Volkswagen AG Útgáfuupplýsingar og lagalegir textar
Hér er að finna upplýsingar um Volkswagen AG sem er ábyrgðaraðili vegna neðangreinds efnis á þessari vefsíðu.
Útgáfuupplýsingar
Customer Interaction Center (CIC)
Customer Interaction Center (CIC) ber ábyrgð á sviðinu „Hjálparefni fyrir öpp og stafræna þjónustu“. Þú getur snúið þér til CIC til þess að fá aðstoð með stafræna þjónustu eða öpp frá okkur.
Ef bíllinn styður Car2X-tæknina og eiginleikinn er virkjaður getur bíllinn skipst á mikilvægum umferðarupplýsingum, t.d. um slys eða umferðarteppur, við aðra vegfarendur og innviði sem styðja einnig Car2X-tæknina.
Fyrir rannsóknir, þróun og til að tryggja öryggi sjálfvirkra aðgerða í akstri þarf að hafa aðgang að miklu magni gagna sem endurspegla sem fjölbreyttastar umferðaraðstæður í raunverulegum akstri. Ef bíllinn styður þennan eiginleika er hægt að kveikja og slökkva á upphleðslu gagna beint með sleðanum „Þróun sjálfvirks aksturs“ í persónuverndarstillingunum.
Yfirlýsing um gagnavernd vegna notkunar á Customer Interaction Center (CIC)
A. Ábyrgðaraðili
Þakka þér fyrir að nota Customer Interaction Center (CIC). Ábyrgur aðili vegna CIC og ábyrgðaraðili vegna vinnslu persónuupplýsinganna sem hér er lýst er Volkswagen AG, Berliner Ring 2, 38440 Wolfsburg, Þýskalandi, vw@volkswagen.de, skráð í fyrirtækjaskrá í Braunschweig undir númerinu HRB 100484 („Volkswagen AG“). Hér er að finna upplýsingar um hvernig persónuupplýsingum þínum er safnað, unnið er úr þeim og þær notaðar í tengslum við notkun CIC-þjónustunnar.
B. Vinnsla persónuupplýsinga einstaklinga við notkun CIC
I. Vinnsla við notkun á vefsvæðinu „Hjálparefni fyrir öpp og stafræna þjónustu“
Þegar þú notar vefsvæði okkar vinnum við úr eftirfarandi skráningargögnum frá þér sem ekki er hægt að rekja til þín: auðkenni vafraköku sem ekki er hægt að rekja til IP-tölu þinnar, stýrikerfinu sem þú notar, vafranum sem þú notar og skjáupplausninni sem þú ert með stillt á, dagsetningu og tíma heimsóknar, síðum sem þú hefur skoðað á vefsvæði okkar, vefsvæðinu sem þú komst til okkar frá sem og IP-tölu tækisins sem þú notaðir til að fara á vefsvæðið. Unnið er úr þessum upplýsingum samkvæmt f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar af því að geta birt þér vefsvæðið á réttan hátt. Upplýsingunum er eytt að 30 dögum liðnum.
Við hýsingu vefsvæðisins njótum við aðstoðar Amazon Web Services, Inc. („AWS“) 410 Terry Ave. North, Seattle, WA 98109, Bandaríkjunum sem vinnsluaðila. Hjá AWS eru upplýsingarnar dulkóðaðar samkvæmt samningum sem gerðir eru við okkur og eingöngu er unnið úr þeim á gagnaþjónum í Evrópusambandinu. Þar sem AWS hefur aðsetur í Bandaríkjunum er ekki hægt að útiloka (les-)aðgang að gögnunum frá Bandaríkjunum. Gerður hefur verið samsvarandi samningur á grundvelli staðlaðra samningsskilmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að tryggja fullnægjandi vernd persónuupplýsinga þinna. Nálgast má upplýsingar um stöðluðu samningsskilmálana á vefslóðinni https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32010D0087.
