Hagnýtur og einstaklega þægilegur. Kynntu þér hvað gerir hverja T-Roc útfærslu einstaka og finndu þitt búnaðarstig.
Meiri þægindi í daglegri notkun: T-Roc Life sameinar ríkulegan staðalbúnað með góðum aukabúnaði ásamt snjöllum aðstoðarkerfum. Mjóbaksstuðningur og bakkmyndavél gera ferðina betri. Skynvæddur hraðastillir, árekstrarviðvörun sem nemur gangandi og hjólandi vegfarendur, tryggja að ferðalagið sé áreynslualaust. 32.8 cm (12.9“) margmiðlunartæki er í Life útfærslunni og er hægt að kaupa leiðsögukerfi í það sem aukabúnað.
Meiri hönnun og meiri þægindi, T-Roc Style er drekkhlaðinn aukabúnaði eins og nuddi í framsætum, 3-svæða loftkælingu sem er hægt að stýra úr farþegasætinu. Lyklalaust aðgengi, LED Plus framljós og upplýst VW merki að framan og aftan.