Nettengdu ID.-bílinn þinn með We Connect Start
1

We Connect Start
Tengir þig við netið, aðstoðar þig og gerir aksturinn afslappaðri

2.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,3-15,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílana liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC.

Snjöll tenging við Volkswagen ID.-bílinn þinn

Ekurðu bíl úr ID.-línunni? Þá er bíllinn þinn ekki aðeins rafknúinn, heldur getur hann líka verið nettengdur: Með netþjónustu We Connect Start fyrir ID.-bíla með ID. Software í lægri útgáfu en 3.0 getur þú náð í stafræn aðstoðarkerfi fyrir bílinn sem veita síuppfærðar upplýsingar um hleðslu eða umferðarskilyrði og gera þér kleift að fjarstýra tilteknum aðgerðum með We Connect ID.-appinu.

Frá og með ID. Software 3.0 bætir þú við tengimöguleikana með því sem We Connect býður upp á fyrir ID.-bílinn þinn. Með samhæfisskoðunOpna ytri hlekk getur þú séð hvaða netþjónustur ID.-bíllinn þinn styður.

Kostirnir í fljótu bragði:

  • Tenging við netið
  • Aðgangur að fjölmörgum eiginleikum bílsins í gegnum We Connect ID.-appið
  • Ókeypis fyrstu þrjú árin

Tilbúinn þegar þú ert klár

Viltu sjá hversu mikið drægi er eftir á rafhlöðu ID.-bílsins? Með We Connect ID. App í farsímanum hefur þú alltaf góða yfirsýn yfir hleðslu og drægi rafhlöðunnar þegar ID.-bíllinn er nettengdur og getur séð hvort hleðslusnúran er tengd. Ef svo er getur þú sett hleðsluna í gang eða stöðvað hana án þess að standa upp úr sófanum. Það eina sem þú þarft að gera er að færa inn í appinu hvenær þú leggur af stað í vinnuna og þá bíður ID.-bíllinn þinn eftir þér fullhlaðinn á hverjum morgni.  

Tengimöguleikar

Góð tenging með We Connect ID. App

Tengimöguleikar

Góð tenging með We Connect ID. App

We Connect ID., appið fyrir ID.-bílinn þinn
4,5,6,7
4.
Myndir geta verið frábrugðnar
5.
Raforkunotkun í kWh/100 km: í blönduðum akstri 16,3-15,2; CO2-losun í g/km: í blönduðum akstri 0. Fyrir bílinn liggja eingöngu fyrir notkunar- og útblásturstölur samkvæmt WLTP, en ekki samkvæmt NEDC. Drægni: í blönduðum akstri 402-560 km.

Hladdu niður þægindauppfærslunni fyrir ID.-línuna: We Connect ID. App tengir þig við Volkswagen ID.-bílinn þinn og allt sem skiptir þig máli. Það breytir snjallsímanum þínum í fjarstýringu fyrir tilteknar aðgerðir í bílnum. Þannig geturðu alltaf fylgst með ID.-bílnum þínum – líka þegar þú situr ekki í honum.

Nýttu þér heilan heim netþjónustu með We Connect fyrir ID.-bílinn þinn 

Frá og með ID. Software 3.0 bætir We Connect fyrir ID.-bílinn þinn við snjöllum hjálpartækjum sem tengja þig við bílinn og bjóða upp á margs konar nytsamlegar upplýsingar.

We Connect fyrir ID.-bílinn þinn

Með margs konar netþjónustum býður ID.-bíllinn þinn upp á sömu
þægindi og á snjalltæknivæddu heimili. Hér sérðu hvaða þjónustu þú getur
notað í bílnum frá og með ID. Software 3.0. 

ID. Software 3.0

Hugbúnaðaruppfærslur halda ID.-bílnum þínum síuppfærðum og gera
þér kleift að nýta þér nýjustu þjónusturnar. Meðal annars aukalega
netþjónustu We Connect fyrir ID.-bílinn þinn sem stendur þér til boða frá og
með ID. Software 3.0. 

Þú þarft aðeins að skrá þig og þá geturðu byrjað

Hér sýnum við þér hvernig þú virkjar We Connect Start í örfáum skrefum og notar stafrænu þjónustuna okkar í bílnum og snjallsímanum.

--:--

Einnig er hægt að sækja virkjunarleiðbeiningarnar sem PDF-skjal.

Hafðu samband við okkur

Hafðu samband við okkur

Kontakt

Ertu með spurningar, hugmyndir eða svörun? Þú mátt gjarnan hringja í okkur.

Þú nærð í okkur í símanúmerið 800 - 4158 (gjaldfrjálst á öllum íslenskum Netum). Það er hægt að ná í okkur allan sólarhringinn. Ef símafyrirtækið þitt styður ekki þetta gjaldfrjálsa númer skaltu hringja í  síma: 539 - 0670. Kostnaður fer eftir gjaldskrá símafélagsins hverju sinni. Þegar hringt er erlendis frá geta reikigjöld átt við.