Volkswagen AG notar einnig mismunandi vafrakökur á vefsvæðinu. Vafrakökur eru litlar skrár með stillingagögnum sem eru vistaðar í tækinu sem þú notar. Í grundvallaratriðum má skipta vafrakökum niður í þrjá flokka. Um er að ræða vafrakökur sem eru nauðsynlegar til þess að vefsvæðið virki rétt (svokallaðar virknikökur), vafrakökur sem gera heimsókn á vefsvæði þægilegri og vista t.d. stillingar á tungumáli (svokallaðar þægindakökur) og vafrakökur sem eru notaðar til þess að búa til notandasnið með gerviauðkenni (svokallaðar rakningarkökur). Volkswagen AG notar eingöngu virknikökur á síðum CIC. Vinnsla á virknikökum er nauðsynleg til þess að gera þér kleift að nota vefsvæðið (sbr. b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
II. Úrvinnsla beiðna og notendaþjónustu, sjálfsafgreiðsla
1. Vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við úrvinnslu beiðna og notendaþjónustu
Þú getur haft samband við CIC með beiðnir varðandi stafrænar þjónustur okkar og öpp eða vörur okkar og þjónustu (t.d. með pósti, tölvupósti, samskiptaeyðublaði eða símleiðis). Í þessu samhengi vinnum við úr persónuupplýsingum sem eru nauðsynlegar til að bregðast við beiðni þinni og veita notendaþjónustu (nafni, netfangi, heimilisfangi, símanúmeri, landi og tungumáli). Við kunnum einnig að vinna úr frekari upplýsingum til þess að vinna úr tilteknum beiðnum, svo sem samningsupplýsingum (samningsnúmeri og númeri viðskiptavinar, veittu samþykki), viðskiptaupplýsingum (upplýsingum um pöntun og reikning), bifreiðargögnum (verksmiðjunúmeri bílsins, fyrstu skráningu, upplýsingum um útbúnað), upplýsingum um notkun bílsins (kílómetrafjölda, annál, áfyllingarstöðu vökva), þjónustuupplýsingum (t.d. dagsetningu fyrir afhendingu bíls, lánsbíl), upplýsingum um vélbúnað (gerð tækis, framleiðanda tækis, raðnúmer tækis), upplýsingum um hugbúnað (t.d. fastbúnað, stýrikerfi, útgáfu apps), upplýsingum um notkun upplýsingatækni (skráningu fyrir þjónustu, notkun eiginleika) eða greiðsluupplýsingum (bankaupplýsingum). Ef þú hefur samband við okkur oftar en einu sinni vinnum við einnig úr fyrirliggjandi upplýsingum um fyrri mál þín. Ef þú ert með Volkswagen ID vinnum við úr persónuupplýsingum sem eru vistaðar í Volkswagen ID-notandareikningnum þínum og tengdri þjónustu til þess að veita notendaþjónustu ef á þarf að halda, svo sem upplýsingum um notandareikning (t.d. um valinn þjónustuaðila), viðskiptaupplýsingum (t.d. um hleðslur), samningsupplýsingum (t.d. um staðfesta skilmála), upplýsingum um notkun upplýsingatækni (t.d. um síðustu innskráningu í þjónustu, notkun eiginleika) (sjá b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Frekari upplýsingar um þetta er að finna í persónuverndarstefnu viðkomandi þjónustu. Yfirlit yfir þjónustu sem þú hefur skráð þig inn í með Volkswagen ID er að finna í Volkswagen ID-vefgáttinni.
