Maður í vetrarúlpu stendur í snævi þöktu landslagi og horfir á farsímann sinn.
1

Virkjun VW Connect eða We Connect fyrir bíla í ID. línunni

Virkjun VW Connect eða We Connect fyrir bíla í ID. línunni

Nýttu þér nytsamlega netþjónustu áður en lagt er af stað, í akstri og eftir að akstri lýkur. Við leiðbeinum þér í gegnum virkjunarferlið.

Leiðin að nettengdum ID. 

Athugaðu að til þess að geta nýtt þér eiginleikana að fullu þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning auk þess sem þú þarft að ganga frá sérstökum samningi við Volkswagen AG um notkun netþjónustunnar.

--:--

Svona virkjar þú og notar VW Connect eða We Connect fyrir ID. 

Í leiðbeiningunum hér á eftir er farið með þig í gegnum virkjunarferlið fyrir nettengingu við ID.-bílinn þinn. 

Sækja leiðbeiningar um virkjun

We Connect ID.-appið
2,3,4,5
2.
Myndir geta verið frábrugðnar
3.
ID.3: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,3-14,9; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Drægni: í blönduðum akstri 435-575 km. Upplýsingar um notkun og CO2-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.

Volkswagen-appið sótt

Náðu þér í tengingu við rafbílinn þinn og nýttu þér fjarstýrðar aðgerðir, yfirlit yfir helstu upplýsingar um bílinn og hleðsluþjónustuna We Charge í farsímanum.

Frá We Connect Start til We Connect og We Connect Plus

Ef ID.-bíllinn þinn er búinn að fá Software 3.0 með uppfærslu í gegnum netið byrjar þú á We Connect Start. Til þess að geta nýtt þér hina fjölmörgu kosti We Connect og We Connect Plus skaltu skrá þig inn sem aðalnotandi í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og virkja síðan viðkomandi pakka í In-Car-netversluninni. 

Horft yfir stjórnrými VW ID.5. Maður situr í farþegasætinu og notar upplýsinga- og afþreyingarkerfið
6
6.
ID.5 Pro: Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 18,0-15,5; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Upplýsingar um notkun og CO2-losun á tilteknu bili eftir því hvaða útbúnaður er valinn fyrir bílinn.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.

Þegar þú kaupir nýjan bíl getur þú notað stafrænar þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess að geta notað þjónustur VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus fyrir ID. línuna þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn með notandanafni og lykilorði. Þegar búið er að stofna Volkswagen ID-notandareikning og tengja hann við bílinn þinn getur þú notað stafrænu þjónustuna – sem fer eftir bíl, landi, hugbúnaði og útbúnaði hverju sinni – þér að kostnaðarlausu meðan á upprunalegum samningstíma stendur. Til þess þarf að gera sérstakan samning fyrir VW Connect / VW Connect Plus eða We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu á slóðinni www.myvolkswagen.net eða í Volkswagen-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Það hversu lengi gjaldfrjálsi samningstíminn varir fer eftir því hvenær þú virkjar stafrænu þjónusturnar. Í síðasta lagi þegar 90 dagar eru liðnir frá því bíllinn var fyrst afhentur byrjar upprunalegi samningstíminn sem boðið er upp á ókeypis að styttast. Hægt er að sjá nákvæmar upplýsingar um gildistíma samningsins fyrir bílinn þinn á myVolkswagen á slóðinni www.myvolkswagen.net.

Sumum netþjónustum í We Connect / We Connect Plus eða VW Connect / VW Connect Plus er aðeins hægt að stjórna með Volkswagen-appinu. Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).  

Netþjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónustur eru innifaldar í pökkunum We Connect og We Connect Plus eða VW Connect og VW Connect Plus. Framboðið fer einnig eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Einnig skal kynna sér nýjustu útgáfu almennu viðskiptaskilmálana fyrir stafræna þjónustu fyrir ID. línuna.

4.
Gildi voru mæld samkvæmt samhæfðri alþjóðlegri mæliaðferð fyrir fólksbíla og léttar atvinnubifreiðar (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure, WLTP). Tilgreind drægni fyrir mismunandi útfærslur sömu bílgerðar er fundin með mælingum á vegkefli.Raunveruleg drægni getur m.a. verið mismunandi eftir aksturslagi, hraða, notkun þæginda-/aukabúnaðar, útihita, farþegafjölda/farmi, staðháttum hverju sinni og öldrun og sliti á rafhlöðunni.
5.

Eyðslu- og útblásturstölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Hinn 1. janúar 2022 kom WLTP-mæliaðferðin alfarið í stað NEDC-mæliaðferðarinnar og liggja því ekki fyrir NEDC-gildi fyrir bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningu síðan þá.

Upplýsingarnar eiga ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi, eða á vefslóðinni www.dat.de/co2.