2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
image

Arteon.

Hrífandi línur.

Með nýja Arteon kynnir Volkswagen til sögunnar bíl með sterkum og einkennandi svip sem gæðir sérhvern dag meira lífi.

Pete Eckert.

Pete Eckert er blindur ljósmyndari. Hann fæddist með sjón en fór hann að missa sjónina og er algerlega blindur í dag. Hann vinnur með öðrum skynfærum: hljóði, snertingu og minni. Með þessum skynfærum byggir hann myndir í huganum. Hann notar langt ljósop og lituð ljós til að skapa einstaka áhrif í kringum Arteon.

Hönnun.

Straumlínulagaðar hliðar, rammalausir hliðargluggar, svipsterkur afturhluti – nýi Arteon grípur augað hvert sem litið er. Með „R-Line“-útbúnaðinum bætast svo við frekari atriði að utanverðu sem undirstrika kraftinn í bílnum.

 • Ytra byrði.

  Grípur augað. Hvert sem litið er.

  Ílöng hliðin með miklu hjólahafi gefur bílnum einkennandi hliðarsvip og ríflegt rými. Rammalausir hliðargluggarnir vekja sérstaka athygli, en þeir eru sígilt einkenni fleygbaka og gefa bílnum fágað og vandað yfirbragð.

 • R-Line & Elegance.

  Í hæsta gæðaflokki, fágaður eða sportlegur.

  Fyrir þá sem gera meiri kröfur – útfærslurnar Arteon R-Line og Elegance bjóða upp á mikil þægindi, glæsilega hönnun og sportlega eiginleika.

  Frekari upplýsingar
 • Afturljós.

  Svipmikil ljósahönnun.

  Nýstárleg afturljósin með LED-tækni gefa nýja Arteon sterkan svip og óvenjulega kraftmikið yfirbragð. Flæðandi hreyfing ljósanna vekur alls staðar athygli og tryggir þannig aukið öryggi.

 • Áletrun.

  Arteon-áletrunin.

  Tilkomumikill jafnt að framan sem aftan: Arteon-áletrunin að aftan grípur augað og vekur athygli hvert sem farið er.

Þægindi.

Í nýja Arteon er ekki aðeins lögð rík áhersla á glæsilegt útlit, heldur einnig á framúrskarandi þægindi. Þannig verður aksturinn ávallt einstök upplifun.

 • Innanrými.

  Velkomin(n) í hæsta gæðaflokk.

  Í nýja Arteon bíður þín óvenjulega glæsilegt úrval útbúnaðar, vandaðra framleiðsluefna og framsækinnar tækni sem stuðlar að auknum þægindum ökumanns og farþega.

 • ergoComfort-sæti.

  Njóttu. Áður en þú ekur af stað.

  Hallaðu þér aftur og njóttu vandaðs innanrýmis með sérvöldum gæðaefnum og þægindum í hæsta gæðaflokki. Sem dæmi má nefna ergoComfort-sætin sem fara einstaklega vel með bakið og eru fáanleg með Nappa-leðuráklæði í tvenns konar gráum litatónum. Valfrjáls stilling á 14 vegu með nudd- og minniseiginleika, stillanlegur stuðningur við mjóbak og ríflegt höfuð- og fótarými sér til þess að þú njótir ferðarinnar sem best.

 • Stýri og upplýsingabúnaður.

  Aðgerðastýri og Active Info-skjár.

  Með upphitaða, leðurklædda aðgerðastýrinu stjórnarðu ekki aðeins bílnum, heldur kallar einnig fram allar helstu upplýsingar meðan á akstrinum stendur. Á framsæknum Active Info-skjánum hefurðu auk þess góða yfirsýn yfir allt frá snúningshraðamælinum, hraðamælinum og kílómetramælinum til ítarlegra aksturstalna eða sjónrænnar framsetningar hjálparkerfa fyrir ökumann.

 • Snertilaus opnun.

  Það hefur aldrei verið þægilegra að setja töskurnar í skottið.

  Með nýja Arteon hefst afslappað ferðalagið áður en ekið er af stað. Í ríflegu 563 lítra farangursrýminu er yfrið nóg pláss fyrir töskurnar. Með snertilausri opnun þarf auk þess aðeins að hreyfa fótinn lítillega undir afturhluta bílsins og rafdrifið skottlokið opnast þá sjálfkrafa. Ýtt er á hnapp til að loka skottlokinu sjálfkrafa að tilteknum tíma liðnum og er því leikur einn að bæði ferma og afferma bílinn.

 • Stór sóllúga og stemningslýsing.

  Sestu inn og virtu fyrir þér umhverfið.

  Í nýja Arteon hefurðu alltaf gott útsýni. Einnig út um stóra sóllúguna með stemningslýsingu allan hringinn sem gerir himininn bjartan og skapar þægilega lýsingu í innanrýminu.

  Frekari upplýsingar

Aðstoðarkerfi.

Fangar athyglina: Nýi Arteon er bæði einstaklega vel hannaður og skemmtilegur í akstri. Þegar kemur að nýjustu gerð aðstoðarkerfa fyrir ökumenn er hann í fararbroddi.

 • Bílastæðaaðstoð.

  Leggðu í stæði af nákvæmni.

  Bílastæðaaðstoðin „Park Assist“ hjálpar þér að leggja í stæði á þægilegan hátt. Þú þarft aðeins að gefa inn, kúpla og hemla – kerfið sér um restina.