Þú mátt einnig gjarnan senda okkur tölvupóst á netfangið:
weconnect-support@volkswagen.deOpna póst hlekk

Þú gætir líka haft áhuga á þessu

Fyrirvari frá Volkswagen

1.
Til þess að geta notað We Connect Start-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn í We Connect Start með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan We Connect Start-samning við Volkswagen AG á netinu. Skrá þarf bílinn með We Connect ID. App (sem hægt er að sækja í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað We Connect Start-þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustu We Connect Start. Volkswagen AG stendur straum af tilheyrandi gagnakostnaði sem fellur til innan þjónustusvæðis í Evrópu; þjónusturnar „Netútvarp“ og „Wi-Fi-aðgangsstaður“ eru þó undanskildar. Hægt er að nota þjónusturnar „Netútvarp“ og „Wi-Fi-aðgangsstaður“ með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld). Til þess að nota ókeypis forritið We Connect ID. App þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Framboð á einstaka þjónustu sem lýst er í pökkunum getur verið mismunandi eftir bílnum, útbúnaði hans og landi hverju sinni. Þjónustan er í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kann að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á www.connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.
3.
Skilyrði fyrir raddstýringu er að tveggja eða þriggja svæða loftkæling sé fyrir hendi. Sem stendur er raddstýring á netinu í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, ítölsku, hollensku, pólsku, portúgölsku, sænsku, spænsku og tékknesku.
6.
Gildi voru mæld samkvæmt samhæfðri alþjóðlegri mæliaðferð fyrir fólksbíla og léttar atvinnubifreiðar (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure, WLTP). Tilgreind drægni fyrir mismunandi útfærslur sömu bílgerðar er fundin með mælingum á vegkefli. Raunveruleg drægni getur verið mismunandi eftir aksturslagi, hraða, notkun þæginda-/aukabúnaðar, útihita, farþegafjölda/farmi og staðháttum hverju sinni.
7.

Eyðslu- og útblásturstölurnar sem hér koma fram voru mældar með lögboðnum mæliaðferðum. Hinn 1. janúar 2022 kom WLTP-mæliaðferðin alfarið í stað NEDC-mæliaðferðarinnar og liggja því ekki fyrir NEDC-gildi fyrir bíla sem hafa hlotið gerðarviðurkenningu síðan þá.

Upplýsingarnar eiga ekki við um tiltekinn bíl og eru ekki hluti framboðs, heldur eru þær eingöngu til samanburðar á mismunandi gerðum bíla. Aukabúnaður og fylgibúnaður (tengibúnaður, dekk o.s.frv.) geta breytt viðeigandi kennistærðum bílsins, t.d. þyngd, núningsviðnámi hjólbarða og loftmótstöðu, og kunna ásamt veður- og umferðarskilyrðum og aksturslagi að hafa áhrif á eldsneytisnotkun, orkunotkun, losun koltvísýrings og akstursgetu bílsins. Sökum raunhæfari skilyrða við mælingu er mæld eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings samkvæmt WLTP í mörgum tilvikum hærri en þegar notast er við NEDC-aðferðafræðina. Þetta getur leitt til samsvarandi breytinga á bifreiðaskatti frá og með 1. september 2018. Frekari upplýsingar um muninn á WLTP og NEDC er að finna á https://www.volkswagen.is/is/fyrir-eigendur/gagnlegar-upplysingar/wltp.html.

Nánari upplýsingar um tilgreinda eldsneytisnotkun og tilgreinda sértæka koltvísýringslosun nýrra fólksbíla er að finna í „Leitfaden über den Kraftstoffverbrauch, die CO2-Emissionen und den Stromverbrauch neuer Personenkraftwagen“ (leiðarvísi um eldsneytisnotkun, koltvísýringslosun og rafmagnsnotkun nýrra fólksbíla) sem fæst ókeypis á öllum sölustöðum og hjá DAT Deutsche Automobil Treuhand GmbH, Hellmuth-Hirth-Str. 1, D-73760 Ostfildern, Þýskalandi, eða á vefslóðinni www.dat.de/co2.

9.
Til þess að geta notað We Connect- og We Connect Plus-þjónustu fyrir ID.-línuna þarftu að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá þig inn með notandanafni og lykilorði í We Connect / We Connect Plus. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect / We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu. Samningurinn fyrir We Connect fyrir ID.-línuna er ekki takmarkaður við þriggja ára gildistíma. We Connect Plus gildir í þrjú ár fyrst um sinn en að þeim tíma liðnum er hægt að framlengja áskriftina gegn gjaldi. Skrá þarf bílinn á myvolkswagen.net eða með We Connect ID.-appinu (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store) innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað We Connect Plus-þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Ef skráning fer fram síðar styttist tíminn sem hægt er að nota þjónustuna ókeypis sem því nemur. Sumri netþjónustu í We Connect / We Connect Plus er aðeins hægt að stjórna með We Connect ID.-appinu. Til þess að geta notað ókeypis appið þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).Netþjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum meðan á honum stendur. Það hvaða þjónusta er innifalin í pökkunum We Connect og We Connect Plus getur verið breytilegt eftir löndum. Framboðið fer einnig eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Nálgast má nánari upplýsingar á www.connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Einnig skal kynna sér nýjustu útgáfu almennu viðskiptaskilmálana fyrir stafræna þjónustu fyrir ID.-línuna.