Þægindi. Tilbúinn þegar þú ert klár.
Þægindi. Tilbúinn þegar þú ert klár.
Þarftu að fara í vinnuna og það er kalt úti? Þá kemur sér vel ef rafbíllinn bíður eftir þér fullhlaðinn og upphitaður við hleðslustöðina. Þegar þú sest inn í bílinn eru sérsniðnu þægindastillingarnar þínar virkjaðar. Þú þarft aðeins að segja „Halló ID., drive me to work“ til að setja leiðsögukerfið í gang. Auk þess getur ID.-bíllinn þinn verið búinn að setja upp nýjasta hugbúnaðinn um nóttina með uppfærslu í gegnum netið. Sannkölluð samvinna.
Sérstillingar í ID.-bílnum þínum
ID.-bíllinn þinn heilsar þér persónulega1: Hægt er að vista stillingar fyrir sætisstöðu, spegla, ljósabúnað, loftræstingu og aðstoðarkerfi í ökumannssniðinu þínu og virkja þær þegar þú skráir þig inn í ID.-bílnum með Volkswagen ID-notandareikningnum þínum. Það getur verið svona þægilegt að aka rafbíl.
- 2.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,3-17,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
- 3.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 18,4-16,1; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
Uppfærslur í gegnum netið fyrir ID.-bílinn þinn
Með uppfærslum í gegnum netið sér Volkswagen til þess að hugbúnaði rafbílsins þíns sé haldið í nýjustu útgáfu: Í gegnum farsímanetið er hlaðið niður nýjum hugbúnaðarpakka sem býður upp á endurbætur að því er varðar notkun og þægindi sem og nýja eiginleika - án þess að fara þurfi með bílinn til þjónustuaðila.
Brottfarartímar skipulagðir.
Með réttum undirbúningi verður notkun rafbílsins enn þægilegri. Þess vegna getur þú notað We Connect ID.-appið til að skilgreina á hvaða brottfarartímum bíllinn á að bíða eftir þér við hleðslustöðina fullhlaðinn og með réttu hitastigi í innanrýminu. Það er meira að segja hægt að skilgreina sérstaka brottfarartíma fyrir mismunandi hleðslustaði og vikudaga. Þannig lagar ID.-bíllinn þinn sig vel að dagskránni hjá þér.
- 5.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,2-16,9; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
Loftræsting í ID.-bílnum þínum
Með We Connect ID.-appinu getur þú látið loftræstinguna í ID.-bílnum sjá til þess að hitastigið í innanrýminu sé þægilegt þegar þú ekur af stað – ýmist rétt fyrir brottför eða sjálfkrafa á venjulegum brottfarartímum. Á sumrin er þannig séð til þess að bíllinn sé vel kældur þegar sest er inn í hann. Og á veturna tekur rafbíllinn þinn hlýlega á móti þér. Þú sleppur líka við að skafa.
Raddstýring á netinu í ID.-bílnum þínum
Þegar þú vilt hlusta á tiltekna útvarpsstöð á ferðinni, finna hleðslustöðvar fyrir rafbíla eða velja aðra akstursleið þarftu bara að segja það – því ID.-bíllinn þinn hlustar á þig. Með einfaldri raddstýringu6 getur þú stjórnað fjölmörgum eiginleikum í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og bílnum án þess að taka augun af veginum. Og það besta er: Þú þarft ekki að læra neinar raddskipanir utan að. Það nægir að segja „Halló ID.“ og ID.-bíllinn er þá tilbúinn til að taka við skipunum.
- 7.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,3-15,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílana liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
- 3.
- Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 18,4-16,1; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
Upplýsingasímtal í ID.-bílnum þínum
Ertu á ferðinni og vantar upplýsingar um netþjónustur eða notkun bílsins? Í ID.-bílnum þínum þarftu aðeins að ýta á hnapp til að fá svar. Hnappurinn fyrir upplýsingasímtal1 gefur þér sjálfkrafa samband við þjónustufulltrúa hjá Volkswagen sem veitir upplýsingar og aðstoð á fljótlegan hátt.