2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
image

Crafter Sendibíll.

Crafter. Nýja víddin.

Það eru margar ástæður fyrir því að velja nýjan Crafter. Hann er sparneytinn og hagnýtur, útbúinn alls konar framúrskarandi eiginleikum og möguleikum sem auðvelda þér störfin.

Hleðsla og festing á farmi með allra besta móti.

Rennihurð opnar 1,311 mm gátt, hæð hleðslurýmis er allt að 1,196 mm og 100 mm lægri hleðslusylla: Nýr Crafter er með bestu hleðslukostina í sínum flokki. Fjölhæft gólf, sem er valbúnaður, og grind undirbúin fyrir skápafestingar: Enn meiri fjölhæfni í hleðslurýminu.

Þrjár drifrásir. Tveir gírkassar. Í öllum samsetningum.

Nýr Crafter er eini bíllinn í sínum flokki sem er fáanlegur í sex mismunandi samsetningum af aflrásum og gírkössum. Hægt er að tengja bæði framhjólin, afturhjól og 4MOTION aldrifið við 8 gíra sjálfskiptingu eða 6 gíra beinskiptingu.

Þægindin byrja þar sem þetta sjálfsagða endar.

ergoComfort sæti eru valbúnaður, í bílnum eru vel útfærðir geymslumöguleikar og alls konar aukahlutir sem gera bílstjórarýmið í nýjum Crafter að sérlega þægilegu vinnusvæði fyrir þá sem keyra bílinn oft.

Hugsar fyrir sjálfan sig og aðra.

Framsækin aðstoðarkerfi ökumanns og snjallvirk öryggiskerfi í nýjum Crafter geta gert ráð fyrir erfiðum aðstæðum og tekist á við þær. Hliðarverkanirnar eru góðar: Viðgerðar- og viðhaldskostnaður er miklu lægri en hjá forverunum.

Hvað má bjóða þér að gera næst?