Við vinnum með upplýsingar úr fyrirspurn um tímabókun hjá þjónustuaðila (t.d. verksmiðjunúmer (grindarnúmer) bílsins, flokk þjónustu sem þarf að fara fram, dagsetningu þegar fyrirspurn um tímabókun var send, valinn þjónustuaðila og upplýsingar um bókaðan tíma fyrir þjónustuskoðun) í því skyni að bæta þjónustu okkar við viðskiptavini og viðskiptaferli, sem og virkni fyrirspurnar um tímabókun hjá þjónustuaðila, auka ávinning fyrir viðskiptavini og lagfæra ágalla á vörum. Viðkomandi þjónustuaðili sendir auk þess eftirfarandi upplýsingar til okkar: verksmiðjunúmer (grindarnúmer) bílsins, tíma fyrirspurnar um tímabókun (þegar fyrirspurn var móttekin), tíma þegar haft er samband og tíma þegar gengið er frá viðskiptunum. Við greinum ofangreindar upplýsingar frá þér vegna endurbóta á vörum og gæðaeftirlits í tengslum við fyrirspurn um tímabókun hjá þjónustuaðila sem og til að forðast truflanir eða tafir í ferlinu við úrvinnslu fyrirspurna. Það felur meðal annars í sér að við athugum hvort villur eigi sér stað við sendingu upplýsinga til þjónustuaðila (t.d. hvort upplýsingar vantar eða hvort töf verður á sendingu upplýsinga) svo hægt sé að greina þær snemma og lagfæra þær. Þannig getum við sem best orðið við óskum viðskiptavina um tímabókun og aukið ánægju viðskiptavina með stafrænu þjónusturnar.
Ofangreindum upplýsingum er auk þess miðlað áfram til innflutningsaðilans fyrir þitt land í því skyni að stjórna ferlum og bæta þau, t.d. með gæðaúttektum. Þessi vinnsla persónuupplýsinga fer fram á grundvelli ofangreindra hagsmuna okkar af því að auka ánægju viðskiptavina með þjónustu okkar og af því að bjóða viðskiptavinum okkar upp á tímabókun á réttum tíma hjá þjónustuaðilum okkar (f-liður 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Ofangreindum upplýsingum er eytt eftir fimm ár. Okkur til aðstoðar notum við CARIAD SE og Amazon Web Services GmbH sem vinnsluaðila.
Við vinnum einnig úr persónuupplýsingum úr beiðnum frá þriðju aðilum – einkum frá umboðinu (innflutningsaðilanum) fyrir þitt land, Volkswagen-söluaðilanum og dótturfélögum Volkswagen AG (t.d. Volkswagen Group Charging GmbH) – ef þú sendir beiðnir beint til slíkra þriðju aðila eða ef beiðni þín tengist vörum okkar og þjónustu og aðeins við getum unnið úr beiðninni (upplýsingar um persónuvernd í tengslum við slíka þriðju aðila er að finna í persónuverndarstefnu viðkomandi þriðja aðila).
Ef við fáum beiðni frá þér sem heyrir ekki undir notendaþjónustu, heldur undir þriðja aðila, eða við getum ekki unnið úr án upplýsinga frá slíkum þriðja aðila vísum við beiðninni áfram til viðkomandi þriðja aðila sem getið er hér að ofan á dulrituðu sniði, ef slíkt er nauðsynlegt til þess að vinna úr beiðninni og veita notendaþjónustu og í þeim tilvikum þar sem slíkt leiðir til hraðvirkari og notendavænni vinnslu í þágu lögmætra hagsmuna þinna og okkar (sjá f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Ef þriðji aðilinn hefur aðsetur utan Evrópska efnahagssvæðisins og/eða ef ekki er unnt að útiloka (les-)aðgang að upplýsingum frá þriðju ríkjum skal gera samning á grundvelli staðlaðra samningsskilmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að tryggja fullnægjandi vernd persónuupplýsinga. Nálgast má upplýsingar um stöðluðu samningsskilmálana á vefslóðinni https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32010D0087.
Þegar þú notar CIC vinnum við eingöngu úr persónuupplýsingum þínum að því marki sem nauðsynlegt er til að vinna úr beiðni þinni og veita notendaþjónustu (sjá b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar) og, nema annað sé tekið fram, vegna tiltekinna eiginleika eða þjónustu sem þessi persónuverndarstefna gildir um. Í þessu samhengi geymum við persónuupplýsingar þínar ekki lengur en nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem liggur til grundvallar vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. Geymslutíminn í hverju tilviki fyrir sig getur verið 3 ár, t.d. þegar um einfaldar spurningar eða kvartanir er að ræða, 10 ár, t.d. þegar um er að ræða skaðabótakröfur í tengslum við framleiðsluvottorð, eða 15 ár, t.d. þegar um er að ræða kröfur sem tengjast lagalegum ágreiningi. Ef persónuupplýsingar þínar eru nauðsynlegar og unnið er úr þeim í fleiri en einum tilgangi er persónuupplýsingunum sjálfkrafa eytt eða þær vistaðar á ópersónugreinanlegu sniði um leið og síðasta tilgreinda tilgangi fyrir vinnslunni er náð.
