--:--
Volkswagen zero logo

Við stöndum frammi fyrir stærstu áskoruninni í sögu fyrirtækisins. 

Kannski er þetta stærsta áskorunin í sögu aksturs: Við tökum ábyrgð á okkar hluta í losun kolefnis á jörðinni.

Þess vegna ætlum við að uppfylla Parísarsáttmálann og markmiðið er að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki fyrir árið 2050. Til að ná þessu markmiði þurfum við að gera breytingar.

Við munum feta nýja braut.

Við viljum fá alla til að taka þátt í þessari hreyfingu – með því að geta valið á milli framsækinna drifrása. Þannig finnur þú þína eigin leið að lægri útblæstri. Þannig náum við sameiginlegu markmiði.

Við stefnum að núll útblæstri. Sú ferð hefst hér.

Aerial view: Car driving on a road through a forest.

Fyrsti kolefnishlutlausi bíllinn frá Volkswagen:Alrafdrifinn ID.3

The VW ID.3 in front of a field

Hin alrafdrifni ID.3 er fyrsti kolefnishlutlausi bíllinn frá VolkswagenVið framleiðsluna byggjum við á orkusparnaði og notkun á grænni raforku. Reynt er að forðast útblástur eftir megni. Á þeim stigum framleiðsluferlisins þar sem útblástur er óhjákvæmilegur er unnið að því að kolefnisjafna hann í gegnum vottuð umhverfisverndarverkefni. Fyrsta umhverfisverndarverkefnið snýst um stuðning við félaga okkar í Premian Global í Kantigan Mentaya verkefninu sem snýst um að vernda 149.800 hektara af regnskógi í Indónesíu sem drekkur í sig mikið magn af CO2.


Og eftir afhendingu? Við hjálpum þér að aka þínum ID.3 með lágum útblæstri kolefnis til langs tíma. Sveigjanleg tilboð á hleðslu af grænni raforku. Þú getur gefið í án þess að fá samviskubit. Það hefur aldrei verið eins góð tilfinning að keyra bíl.

Mikil fjölhæfni: drifrásirnar okkar

Ferðamáti framtíðarinnar ætti að vera útblásturslaus. Og ekki bara fyrir suma heldur alla. Á leiðinni að þessu markmiði þurfum við mismunandi drifrásir sem veita meiri afköst með minni orkubrennslu. Þannig geta allir lagt sitt af mörkum til minnkandi útblásturs.

Man on the beach, in the background the VW ID.3.

Rafknúna drifrásin í ID.3 rafmagnsbílnum

Framsækið drif með miklum afköstum og nýrri aksturstilfinningu.

  • Kolefnishlutlausar vörur og afhending
  • Rafdrægni (WLTP) getur farið upp í 420 km í aðeins einni hleðslu, en er mismunandi eftir tegund rafhlöðu
  • Gott pláss með MEB-kerfinu
Woman sitting in front of a VW Tiguan charging at a wallbox.

Tengitvinndrif

Tvöfalt drif tryggir skilvirkan og ánægjulegan akstur með eHybrids.

  • Margfalt afl, minni orkuneysla með rafdrifnum mótor og TSI vél
  • Skilvirkur akstur með E-MODE sem veitir rafdrægni sem hentar fyrir daglegan akstur
  • Tvöföld akstursánægja í afkastamikilli GTE stillingu með Boost virkni
Side or rear view VW Golf eTSI

Hið milda tvinndrif (hybrid)

Nýtt form af skilvirkni með rafvæddri TSI bensínvél: eTSI.

  • Hagkvæmari akstur með vistaðri hreyfiorku og rennslisvirkni
  • Þægilegri akstur við flestallar aðstæður
  • Skemmtilegra að aka af stað með kraftmikilli rafaðstoð

Sameinað átak stuðlar að meiri umhverfisvernd

Hvert skref í átt að útblásturslausum akstri telur. Þess vegna vinnum við að því að draga úr losun í gegnum alla virðiskeðjuna og festa í sessi nýja staðla fyrir bæði fólk og umhverfi.

Elli Naturstrom logo

Elli: Græn orka heima og á ferðinni

Sjálfbær akstur byrjar í rafmagnsinnstungnni. Í gegnum dótturfyrirtæki okkar, Elli, bjóðum við ekki bara græna hleðslustöð fyrir eigendur ID. bíla heldur sjálfbæra orku fyrir alla. Það sérstaka við Volkswagen Naturstrom® er að það kemur úr 100% endurnýjanlegum orkugjöfum frá vottuðum aflstöðvum og veitir græna raforku á kolefnishlutlausan hátt* til allra heimila.

Cars and trucks drive over a bridge

Virðiskeðja okkar bestuð

Við viljum stíga fleiri skref með notkun grænnar orku og endurunnum hráefnum ofar í virðiskeðjunni, hvað varðar stóran hluta íhluta, birgja og undirbirgja. Þetta er flókið verkefni sem við helgum alla okkar krafta. Til dæmis höfum við fest í reglur að birgjar okkar verða að nota græna orku við framleiðslu rafhlaðanna.

Við vegum upp á móti óhjákvæmilegri losun kolefnis með vottuðum umhverfisverkefnum og lítum á þau sem skref í átt að framtíð án losunar kolefnis.

Elli Naturstrom from hydropower

Græn orka fyrir okkar verksmiðjur

Bílaframleiðsla brennir líka orku. Við vinnum að því að draga enn frekar úr kolefnislosun í verksmiðjum okkar um allan heim. Markmið okkar er að helminga losun kolefnis í verksmiðjunum árið 2025 (samanborið við 2010). Þetta gerum við með því að auka notkun grænnar orku í sparneytnum verksmiðjum, til dæmis. Þetta færir okkur enn nær markmiðinu um að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki.