2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
e-up! Volkswagen

e-up!

Stígðu niður fæti. Á rafmagnaðan hátt.

Viltu nota rafmagn til að komast leiðar þinnar? Stígðu um borð! E-up! er svarið. Öflugur rafmótorinn gerir þennan bíl bæði mjög skemmtilegan í akstri og afar rafmagnaðan – hann losar nákvæmalega engan koltvísýring og drægið er allt að 160°kílómetrar. Kynntu þér allt það sem gerir e-up! að hinum fullkomna hversdagsbíl. Líka fyrir þig.

Rafmagnaður.

Hjá Volkswagen erum við stolt af e-up! – þessum rafknúna, umhverfisvæna og skilvirka bíl. Þannig sameinar e-up! háþróaðan rafmótor við snjalla tækni og skilar drægi upp á allt að 160 kílómetra. Þessi bíll fer langt með þig innan borgarinnar – og meira til.

 • Drifið.

  Bara fjör, enginn koltvísýringur.

  E-up! er búinn framsæknum, umhverfisvænum rafmótor og býður upp á úrval snjallra og hagnýtra lausna sem koma að góðum þörfum í amstri dagsins. Prófaðu þennan rúmgóða og lipra borgarbíl og upplifðu ánægjuna af því að aka bíl sem gengur eingöngu fyrir rafmagni.

  Frekari upplýsingar
 • Ending eldsneytis.

  Náðu lengra.

  Í vinnuna, í ræktina, í bæinn: í e-up! kemstu áhyggjulaust á endastöð. Og það á umhverfisvænan hátt!

  Frekari upplýsingar
 • Hleðslulausnir.

  Það er leikur einn að hlaða e-up!

  Hann er meira að segja með „bensínlok“! Undir lokinu er að finna tengibúnað til að hlaða bílinn með rafmagni.

  Frekari upplýsingar

Búnaður og hönnun.

Sérhver Volkswagen einkennist af hágæðabúnaði og afgerandi hönnunareinkennum. Endalaust úrval aukabúnaðar gefur þér færi á að hanna þinn e-up! eftir eigin höfði. Ríkulegt úrvalið mun eflaust koma þér á óvart.

 • Ytra byrði.

  Vektu eftirtekt. Með jafnvel smæstu smáatriðum.

  Framúrskarandi hreyfanleiki, framúrskarandi hönnun og aðlaðandi hönnunarmöguleikar gera að verkum að ytra byrði e-up! vekur mikla eftirtekt.

  Frekari upplýsingar
 • Innanrými.

  E-up! lítur glæsilega út. Líka að innan.

  Það er ekki bara að utanverðu sem e-up! er stórglæsilegur í útliti. Hann er líka sérlega glæsilegur að innanverðu, fallega hannaður og fullur af tæknilegum lausnum.

  Frekari upplýsingar
 • Búnaður.

  Allt fyrir afslappaða bílferð.

  Framúrskarandi búnaður er staðalbúnaður: Í e-up! færðu hágæða búnað og frágang og þar er auðvelt að leysa úr sérþörfum þínum.

  Frekari upplýsingar
 • LED-dagljós.

  Öryggi sem vekur athygli.

  Það er ekki aðeins rafmótorinn sem gefur e-up! sérstöðu. Hann sker sig einnig úr fjöldanum með glæsilegum bogadregnum LED-dagljósum sem eru sambyggð grillinu. Þetta eykur bæði öryggi þitt og vekur athygli þegar þú ekur um götur borgarinnar.

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

Komdu þér á áfangastað með leiðsögukerfi, talaðu handfrjálst í símann, fáðu nýjustu umferðarupplýsingarnar, sæktu þér upplýsingar um bílinn eða hlustaðu á þína eigin tónlist – nútímalegt upplýsinga- og afþreyingarkerfið í up! er bæði þægilegt og auðvelt í notkun.

 • „maps + more“-tengikví.

  Í e-up! færðu þægilegt útvarpsleiðsögukerfi.

  Fljótlegt og auðvelt að tengjast – þú setur snjallsímann einfaldlega í tengikvína í e-up! og notar hann eins og venjulega fyrir símtöl umferðarupplýsingar, leiðsögn og tónlist.

  Frekari upplýsingar
 • Forritið „maps + more“.

  Forrit fyrir up!