2. Vinnsla persónuupplýsinga í tengslum við sjálfsafgreiðslu
Ef þú kýst að hafa ekki beint samband við okkur getur þú einnig nýtt þér sjálfsafgreiðslu okkar. Sjálfsafgreiðslan svarar algengum spurningum beint með því að stinga upp á viðeigandi svörum við spurningum sem slegnar eru inn í innsláttarreitinn. Þú þarft ekki að færa neinar persónuupplýsingar inn í innsláttarreitinn fyrir sjálfsafgreiðslu og getur því sent inn spurningu nafnlaust. Ef þú færir persónuupplýsingar inn í innsláttarreitinn fyrir sjálfsafgreiðslu eyðum við persónuupplýsingunum að eins miklu leyti og kostur er – að undanskildu nafninu þínu, staðnum og götuheitinu, sem við getum ekki eytt af tæknilegum ástæðum – áður en við svörum spurningu þinni. Við gerum það með því að skima það sem þú slærð inn sjálfkrafa og dylja kerfisbundið númeraraðir á borð við póstnúmer, húsnúmer og verksmiðjunúmer bíla svo við getum eingöngu greint bæ eða borg, götuheiti eða framleiðsluröð bíls ásamt gerð og árgerð. Við getum þá ekki lengur rakið upplýsingarnar beint til þín. Til að tryggja gæði sjálfsafgreiðslunnar geymum við almennt lotukenni fyrir sérhverja beiðni frá sérhverjum notanda. Við getum hins vegar ekki rakið það til þín. Þessi vinnsla persónuupplýsinga byggist á lögmætum hagsmunum okkar (sjá f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar) af því að veita þér sem besta þjónustu og að svara algengum spurningum eftir þörfum. Við eyðum öllu sem slegið er inn í innsláttarreitinn fyrir sjálfsafgreiðslu eftir 100 daga eða í samræmi við lagakröfur, til dæmis um leið og tilgangurinn sem lá að baki söfnun þeirra er ekki lengur fyrir hendi og svo fremi sem önnur varðveisluskylda mælir ekki gegn eyðingunni.
3. Upplýsingar um vinnsluaðila
Við notum þjónustuaðila til að bjóða upp á CIC og tiltekna eiginleika. Ef þjónustuaðilar vinna úr persónuupplýsingum fyrir okkar hönd höfum við gert við þá vinnslusamning og samið um að þeir geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Við veljum þjónustuaðila okkar af kostgæfni. Þeir vinna eingöngu úr persónuupplýsingum í því skyni að inna verk sín af hendi og eru samningsbundnir til að fylgja fyrirmælum okkar, gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga og sæta reglulegu eftirliti okkar.
Í tengslum við úrvinnslu beiðna þinna, notendaþjónustu og auglýsingar störfum við með Teleperformance Group Europe, Middle-East and Africa SAS (Frakklandi), Concentrix Holding Germany GmbH (Þýskalandi) og Salesforce.com EMEA Limited (Bretlandi) sem vinnsluaðilum með skýjaþjónustu sem er starfrækt innan Evrópusambandsins. Þar sem Salesforce hefur aðsetur í Bandaríkjunum er ekki hægt að útiloka (les-)aðgang að gögnunum frá Bandaríkjunum. Gerður hefur verið samsvarandi samningur á grundvelli staðlaðra samningsskilmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að tryggja fullnægjandi vernd persónuupplýsinga þinna. Nálgast má upplýsingar um stöðluðu samningsskilmálana á vefslóðinni https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32010D0087. Öryggi gagna sem hýst eru í Evrópu er auk þess tryggt með bindandi fyrirtækjareglum (um viðeigandi ráðstafanir við vinnslu persónuupplýsinga í löndum utan Evrópu).
Til að tryggja rekstraröryggi og vinna að frekari framþróun notast Volkswagen AG einnig við fyrirtækin Cariad SE, Adastra GmbH og Deloitte Consulting GmbH, sem öll hafa aðsetur í Þýskalandi, sem vinnsluaðila.
Við úrvinnslu beiðna þinna sem og vegna notendaþjónustu og greiningar upplýsinga þinna í þágu gæðatryggingar og endurbóta á notendaþjónustunni, vörum okkar og þjónustu njótum við aðstoðar Amazon Web Services EMEA SARL (Írlandi) sem samningsbundins vinnsluaðila með skýjaþjónustu sem er starfrækt innan Evrópusambandsins. Upptökur sem gerðar eru í því skyni að bæta notendaþjónustuna eru umritaðar með umritunarhugbúnaðinum „Amazon Transcribe“. Þar sem AWS hefur aðsetur í Bandaríkjunum er ekki hægt að útiloka (les-)aðgang að gögnunum frá Bandaríkjunum. Gerður hefur verið samsvarandi samningur á grundvelli staðlaðra samningsskilmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að tryggja fullnægjandi vernd persónuupplýsinga þinna. Nálgast má upplýsingar um stöðluðu samningsskilmálana á vefslóðinni https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32010D0087.
Inbenta Holdings INC. aðstoðar okkur við að bjóða upp á sjálfsafgreiðsluna. Sucursal en España, C/ Arago 222, 08011 Barcelona (Spánn).
III. Notkun með/án Volkswagen-notandareiknings og undirbúningur fyrir skráningu reiknings
Þegar þú hefur samband við okkur með beiðni sem tengist stafrænni þjónustu eða öppum frá okkur könnum við hvort þú ert þegar með Volkswagen ID-notandareikning með því að biðja þig um að gefa upp netfangið þitt (með Volkswagen ID getur þú skráð þig inn í margs konar netþjónustu (t.d. vefsvæði og forrit) frá Volkswagen AG og þriðju aðilum. Hann gegnir hlutverki miðlægs notandareiknings þar sem þú getur haft umsjón með persónuupplýsingum þínum á miðlægan hátt. Sú vinnsla persónuupplýsinga sem er nauðsynleg vegna Volkswagen ID fer fram í því skyni að efna samning (sjá b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Við skráningu þarftu að gefa upp netfang og velja lykilorð. Frekari upplýsingar er að finna í yfirlýsingunni um gagnavernd fyrir Volkswagen ID. Hægt er að nálgast hana á vefslóðinni https://vwid.vwgroup.io/data-privacy).
Ef þú hefur samband við okkur og ert ekki enn með Volkswagen ID-notandareikning getur þú beðið þjónustufulltrúa okkar að undirbúa skráninguna fyrir Volkswagen ID meðan á samtalinu stendur. Með þínu samþykki (sjá lið VI) skráum við pöntun þína í gegnum síma og vinnum úr nafni þínu, netfangi, heimilisfangi, símanúmeri, landi og tungumáli til að undirbúa skráninguna og sendum þér síðan tölvupóst með boði um að skrá þig í Volkswagen ID. Til að tryggja að eingöngu þú hafir aðgang að upplýsingunum um þig sem viðskiptavin og til að undirbúa skráninguna þarftu að velja þér fjögurra stafa boðskóða og láta þjónustufulltrúanum hann í té. Færa verður kóðann inn til að ljúka skráningarferlinu fyrir Volkswagen ID innan 30 daga. Fyrst þegar kóðinn hefur verið færður rétt inn verða forskráðar upplýsingar um þig sem viðskiptavin tengdar við Volkswagen ID-notandareikninginn þinn. Þannig er komið í veg fyrir að óviðkomandi aðilar geti fengið aðgang að upplýsingunum þínum jafnvel þótt boðið sé sent á rétt netfang. Við vinnum úr upplýsingunum um þig sem viðskiptavin til að undirbúa skráningu þína fyrir Volkswagen ID (sjá b-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar) og eyðum upptökunni af símapöntun þinni eftir 60 daga og forskráðu upplýsingunum um þig sem viðskiptavin eftir 30 daga.
