Blár VW ID.4 séð frá hlið, tvær manneskjur tala saman, í forgrunni er afturhluti VW ID.3
1,4

Öryggi á ferðinni

2.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 19,3-16,4; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
3.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,3-15,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílana liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.

Öryggi á ferðinni

Sprakk á dekkinu hjá þér? Þegar þú kallar eftir vegaaðstoð5 í ID.-bílnum þínum er hjálpin á leiðinni. Þú ert í góðum höndum, jafnvel þegar rafbíllinn þinn greinir að slys hafi átt sér stað. Öryggi á ferðinni gerist ekki þægilegra.6

Neyðarþjónusta í ID.-bílnum þínum 

Ef ID.-bíllinn þinn greinir að alvarlegt slys hafi átt sér stað er kallað sjálfkrafa eftir hjálp með neyðarkallskerfinu eCall, sem er skyldubúnaður í Evrópusambandinu, auk þess sem allar helstu upplýsingar eru sendar áfram til næsta viðbragðsaðila. Einnig er hægt að nota SOS-hnappinn í bílnum til að senda neyðarkall handvirkt. Þér er þá gefið samband við símaver sem veitir persónulega aðstoð5. Þú getur notað þessa þjónustu jafnvel þótt þú hafir ekki virkjað We Connect. Þannig ertu í góðum höndum þegar slys á sér stað.

Horft neðan frá inn í stjórnrými VW ID.4 með panorama-glerþaki, maður í ökumannssæti notar stjórnborð í þaki
Horft í gegnum hliðarrúðu VW ID.3 á konu sem er að nota farsíma

Vegaaðstoð6 í ID.-bílnum þínum 

Ef bilun kemur upp getur þú hvenær sem er kallað eftir vegaaðstoð5 í ID.-bílnum þínum. Þessi þjónusta er í boði í mörgum Evrópulöndum. Aðeins þarf að ýta á hnapp til að fá sjálfkrafa samband við símaver sem veitir þér ráðgjöf eða sendir Volkswagen-þjónustubíl til þín. Ef þú hefur gengið frá We Connect-samningi eru bifreiðargögn send sjálfkrafa.