  Ókeypis forrit fyrir up! Með „maps + more“ geturðu nýtt alla kosti snjallsímans í akstri. Þú setur forritið einfaldlega upp, stingur snjallsímanum í „maps + more“-tengikvína og nýtur hinna ýmsu eiginleika, til dæmis þess að hlusta á tónlist, fá leiðsögn án tengingar, nota fjölnotaskjáinn og margt fleira. Leggjum af stað!

  Frekari upplýsingar
 • Útvarp.

  Útvarpið í e-up! – má syngja með.

  Gefðu sönghæfileikum þínum lausan tauminn. Útvarpið í e-up! skilar þér bæði frábærri afþreyingu og ótal viðbótareiginleikum.

  Frekari upplýsingar

Aðstoðarkerfi.

Í up! er notað ótrúlegt magn akstursaðstoðarkerfa til að tryggja framúrskarandi þægindi. Þótt bílstjórinn verði sjaldan var við þessa tækni er gott að vita af henni.

 • City-neyðarhemlakerfi.

  City-neyðarhemlakerfið – það óttast ekki neitt.

  Kemur til hjálpar þegar þörf krefur – City-neyðarhemlakerfið í e-up! veitir aðstoð þegar hemlað er skyndilega og getur komið í veg fyrir árekstur.

  Frekari upplýsingar
 • Nálgunarvarar fyrir bílastæði.

  Renndu þér inn í þröngu stæðin. Nálgunarvarar fyrir bílastæði eru fáanlegir sem aukabúnaður fyrir up!

  Er stæðið þröngt? Er enginn til staðar til að gefa þér bendingar? Nálgunarvarar fyrir bílastæði, fáanlegir sem aukabúnaður, geta séð um það fyrir þig.

  Frekari upplýsingar
 • Þægindapakki.

  Gerðu e-up! að þínum þægindaramma.

  Nettur bíll með þægindum og aðstoðarkerfum eins og í stórum bíl? Hvar í ósköpunum finnurðu slíkan grip? Í e-up! með nálgunarvara fyrir bílastæði, framsætum þar sem stilla má hæðina og ýmsum öðrum eiginleikum.

  Frekari upplýsingar
 • Bakkmyndavél.

  Fullkomnasta bakktækni sem völ er á.

  Bakkmyndavélin (aukabúnaður) er fyrir aftan afturstuðarann á e-up! og með henni verður margfalt auðveldara að bakka. Á útvarpsskjánum sýnir mynd úr myndavélinni það sem auðveldlega gæti farið framhjá þér fyrir aftan bílinn.

  Frekari upplýsingar

Þægindi.

Í up! færðu mikil þægindi í nettu rými. Með fjölbreyttum grunnbúnaði, beinskeyttum aksturseiginleikum og mörgum þægilegum viðbótareiginleikum geturðu notið hvers einasta dags á afslappaðan hátt.

 • Climatronic.

  Hrein afkastageta – Climatronic með „pure air“-loftsíu.

  Það liggur eitthvað í loftinu. En það nær ekki inn í e-up! Climatronic með „pure air“-loftsíu (staðalbúnaður) skilar þægilegu hitastigi og fersku lofti í e-up!

  Frekari upplýsingar
 • Bakgrunnslýsing.

  Nútímaleg stemning, flott hönnun – up! hefur spennandi yfirbragð.

  Framkallaðu einstakt andrúmsloft með bakgrunnslýsingu, sem er staðalbúnaður í e-up!

  Frekari upplýsingar
 • Aðgerðastýri.

  Hafðu stjórn á öllu.

  Með aðgerðastýrinu (aukabúnaður) geturðu ekki aðeins stýrt up! heldur líka útvarpinu, margmiðlunarspilaranum eða símanum. Þannig geturðu stýrt up! á öllum sviðum, án þess að sleppa stýrinu.

  Frekari upplýsingar
 • Rúmgóður.

  E-up! – hann er rúmgóður.

  E-up! er hálfgert kraftaverk. Ekki síst vegna þess að í innanrýminu virðist hann miklu stærri en að utanverðu. Þetta stafar af mjög snjöllum rýmislausnum. Sjón er sögu ríkari.

  Frekari upplýsingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?

Verð og búnaður.

 • Staðalbúnaður í

  e-up

  Nálgunarvarar að aftan.
  Hraðastillir.
  Bakkmyndavél.
  Blade 15” Álfelgur.
  Regnskynjari.

  Vefbæklingur