IV. Undirbúningur fyrir öflun samþykkis fyrir móttöku auglýsinga, samskiptum vegna auglýsinga og ánægjukannana
Ef þú ert með Volkswagen ID mun þjónustufulltrúi okkar kanna hvort þú hefur áður veitt okkur samþykki þitt fyrir því að fá sendar auglýsingar á netfangið sem þú skráðir fyrir Volkswagen ID. Hafir þú ekki veitt okkur samþykki þitt fyrir móttöku auglýsinga getur þú undirbúið það meðan á samtalinu stendur. Með þínu samþykki (sjá lið VI) skráum við ósk þína um að veita samþykki í gegnum síma og sendum þér tölvupóst með boði um að veita samþykki fyrir beinni markaðssetningu. Þú getur veitt samþykki þitt fyrir því að fá sendar auglýsingar sem eru sniðnar að þér með því að smella á tengilinn í tölvupóstinum með boðinu innan 30 daga (sjá a-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Þegar við höfum móttekið samþykki þitt með tölvupósti eyðum við upptökunni af beiðni þinni um að veita samþykki. Ef þú veitir okkur ekki samþykki þitt munum við eyða beiðni þinni um að veita samþykki eftir í síðasta lagi 60 daga.
Ef þú hefur þegar veitt okkur samþykki þitt fyrir beinni markaðssetningu (sjá a-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar) getur fulltrúi okkar haft samband við þig og veitt þér upplýsingar um vörur okkar og þjónustu. Til þess að bæta samskipti og upplýsingagjöf fulltrúa okkar vinnum við úr upplýsingum úr Volkswagen ID-notandareikningnum þínum og tengdri þjónustu sem og niðurstöðum flokkunar. Ef þú sýnir áhuga á vörum eða þjónustu er það skráð og unnið úr upplýsingunum í því skyni að geta sent þér persónusniðnar auglýsingar. Frekari upplýsingar um persónuvernd í tengslum við veitingu samþykkis fyrir móttöku auglýsinga og samskipta vegna auglýsinga er að finna í yfirlýsingu um gagnavernd fyrir Volkswagen ID á slóðinni https://vwid.vwgroup.io/data-privacy.
V. Upptökur og greining á beiðnum í gegnum síma og ánægjukönnunum
Þegar þú hefur samband við okkur símleiðis vegna mála sem snúa að stafrænum þjónustum eða öppum frá okkur og/eða tekur þátt í ánægjukönnunum getur þú áður en símtalið hefst veitt samþykki þitt fyrir því að símtalið verði tekið upp í þágu gæðaeftirlits, bættrar notendaþjónustu og endurbóta á stafrænum þjónustum, en til þess skaltu fylgja leiðbeiningunum sem lesnar eru upp á meðan þú ert í bið og ýta á viðkomandi hnapp á símanum (sbr. a-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar). Þú getur alltaf afturkallað samþykki þitt, ýmist með því að láta þjónustufulltrúann vita af því meðan á samtalinu stendur eða með því að senda tölvupóst á netfangið info-datenschutz@volkswagen.de síðar.
Ef þú hefur veitt okkur samþykki fyrir því að taka upp eitt eða fleiri símtöl tökum við símtalið/símtölin upp og umritum það/þau.
Til að sinna gæðaeftirliti með notendaþjónustu og stafrænum þjónustum okkar greinum við textann í upptökunum strax (t.d. með tungumálsgreiningu, setningafræðilegri greiningu og merkingarfræðilegri greiningu) og flokkum (t.d. eftir efnisatriðum og viðhorfum sem þar koma fram). Þessi greining gerir okkur meðal annars kleift að álykta um lengd símtalsins, efni þess og tengdar athafnir sem og um hversu ánægð(ur) þú varst með notendaþjónustuna. Með þessum hætti getum við greint málefni sem tengjast viðskiptavinum og notað þau í starfsmannasamtölum og þjálfun fyrir þjónustufulltrúa okkar (t.d. til að veita fræðslu um reglur með sýnidæmum og tryggja þannig að þeim sé fylgt). Upplýsingum þínum sem fást úr greiningu á upptökum verður eytt eða þær gerðar ópersónugreinanlegar að 14 dögum liðnum.
