Þægindi.
Eins og sérsniðið fyrir þig.
Þægindi.
Eins og sérsniðið fyrir þig.
Þarftu að nota bílinn, en betri helmingurinn er með lykilinn? Fáðu þá lykilinn einfaldlega sendan í snjallsímann. Sérstillingarnar þínar eru virkjaðar á augabragði. Láttu þér líða eins og þú sért heima hjá þér – líka á leiðinni í vinnuna: Segðu einfaldlega „Sýndu mér leiðina í vinnuna“ og Volkswagen-bílinn þinn setur leiðsögukerfið í gang. Því hann skilur þig betur en nokkru sinni fyrr. Sannkölluð samvinna.
Netstjórnun aukamiðstöðvar
Þú getur hitað ökutækið upp fyrir ferð á köldum dögum, á meðan þú borðar morgunverð. Með netstjórnun aukamiðstöðvar getur þú einnig skilgreint brottfarartíma gegnum We Connect Appið, þannig að þú finnir alltaf upphitað og snjólaust ökutæki.
* Einungis mögulegt með valkvæðri netstjórnun aukamiðstöðvar.
Stafrænn lykill
Nú þarftu aldrei framar að leita að bíllyklinum – með því að nota farsímann sem stafrænan lykil* geturðu opnað Volkswagen-bílinn þinn og sett hann í gang á augabragði. Hægt er að senda stafræna lykla til vina og vandamanna þannig að þeir geti notað bílinn á einfaldan hátt. Fyrstu fimm stafrænu lyklarnir eru ókeypis en hægt er að kaupa fleiri stafræna lykla beint í In-Car-netversluninni í upplýsinga- og afþreyingarkerfinu eða í We Connect-netversluninni.
* Aðeins í boði með valfrjálsa leiðsögukerfinu Discover Pro (fyrir Passat, Arteon og Golf) eða Discover Media (aðeins Golf) og We Connect-appinu. Til að byrja með munu fimm ókeypis lyklar vera í boði fyrir Passat og Arteon og fimm lyklar verða í boði fyrir Golf þegar greitt hefur verið fyrir eiginleikann. Hægt er að sækja stafrænu lyklana innan fjögurra ára frá því gengið er frá We Connect-samningi. Til þess að hægt sé að framsenda stafrænan lykil þarf fyrst að sannvotta sendanda lykilsins með Volkswagen Ident-auðkenningarferlinu. Þegar stafrænn lykill hefur verið settur upp í samhæfum farsíma gildir hann í eitt ár í þeim tiltekna síma.
Sérstillingar
Volkswagen-ökutækið þekkir þig – og um leið og þú hefur stofnað reikning hjá Volkswagen og skráir þig inn í ökutækið í fyrsta sinn, opnar ökutækið sjálfkrafa fyrir sérstillingar þínar á ýmsum kerfum, þar á meðal sætunum, lýsingunni, loftkælingunni, upplýsinga- og afþreyingarkerfinu, leiðsagnarkerfinu og akstursaðstoðinni, allt eftir búnaðarútfærslu ökutækisins. Hámarksþægindi þegar skipt er um ökutæki og þegar margir nota ökutækið.
Raddstýring á Netinu
Með því að uppfæra í valfrjálsa raddstýringu* í gegnum netið er hægt að stjórna bílnum á enn betri hátt með raddskipunum. Veldu uppáhaldstónlistina þína á netinu, finndu uppáhaldsútvarpsstöðina þína og færðu inn áfangastaði í leiðsögukerfinu með einfaldri og aðgengilegri raddstýringu. Í nýja Golf getur þú auk þess lesið inn og látið lesa upp fyrir þig tölvupóst eða stjórnað In-Car-öppum án þess að taka augun af veginum.
* Sem stendur er raddstýring (á netinu) í boði fyrir eftirfarandi tungumál: þýsku, ensku (breska og bandaríska), frönsku, spænsku, tékknesku og ítölsku.
Áætlun fyrir þjónustuskoðanir
Svo þú getir einbeitt þér að því sem skiptir máli í daglega lífinu getur Volkswagen-bíllinn þinn séð um að bóka þjónustuskoðanir fyrir þig. Um leið og kominn er tími á skoðun eða smurningu miðlar bíllinn öllum helstu upplýsingum til valins þjónustuaðila sem hefur þá samband við þig og stingur upp á tíma, að því gefnu að óskað sé eftir því og bíllinn sé tengdur við internetið.* Hægt er að finna og velja Volkswagen-þjónustuaðila með einföldum hætti á viðskiptavinasvæði myVolkswagen eða í We Connect-appinu. Þar sem bíllinn sendir upplýsingar getur verkstæðið meira að segja metið hversu mikinn tíma þjónustuskoðunin á líklega eftir að taka. Þannig þarftu nánast ekkert að leiða hugann að því hvenær þjónusta þarf bílinn.
* Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga er að finna í yfirlýsingunni um gagnavernd á eftirfarandi vefslóð: www.myvolkswagen.net/weconnect-legal-mod123