Öryggi.
Hröð hjálp skv. beiðni
Öryggi.
Hröð hjálp skv. beiðni
Ef þú ferð út af veginum og lendir í óhappi? Það er hægt að redda því. Í stað þess að pirrast ræsir þú slysatilkynninguna og færð aðstoð. Einnig ef ökutækið lendir í slysi, ert þú í góðum höndum. Því að ökutækið kallar sjálfkrafa á hjálp í rauntíma. Það er hugsað um þig eins vel og kostur er og alveg þangað til hjálp berst á staðinn. Þú finnur fyrir örygginu.
Neyðarþjónusta
Með þjónustunni „Neyðarþjónusta“ færðu aðstoð í neyðartilvikum. Þegar alvarleg slys eiga sér stað, til dæmis þar sem loftpúði blæs út, er kallað sjálfkrafa á hjálp. Ef Volkswagen-bíllinn greinir að slys hafi átt sér stað kemur þjónustan á sambandi við neyðarlínu Volkswagen og miðlar mikilvægum upplýsingum til viðbragðsaðila. Einnig er hægt að kalla eftir hjálp handvirkt með því að ýta á hnapp.
Vegaaðstoð
Ef bíllinn bilar erum við komin á staðinn í einum grænum. Hægt er að kalla eftir vegaaðstoð með því að ýta á hnapp í bílnum og eru upplýsingar um staðsetningu og bílinn þá sendar til neyðarþjónustu Volkswagen. Starfsmaður hjálpar þér þá að finna hvað olli biluninni eða getur sent til þín þjónustubíl ef ekki tekst að leysa úr vandamálinu strax.
Netþjófavarnarkerfi
Þú getur andað rólega, því Volkswagen-bíllinn þinn getur passað upp á sig sjálfur. Ef reynt er að brjótast inn í bílinn færð þú tilkynningu um það frá We Connect Appinu gegnum snjallsíma eða tölvupóst.*
* Aðeins í boði með valkvæðu netþjófavarnarkerfi.