C. Vinnsla persónuupplýsinga frá rekstraraðilum við notkun CIC
Að því er varðar rekstraraðila fer vinnsla persónuupplýsinga við notkun CIC-vefsíðunnar/-smáforritsins í grundvallaratriðum fram með sama hætti og lýst er í lið B (svo fremi sem eiginleikarnir og þjónustan eru einnig í boði fyrir rekstraraðila við notkun CIC). Við úrvinnslu mála þinna sem rekstraraðila vinnum við auk eða í stað persónuupplýsinga þinna sem einstaklings sem tilgreindar eru í lið B.II.1. einnig úr persónuupplýsingum sem tengjast rekstri þínum (t.d. vinnunetfangi og heimilisfangi fyrirtækisins). Sem stendur bjóðum við rekstraraðilum ekki upp á sjálfsafgreiðslu (B.II.2.) við notkun CIC. Lýsingar á Volkswagen ID (B.III.) gilda með samsvarandi hætti fyrir rekstraraðila fyrir ONE Business ID. Sjá ítarlega yfirlýsingu um gagnavernd fyrir ONE Business ID. Hægt er að nálgast hana á https://onebusinessid.com/legal#dataprivacy. Sem stendur bjóðum við rekstraraðilum ekki upp á undirbúning fyrir skráningu á ONE Business ID-notandareikningi við notkun CIC; hið sama á við að því er varðar undirbúning fyrir öflun samþykkis fyrir móttöku auglýsinga, ávarp í auglýsingum, ánægjukannanir (B.IV.) og ánægjukannanir um mál sem ekki er unnið úr símleiðis (B.V.). Lýsingar á greiningu mála sem ekki er unnið úr símleiðis (B.V.) og á upptöku og greiningu mála sem unnið er úr símleiðis og/eða ánægjukönnunum (B.VI.) eiga einnig við fyrir rekstraraðila.
D. Netöryggi
Ef grunur leikur á um að netárás hafi átt sér stað við notkun á stafrænni þjónustu okkar getur þú snúið þér til Customer Interaction Center (CIC). Í þessu samhengi vinnur Volkswagen AG úr nauðsynlegum persónuupplýsingum í hverju tilviki fyrir sig, svo sem upplýsingum um þig (t.d. nafni, netfangi, heimilisfangi, símanúmeri, landi og tungumáli), samningsupplýsingum (t.d. samnings- og viðskiptanúmerum þínum, samþykkjum), viðskiptaupplýsingum (t.d. verk- og reikningsupplýsingum), upplýsingum um bílinn (t.d. verksmiðjunúmeri bílsins, skráningardegi, upplýsingum um útbúnað), upplýsingum um notkun bílsins (t.d. kílómetrafjölda, akstursdagbók, áfyllingarstöðu vökva), þjónustugögnum (t.d. dagsetningu þegar bíllinn var skilinn eftir / sóttur, lánsbíl), vélbúnaðarupplýsingum (t.d. um gerð tækis, framleiðanda tækis, raðnúmer tækis), hugbúnaðarupplýsingum (t.d. um fastbúnað, stýrikerfi og útgáfu smáforrits), notkunargögnum (t.d. um innskráningu í þjónustu, notkun eiginleika) eða greiðsluupplýsingum (t.d. bankaupplýsingum).
Lagalegur grundvöllur fyrir því að hafa samband vegna netárása eru lögmætir hagsmunir samkvæmt f-lið 1. mgr. 6. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Lögmætir hagsmunir Volkswagen AG felast í því að tryggja sem mest öryggi stafrænnar þjónustu á okkar vegum.
