We Connect Dienste Komfort - Eins og sérsniðin að þér
1

Þægindi.
Eins og sérsniðið fyrir þig.

Þægindi.
Eins og sérsniðið fyrir þig.

Þarftu að nota bílinn, en betri helmingurinn er með lykilinn? Fáðu þá lykilinn einfaldlega sendan í snjallsímann. Sérstillingarnar þínar eru virkjaðar á augabragði. Láttu þér líða eins og þú sért heima hjá þér – líka á leiðinni í vinnuna: Segðu einfaldlega „Sýndu mér leiðina í vinnuna“ og Volkswagen-bílinn þinn setur leiðsögukerfið í gang. Því hann skilur þig betur en nokkru sinni fyrr. Sannkölluð samvinna.

Netstjórnun aukamiðstöðvar

Þú getur hitað ökutækið upp fyrir ferð á köldum dögum, á meðan þú borðar morgunverð. Með netstjórnun aukamiðstöðvar getur þú einnig skilgreint brottfarartíma gegnum We Connect Appið, þannig að þú finnir alltaf upphitað og snjólaust ökutæki.

* Einungis mögulegt með valkvæðri netstjórnun aukamiðstöðvar.

We Connect - Að hita bílinn upp fyrir ferð með snjallsímanum.
We Connect - Snjallsíminn þinn verður að bíllyklinum!

Stafrænn lykill

Nú þarftu aldrei framar að leita að bíllyklinum – með því að nota farsímann sem stafrænan lykil* geturðu opnað Volkswagen-bílinn þinn og sett hann í gang á augabragði. Hægt er að senda stafræna lykla til vina og vandamanna þannig að þeir geti notað bílinn á einfaldan hátt. Fyrstu fimm stafrænu lyklarnir eru ókeypis en hægt er að kaupa fleiri stafræna lykla beint í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í We Connect-netversluninniOpna ytri hlekk.

* Aðeins í boði með valfrjálsa leiðsögukerfinu Discover Pro (fyrir Passat, Arteon og Golf) eða Discover Media (aðeins Golf) og We Connect-appinu. Til að byrja með munu fimm ókeypis lyklar vera í boði fyrir Passat og Arteon og fimm lyklar verða í boði fyrir Golf þegar greitt hefur verið fyrir eiginleikann. Hægt er að sækja stafrænu lyklana innan fjögurra ára frá því gengið er frá We Connect-samningi. Til þess að hægt sé að framsenda stafrænan lykil þarf fyrst að sannvotta sendanda lykilsins með Volkswagen Ident-auðkenningarferlinu. Þegar stafrænn lykill hefur verið settur upp í samhæfum farsímaOpna ytri hlekk gildir hann í eitt ár í þeim tiltekna síma.

Sérstillingar

Volkswagen-ökutækið þekkir þig – og um leið og þú hefur stofnað reikning hjá Volkswagen og skráir þig inn í ökutækið í fyrsta sinn, opnar ökutækið sjálfkrafa fyrir sérstillingar þínar á ýmsum kerfum, þar á meðal sætunum, lýsingunni, loftkælingunni, upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, leiðsagnarkerfinu og akstursaðstoðinni, allt eftir búnaðarútfærslu ökutækisins. Hámarksþægindi þegar skipt er um ökutæki og þegar margir nota ökutækið.

We Connect - Þú getur einfaldlega tekið með þér sérstillingar þínar
We Connect - Raddstýring á netinu

Raddstýring á Netinu

Með því að uppfæra í valfrjálsa raddstýringu* í gegnum netið er hægt að stjórna bílnum á enn betri hátt með raddskipunum. Veldu uppáhaldstónlistina þína á netinu, finndu uppáhaldsútvarpsstöðina þína og færðu inn áfangastaði í leiðsögukerfinu með einfaldri og aðgengilegri raddstýringu. Í nýja Golf getur þú auk þess lesið inn og látið lesa upp fyrir þig tölvupóst eða stjórnað In-Car-öppum án þess að taka augun af veginum.

* Sem stendur er raddstýring (á netinu) í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, spænsku, tékknesku og ítölsku. 