  Frekari upplýsingar
 • Sjálfvirk beygjuljós.

  Með hraða ljóssins í beygjum.

  Sjálfvirku beygjuljósin greina beygjurnar framundan og lýsa þær upp áður en stýrinu er snúið. Á hlykkjóttum akstursleiðum hefur ökumaður þannig betri yfirsýn ‐ og aðrir sjá bílinn betur.

  Frekari upplýsingar
 • Sjálfvirk stjórnun háljósa (Dynamic Light Assist).

  Betri lýsing, betri yfirsýn.

  Aukabúnaðurinn „Dynamic Light Assist“ stjórnar háljósunum sjálfkrafa og sér þannig til þess að vegurinn sé vel upplýstur og að skyggni ökumanns sé með besta móti.

  Frekari upplýsingar
 • Aðstoð í neyðartilvikum (Emergency Assist).

  Hjálpar þegar vá ber að dyrum.

  Ef ökumaður missir meðvitund undir stýri getur aukabúnaðurinn „Emergency Assist“ varað farþega og aðra vegfarendur við og stöðvað bílinn á öruggan hátt.

  Frekari upplýsingar
 • Svæðisskynjari (Front Assist).

  Horfir fram á veginn.

  Svæðisskynjarinn „Front Assist“ með sjálfvirkri nauðhemlun innanbæjar og greiningu gangandi vegfarenda fylgist með umferðinni framundan og aðstoðar ökumann þegar þarf að nauðhemla.

  Frekari upplýsingar
 • Aðstoð í umferðarteppu.

  Hjálpar þér þegar umferðin silast áfram.

  Þetta framsækna aðstoðarkerfi er fáanlegt sem aukabúnaður og getur hjálpað ökumönnum að komast hjá óhöppum þegar umferðin silast áfram og sífellt þarf að taka af stað og stöðva.

  Frekari upplýsingar

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

Nýi Arteon býður upp á fyrsta flokks samskipta- og leiðsagnareiginleika auk þess sem hágæða hljóðkerfi með frábærum hljómburði er fáanlegt sem aukabúnaður.

 • Hljóðkerfið DYNAUDIO Confidence.

  Njóttu hljómgæðanna.

  Þú munt ekki trúa þínum eigin eyrum. Upplifðu hljómgæði í fremsta gæðaflokki með útvarpinu „Composition Media“, valfrjálsa hljóðkerfinu „DYNAUDIO Confidence“ og með DAB+, sem einnig er fáanlegt sem aukabúnaður.

  Frekari upplýsingar
 • Leiðsögukerfi.

  Akstursleiðsögnin gerist ekki þægilegri.

  Tvenns konar leiðsögukerfi eru fáanleg sem aukabúnaður og eru þau bæði einstaklega aðgengileg og þægileg í notkun: Discover Media og Discover Pro.

  Frekari upplýsingar
 • Sími.

  Talaðu í símann með báðar hendur á stýri.

  Nú getur þú talað í símann hvenær sem er á meðan þú keyrir. Með valfrjálsa farsímabúnaðinum „Comfort“ og „Business“ geturðu haft báðar hendur á stýri og augun á veginum.

  Frekari upplýsingar
 • Sjónlínuskjár.

  Með aukið öryggi fyrir augum.

  Sjónlínuskjárinn sýnir akstursupplýsingar innan sjónsviðs ökumanns. Upplýsingum um hraða, umferðarmerki, virkni aðstoðarkerfa, viðvaranir og akstursleiðsögn er varpað beint á skjá við framrúðuna.

Tengimöguleikar.

Í Passat léttir framsækinn tæknibúnaður þér lífið á hverjum degi.

 • Car-Net App-Connect.

  Notaðu forritin þín einnig í Volkswagen-bílnum.

  Nú getur þú notað helstu aðgerðir snjallsímans með einföldum hætti í miðstokki bílsins þar sem þú hefur þægilegan aðgang að símanum, fréttum og tónlist. Þessi eiginleiki kallast App-Connect. Um er að ræða framsæknar tæknilausnir til þess að sýna efni í farsímanum á snertiskjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins MirrorLink™.

  Frekari upplýsingar
 • Car-Net Security & Service.

  Passar upp á þig. Og bílinn þinn.

  Hvenær á bíllinn að fara næst í skoðun? Hvað er mikið eftir á tankinum? Með netþjónustunni Car-Net Security & Service hefurðu aðgang að öllum helstu upplýsingum um bílinn í gegnum farsímann – auk þess sem þú ert í beinu sambandi við réttan aðila í þjónustuneti Volkswagen. Þjónustan „Neyðarþjónusta“ sér jafnframt til þess að þú sért í góðum höndum ef vá ber að dyrum.

  Frekari upplýsingar
 • Car-Net Guide & Inform.

  Taktu internetið með þér hvert sem þú ferð.

  Með valfrjálsa Car-Net Guide & Inform-pakkanum hefurðu allar helstu upplýsingar við höndina þegar þú ert á ferðinni. Upplýsingar um umferðarteppur eru til dæmis aðgengilegar í rauntíma og akstursleiðin er löguð sjálfkrafa að umferðarskilyrðum hverju sinni. Með leit að áfangastöðum á netinu geturðu einnig fundið spennandi staði á svæðinu, bílastæði í nágrenninu eða næstu bensínstöð.

  Frekari upplýsingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?

The story about Pete Eckert.