Nærmynd af manni sem heldur um farsíma með báðum höndum. Á skjánum sést We Connect ID.-appið
1,3,4

Yfirsýn yfir stöðu ID.-bílsins.
Ítarlegar upplýsingar.

2.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 14,8-14,4; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.

Yfirsýn yfir stöðu ID.-bílsins.
Ítarlegar upplýsingar.

Þegar þú kemur heim veltir þú því fyrir þér hvort rafbíllinn þinn sé nægilega mikið hlaðinn fyrir akstur morgundagsins. Þá kemur sér vel að geta svarað þessari spurningu með því að taka upp farsímann og athuga stöðu rafhlöðunnar, ljósa og hurða á ID.-bílnum þínum. Þegar hitastigið lækkar seint um kvöld minnir appið þig tímanlega á að forhita rafhlöðuna5. Þannig getur þú byrjað daginn áhyggjulaus.

Staða ID.-bílsins þíns 

Með We Connect ID.-appinu getur þú fylgst með hleðslustöðu og drægni rafbílsins þíns. Ertu ekki viss um hvort búið er að loka hurðum og rúðum eða slökkva ljósin á ID.-bílnum þínum? Þú getur líka athugað það með þægilegum hætti í appinu. Þá þarftu ekki að hafa áhyggjur.

Horft aftan á gráan VW ID.5, í forgrunni er kona að nota farsíma
3,4,6
6.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 18,4-16,1; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Drægni: í blönduðum akstri 480-544 km. Upplýsingar um notkun og CO₂-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.
Einstaklingur í bláum jakkafötum gengur að gráum VW ID.3 sem er lagt í stæði

Staðsetning á bílastæði fyrir ID.-bílinn þinn 

Lagðir þú bílnum á stóru bílastæði eða ókunnum stað og manst ekki lengur hvar hann er? Með We Connect sleppur þú við að leita. We Connect ID.-appið geymir síðustu staðsetningu ID.-bílsins í minni og vísar þér veginn þangað ef þess er óskað. Þetta getur sparað þér heilmikla fyrirhöfn.

Upplýsingar um hitastig fyrir ID.-bílinn þinn 

Þegar kalt er í veðri getur það haft áhrif á afköst rafhlöðunnar. We Connect ID.-appið sendir þér ráðleggingu um að forhita5 eða hlaða rafhlöðuna ef veðurspáin eða hleðslustaðan gefa tilefni til. Er þá mælt með því að þú stillir inn brottfarartíma eða hlaðir ID.-bílinn þinn til að koma í veg fyrir að kuldinn minnki drægni hans.

Maður í snævi þöktu landslagi horfir á farsíma