Áætlun fyrir þjónustuskoðanir

Svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir máli í daglega lífinu getur Volkswagen-bíllinn þinn séð um að bóka þjónustuskoðanir fyrir þig. Um leið og kominn er tími á skoðun eða smurningu miðlar bíllinn öllum helstu upplýsingum til valins þjónustuaðila sem hefur þá samband við þig og stingur upp á tíma, að því gefnu að óskað sé eftir því og bíllinn sé tengdur við internetið.* Hægt er að finna og velja Volkswagen-þjónustuaðila með einföldum hætti á viðskiptavinasvæði myVolkswagenOpna ytri hlekk eða í We Connect-appinu. Þar sem bíllinn sendir upplýsingar getur verkstæðið meira að segja metið hversu mikinn tíma þjónustuskoðunin á líklega eftir að taka. Þannig þarftu nánast ekkert að leiða hugann að því hvenær þjónusta þarf bílinn.

* Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga er að finna í yfirlýsingunni um gagnavernd á eftirfarandi vefslóð:  www.myvolkswagen.net/weconnect-legal-mod123Opna ytri hlekk

We Connect – þjónustuskoðun bókuð á einfaldan hátt

 Þú gætir einnig haft áhuga á þessu

We Connect. Svona gerir þú Volkswagen-bílinn þinn nettengdan.

Stöðug skemmtun. Með netþjónustu We Connect.

Ertu með spurningar? Hér færðu skjót svör eða persónulega ráðgjöf í tengslum við stafrænar þjónustur okkar.

Fyrirvari frá Volkswagen

1.

Til þess að geta notað We Connect-þjónustu þarf að vera með Volkswagen ID-notandareikning og skrá sig inn í We Connect með notandanafni og lykilorði. Auk þess þarf að gera sérstakan samning fyrir We Connect eða We Connect Plus við Volkswagen AG á netinu á slóðinni www.myvolkswagen.net eða í appinu Volkswagen We Connect“ (sem er fáanlegt í App Store og Google Play Store). Fyrir We Connect Plus þarf að skrá bílinn á www.myvolkswagen.net eða með appinu Volkswagen We Connect innan 90 daga frá afhendingu bílsins til þess að geta notað þjónustuna ókeypis allan umsamda gildistímann. Innbyggð internettenging gerir kleift að nota netþjónustur We Connect. Volkswagen AG stendur straum af tilheyrandi gagnakostnaði sem fellur til innan þjónustusvæðis í Evrópu, að undanskilinni „Streaming & Internet“-þjónustunni og tilteknum In-Car-öppum. Til þess að nota „Streaming & Internet“-þjónustuna, tiltekin In-Car-öpp og Wi-Fi-aðgangsstaðinn er hægt að kaupa gagnapakka hjá farsímafyrirtækinu Cubic Telecom og nota þá innan þjónustusvæðis í fjölmörgum Evrópulöndum. Gagnamagnið í þessum pökkum stendur öllum notendum og farþegum í bílnum til boða. Upplýsingar um skilmála, verð og lönd þar sem þjónustan er í boði er að finna á vw.cubictelecom.com. Einnig er hægt að nota netútvarp og streymi með fartæki (t.d. farsíma) sem býður upp á Wi-Fi-aðgangsstað. Í þessu tilviki er viðkomandi þjónusta aðeins í boði með farsímaáskrift notanda hjá símafyrirtæki og innan þjónustusvæðis farsímakerfisins. Viðbótarkostnaður kann að hljótast af gagnaflutningi í gegnum internetið, allt eftir gjaldskrá viðkomandi farsímafyrirtækis og sérstaklega við notkun erlendis (t.d. reikigjöld).

Til þess að geta notað ókeypis appið Volkswagen We Connect þarf farsíma með viðeigandi iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-kort með gagnaáskrift notanda hjá símafyrirtæki.  

Það getur verið breytilegt eftir löndum hvaða þjónusta er innifalin í pökkunum We Connect og We Connect Plus. Framboðið fer jafnframt eftir gerð bílsins, útbúnaði hans og því hvaða hugbúnaðarútgáfa er uppsett. Þetta á einnig við um þjónustu þriðju aðila. Þjónusturnar eru í boði í umsaminn samningstíma hverju sinni og kunna að taka efnislegum breytingum eða vera teknar úr umferð meðan á honum stendur. Nálgast má nánari upplýsingar á connect.volkswagen-we.com og hjá samstarfsaðilum Volkswagen. Upplýsingar um verðskrár fyrir farsímanotkun fást hjá farsímafyrirtækinu.