að skafa. 

Raddstýring á netinu í ID.-bílnum þínum 

Þegar þú vilt hlusta á tiltekna útvarpsstöð á ferðinni, finna hleðslustöðvar fyrir rafbíla eða velja aðra akstursleið þarftu bara að segja það – því ID.-bíllinn þinn hlustar á þig. Með einfaldri raddstýringu6 getur þú stjórnað fjölmörgum eiginleikum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og bílnum án þess að taka augun af veginum. Og það besta er: Þú þarft ekki að læra neinar raddskipanir utan að. Það nægir að segja „Halló ID.“ og ID.-bíllinn er þá tilbúinn til að taka við skipunum. 

Bílstjóri notar raddstýringu í VW ID.3, horft fram í stjórnrými úr aftursæti
7
7.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,3-15,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílana liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.
Innanrými VW ID.5, framsæti, stýri og mælaborð séð úr aftursæti
3,4
3.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 18,5-16,1; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.

Upplýsingasímtal í ID.-bílnum þínum 

Ertu á ferðinni og vantar upplýsingar um netþjónustur eða notkun bílsins? Í ID.-bílnum þínum þarftu aðeins að ýta á hnapp til að fá svar. Hnappurinn fyrir upplýsingasímtal1 gefur þér sjálfkrafa samband við þjónustufulltrúa hjá Volkswagen sem veitir upplýsingar og aðstoð á fljótlegan hátt.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Eingöngu fyrir bíla í ID.-línunni sem eru afhentir með hugbúnaði að minnsta kosti í útgáfu 3.0.
4.

Eyðslu- og útblásturstölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Hinn 1. janúar 2022 kom WLTP-mæliaðferðin alfarið í stað NEDC-mæliaðferðarinnar og liggja því ekki fyrir NEDC-gildi fyrir bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningu síðan þá.

Upplýsingarnar eiga ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi, eða á vefslóðinni www.dat.de/co2.

6.
Sem stendur er raddstýring á netinu í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, dönsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, ítölsku, hollensku, norsku, pólsku, portúgölsku, sænsku, spænsku og tékknesku.
8.
Til þess að geta notað We Connect- og We Connect Plus-þjónustu fyrir ID.-línuna þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði í We Connect / We Connect Plus. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu. Samningurinn fyrir We Connect fyrir ID.-línuna er ekki takmarkaður við þriggja ára gildistíma. We Connect Plus gildir í þrjú ár fyrst um sinn en að þeim tíma liðnum er hægt að framlengja áskriftina gegn gjaldi. Skrá þarf bílinn á myvolkswagen.net eða með We Connect ID.-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað We Connect Plus-þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Ef skráning fer fram síðar styttist tíminn sem hægt er að nota þjónustuna ókeypis sem því nemur. Sumri netþjónustu í We Connect / We Connect Plus er aðeins hægt að stjórna með We Connect ID.-appinu. Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).Netþjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Það hvaða þjónusta er innifalin í pökkunum We Connect og We Connect Plus getur verið breytilegt eftir löndum. Framboðið fer einnig eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Nálgast má nánari upplýsingar á www.connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Einnig skal kynna sér nýjustu útgáfu almennu viðskiptaskilmálana fyrir stafræna þjónustu fyrir ID.-línuna.