We Connect þjónusta - Entertainment
1

Afþreying.
Afþreying á ferðalaginu

Afþreying.
Afþreying á ferðalaginu

Það getur orðið leiðigjarnt að aka í fríið, ekki satt? Notaðu þér möguleikann á öllum streymandi miðlum, netútvarpinu og afþreyingarþjónustunni. Börnin þín geta með hjálp Wi-Fi-aðgangsstaðarins vafrað um allt að 8 tæki, þannig að tryggt er að þau geti horft á uppáhalds efnið sitt. Hljómar það ekki vel?

Straumspilun á miðlum

Nú er einnig hægt að nota streymisþjónusturnar Apple Music og Tidal á einfaldan og þægilegan hátt í upplýsinga- og afþreyingarkerfi Volkswagen-bílsins*. Skráðu þig einfaldlega inn með aðgangsupplýsingunum þínum til þess að njóta fyrsta flokks afþreyingar í akstri.

* Til þess að nota þjónustuna þarf aukið gagnamagn. Hægt er að kaupa gagnapakka hjá símaþjónustufyrirtæki eða nota eigin gagnatengingu (með því að para snjallsíma).

We Connect - Straumspilun tónlistar beint í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu.
We Connect -  Ótakmörkuð afþreying í útvarpinu við stýrið.

Netútvarp

Nýttu þér alla kosti netútvarps í Volkswagen-bílnum þínum. Með þjónustunni „Netútvarp“* er leikur einn að finna og spila netútvarpsstöðvar og hlaðvarpsþætti. 

* Krefst gagnapakka (frá símþjónustufyrirtæki eða með pörun við snjallsíma notanda).

Wi-Fi-aðgangsstaður

Innbyggður Wi-Fi-aðgangsstaður* sér þér og farþegum þínum fyrir stöðugri nettengingu og hægt er að nettengja allt að átta tæki í einu. Hægt er að kaupa gagnapakka í gegnum upplýsinga- og afþreyingarkerfið og hafa þannig fulla stjórn á gagnanotkuninni.

* Krefst gagnapakka (frá símþjónustufyrirtæki eða með pörun við snjallsíma notanda).

We Connect - Wi-Fi fyri þig og alla í bílnum.

Svona notar þú Streaming & Internet beint í Volkswagen-bílnum þínum.

--:--

 Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

We Connect. Svona gerir þú Volkswagen-bílinn þinn nettengdan.

Upplifðu öryggi. Með netþjónustu We Connect.

Ertu með spurningar? Hér færðu skjót svör eða persónulega ráðgjöf í tengslum við stafrænar þjónustur okkar.

Fyrirvari frá Volkswagen

1.

Til þess að geta notað We Connect-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn í We Connect með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect eða We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu á slóðinni www.myvolkswagen.net eða í appinu Volkswagen We Connect“ (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Fyrir We Connect Plus þarf að skrá bílinn á www.myvolkswagen.net eða með appinu Volkswagen We Connect innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustur We Connect. Volkswagen AG stendur straum af tilheyrandi gagnakostnaði sem fellur til innan þjónustusvæðis í Evrópu, að undanskilinni „Streaming & Internet“-þjónustunni og tilteknum In-Car-öppum. Til þess að nota „Streaming & Internet“-þjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp og streymi með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).

Til þess að geta notað ókeypis appið Volkswagen We Connect þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.  

Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónusta er innifalin í pökkunum We Connect og We Connect Plus. Framboðið fer jafnframt eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Þjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum eða vera teknar úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.