Nærmynd af manni sem heldur um farsíma með báðum höndum. Á skjánum sést We Connect ID.-appið
1,3

Yfirsýn yfir stöðu ID.-bílsins.
Ítarlegar upplýsingar.

2.
ID.4 Pro Performance: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,0-14,8; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++. ID.4 Pro Performance 4MOTION: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 17,2-15,7; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.

Yfirsýn yfir stöðu ID.-bílsins.
Ítarlegar upplýsingar.

Þegar þú kemur heim veltir þú því fyrir þér hvort rafbíllinn þinn sé nægilega mikið hlaðinn fyrir akstur morgundagsins. Þá kemur sér vel að geta svarað þessari spurningu með því að taka upp farsímann og athuga stöðu rafhlöðunnar, ljósa og hurða á ID.-bílnum þínum. Þegar hitastigið lækkar seint um kvöld minnir appið þig tímanlega á að forhita rafhlöðuna4. Þannig getur þú byrjað daginn áhyggjulaus.

Staða ID.-bílsins þíns 

Með We Connect ID.-appinu getur þú fylgst með hleðslustöðu og drægni rafbílsins þíns. Ertu ekki viss um hvort búið er að loka hurðum og rúðum eða slökkva ljósin á ID.-bílnum þínum? Þú getur líka athugað það með þægilegum hætti í appinu. Þá þarftu ekki að hafa áhyggjur.

Horft aftan á gráan VW ID.5, í forgrunni er kona að nota farsíma
Liggjandi kona horfir brosandi á farsíma

Staðsetning á bílastæði fyrir ID.-bílinn þinn 

Lagðir þú bílnum á stóru bílastæði eða ókunnum stað og manst ekki lengur hvar hann er? Með We Connect sleppur þú við að leita. We Connect ID.-appið geymir síðustu staðsetningu ID.-bílsins í minni og vísar þér veginn þangað ef þess er óskað. Þetta getur sparað þér heilmikla fyrirhöfn.

Upplýsingar um hitastig fyrir ID.-bílinn þinn 

Þegar kalt er í veðri getur það haft áhrif á afköst rafhlöðunnar. We Connect ID.-appið sendir þér ráðleggingu um að forhita4 eða hlaða rafhlöðuna ef veðurspáin eða hleðslustaðan gefa tilefni til. Er þá mælt með því að þú stillir inn brottfarartíma eða hlaðir ID.-bílinn þinn til að koma í veg fyrir að kuldinn minnki drægni hans.

Maður í snævi þöktu landslagi horfir á farsíma
Maður stendur við glugga og heldur á farsíma, í bakgrunni stendur blár VW ID.4

Hleðsla með ID.-bílnum þínum 

We Connect ID.-appið breytir farsímanum þínum í fjarstýringu sem þú getur notað til að setja hleðslu í gang og stöðva hana með þægilegum hætti. Auk þess getur þú alltaf fylgst með því hversu mikill hleðslutími er eftir, hversu mikil drægnin er og hversu mikil hleðsla er á rafhlöðunni – jafnvel þótt þú sitjir ekki í bílnum.

Stafræn handbók í ID.-bílnum þínum 

Nú getur þú séð allar helstu upplýsingar um notkun ID.-bílsins þíns á einfaldan hátt í stafrænu handbókinni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Þannig færðu skjót svör við spurningum um eiginleika, netþjónustur og akstursaðstoðarkerfi rafbílsins þegar á þarf að halda. Ekki er nauðsynlegt að virkja We Connect til að byrja að nota þennan eiginleika, en það er hins vegar skilyrði fyrir síðari uppfærslum í gegnum upplýsinga- og afþreyingarkerfið.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi í ID.5, á skjánum sést stafræna handbókin
5
5.
ID.5 Pro: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 15,9-14,6; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++. ID.5 Pro Performance: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 15,9-14,6; CO₂-losun í g/km: í blönduðum akstri 0; nýtniflokkur: A+++.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Til þess að geta notað We Connect- og We Connect Plus-þjónustu fyrir ID.-línuna þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði í We Connect / We Connect Plus. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu. Samningurinn fyrir We Connect fyrir ID.-línuna er ekki takmarkaður við þriggja ára gildistíma. We Connect Plus gildir í þrjú ár fyrst um sinn en að þeim tíma liðnum er hægt að framlengja áskriftina gegn gjaldi. Skrá þarf bílinn á myvolkswagen.net eða með We Connect ID.-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað We Connect Plus-þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Ef skráning fer fram síðar styttist tíminn sem hægt er að nota þjónustuna ókeypis sem því nemur. Sumri netþjónustu í We Connect / We Connect Plus er aðeins hægt að stjórna með We Connect ID.-appinu. Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).Netþjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Það hvaða þjónusta er innifalin í pökkunum We Connect og We Connect Plus getur verið breytilegt eftir löndum. Framboðið fer einnig eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Nálgast má nánari upplýsingar á www.connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Einnig skal kynna sér nýjustu útgáfu almennu viðskiptaskilmálana fyrir stafræna þjónustu fyrir ID.-línuna.
3.

Eyðslu- og losunartölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Frá 1. september 2017 fer gerðarviðurkenning tiltekinna nýrra bíla þegar fram samkvæmt samhæfðri alþjóðlegri mæliaðferð fyrir fólksbíla og léttar atvinnubifreiðar (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure, WLTP), raunhæfari aðferð til mælingar á eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings. Frá og með 1. september 2018 verður WLTP tekin upp í skrefum í stað eldri aðferðafræðinnar NEDC (New European Driving Cycle). Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Sem stendur er enn skylt að birta upplýsingar um NEDC-gildi. Þegar um nýja bíla er að ræða sem hafa fengið gerðarviðurkenningu samkvæmt WLTP eru NEDC-gildin reiknuð út frá WLTP-gildunum. Einnig er hægt að birta upplýsingar um WLTP-gildi að eigin frumkvæði þar til skylt verður að nota þær. Þar sem NEDC-gildi eru gefin upp á bili eiga þau ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs. Þau eru eingöngu ætluð til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO₂-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, 73760 Ostfildern-Scharnhausen, Þýskalandi (www.dat.de/co2). Bílum er skipað í nýtniflokka út frá CO2-losun að teknu tilliti til tómaþyngdar bílsins hverju sinni. Bílar sem eru í samræmi við meðaltal fá flokkunina D. Bílar með betri niðurstöður en sem nemur meðaltali fá flokkunina A+++, A++, A+, A, B eða C. Bílar með verri niðurstöður en sem nemur meðaltali fá flokkunina E, F eða G. Upplýsingarnar sem hér koma fram eiga við um EB-gerðarviðurkenningu valinnar bílgerðar og staðalbúnaðar hennar samkvæmt tilskipun 2007/46/EB. Aukabúnaður sem þú velur við útfærslu á bílnum getur haft í för með sér að útfærslan með völdum búnaði teljist til annarrar viðurkenndrar gerðar en útfærsla án valda aukabúnaðarins. Það getur leitt til þess að upplýsingarnar fyrir sérútfærslu bílsins verði frábrugðnar. Tilgreind CO2-gildi eru samkvæmt mælingum sem fóru fram í tengslum við gerðarviðurkenningu bílsins.

4.
Framboðið fer eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Nálgast má nánari upplýsingar hjá Volkswagen-samstarfsaðila eða hjá notendaþjónustu Volkswagen.