Þessi vinnsla fer fram með aðstoð vinnsluaðilanna Cariad SE og Salesforce.com, Inc. Ekki er hægt að útiloka að Salesforce.com, Inc. með aðsetur í Bandaríkjunum hafi aðgang að gögnunum og hefur því verið gerður samningur á grundvelli staðlaðra samningsskilmála framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (viðeigandi verndarráðstafanir vegna vinnslu persónuupplýsinga í ríkjum utan Evrópusambandsins). Nálgast má upplýsingar um staðlaða samningsskilmála Evrópusambandinu á vefslóðinni https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=CELEX%3A32010D0087.
Við varðveitum upplýsingar þínar ekki lengur en nauðsynlegt er fyrir tilganginn með vinnslu upplýsinganna sem tilgreindur er hverju sinni, svo fremi sem önnur varðveisluskylda mæli ekki gegn eyðingu þeirra.
E. Réttindi þín
Þú getur hvenær sem er nýtt þér eftirfarandi rétt þinn gagnvart Volkswagen AG þér að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur neytt réttar þíns er að finna í lið D.
Réttur til aðgangs að upplýsingum: Þú hefur rétt til að fá upplýsingar frá okkur um vinnslu persónuupplýsinga þinna (skv. 15. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
Réttur til leiðréttingar: Þú hefur rétt til að fara fram á að við leiðréttum persónuupplýsingar þínar sem eru rangar eða ófullnægjandi (skv. 16. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar).
Réttur til eyðingar: Að uppfylltum kröfum 17. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar hefur þú rétt til að fara fram á að við eyðum persónuupplýsingum þínum. Samkvæmt þessu ákvæði getur þú til dæmis farið fram á að upplýsingum um þig sé eytt ef þær eru ekki lengur nauðsynlegar í þeim tilgangi sem lá að baki söfnun þeirra. Þú getur einnig farið fram á að upplýsingum sé eytt ef vinnsla okkar á upplýsingunum byggist á samþykki þínu og þú dregur samþykki þitt til baka.
Réttur til takmörkunar á vinnslu: Að uppfylltum kröfum 18. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar hefur þú rétt til að fara fram á að vinnsla persónuupplýsinga þinna sé takmörkuð. Um slíkt er meðal annars að ræða þegar þú vefengir að persónuupplýsingar þínar séu réttar. Þú getur þá farið fram á að vinnslan sé takmörkuð eins lengi og það tekur að kanna hvort upplýsingarnar eru réttar.
Andmælaréttur: Ef vinnslan byggist á lögmætum hagsmunum sem ganga framar hefur þú rétt til að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna. Andmæli eru heimil ef vinnslan fer fram í almannaþágu eða á grundvelli lögmætra hagsmuna Volkswagen AG eða þriðja aðila. Ef þú andmælir vinnslu persónuupplýsinga þinna ertu vinsamlegast beðin(n) um að tilgreina ástæður fyrir því.
Þú hefur einnig rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinni í þágu beinnar markaðssetningar. Hið sama á við um gerð persónusniðs, ef það tengist beinni markaðssetningu.
Réttur til að flytja eigin gögn: Svo fremi sem vinnsla persónuupplýsinganna byggist á samþykki eða samningsefndum og fer jafnframt fram með sjálfvirkum hætti hefur þú rétt á að fá upplýsingarnar á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði og senda þær til annars ábyrgðaraðila.
Réttur til að afturkalla samþykki: Ef vinnsla persónuupplýsinganna fer fram á grundvelli samþykkis hefur þú rétt á að draga samþykkið til baka með framvirkum hætti hvenær sem er þér að kostnaðarlausu.
Réttur til að leggja fram kvörtun: Þú hefur einnig rétt til að leggja fram kvörtun hjá eftirlitsyfirvaldi (t.d. hjá Persónuvernd á Íslandi) vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum.
F. Tengiliðir þínir
Tengiliðir til að nýta rétt þinn
Til að fá upplýsingar um hvern þú skalt hafa samband við til að neyta réttar þíns og til að fá frekari upplýsingar skaltu fara á vefslóðina https://datenschutz.volkswagen.de.
Persónuverndarfulltrúi
Persónuverndarfulltrúi okkar er tengiliður þinn vegna alls sem tengist persónuvernd: