2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51

Traustur, þægilegur og sportlegur.

Sportlegur Polo er með virkum upplýsingskjá (Active Info Play) og ljómar af sjálfsöryggi. Fjölbreyttir hönnunarpakkar bjóða upp á alls konar sérsnið. Búið er að uppfæra innanrýmið í Polo: Í farangursrýminu er hægt að hlaða snjallsíma og upplýsinga- og afþreyingarkerfið er með allt að 20,3 cm (8 tommu) stóra skjái. Meðal tæknilegra hápunkta má nefna aðstoðarkerfi á borð við framskynjara (Front Assist) með vöktun á gangandi vegfarendum (Pedestrian Monitoring), blindsvæðaskynjara (Blind Spot sSensor) og bílastæðahjálp (Park Assist), sem er valbúnaður.

Hönnun og búnaður.

Polo: Stílhreinn með fágaðar línur, fullkomið jafnvægi hönnunar og virkni. Nýir tæknimöguleikar sem auka þægindi og öryggi hafa fært honum auknar vinsældir. Í stuttu máli: Þú munt elska að keyra Polo.

 • Ytra útlit.

  Ljómar af sjálfsöryggi.

  Polo hefur til að bera sérkennandi og sportlegt yfirbragð. Vélarhlífin er löng og framhlutinn virkar allur kröftugri og breiðari vegna lóðréttu útlínanna. Sportlegt yfirbragð, lítil fyrirferð og stutt skyggni gera aksturinn ánægjulegan.

  Frekari upplýsingar
 • Innra rýmið.

  Meira pláss þýðir meiri þægindi.

  Þægileg lýsing, bakstuðningur í sætum sem valbúnaður og ný flúruð áklæði eru á meðal nýjunga. Polo hefur líka stækkað sem þýðir meira höfuðrými og fótarými fyrir ökumann og farþega bæði í fram- og aftursætum.

  Frekari upplýsingar
 • Ljósin.

  Ræðurðu við svona mikla lýsingu?

  Dásamlegt fyrirbæri: Í Polo eru dagljós og halogen aðalljós staðalbúnaður, en þau gefa einstakt yfirbragð. Þú getur gert þinn Polo enn sportlegri með því að panta LED aðalljós og LED afturljósasamstæðu.

  Frekari upplýsingar
 • Felgur.

  Flottur fyrir þig. Úrval af felgum fyrir Polo.

  Það er smekksatriði hvaða felgur eru réttar fyrir þinn Polo. Þess vegna getur þú valið úr úrvali af stálfelgum og álfelgum að þínum smekk fyrir þinn Polo.

  Frekari upplýsingar

Upplýsinga- og afþreyingarkerfi.

Ef þarft að hringja símtal á meðan þú keyrir, fá nýjustu umferðarfréttir, komast á áfangastað með því að nota leiðsögukerfið eða einfaldlega hlusta á tónlistina þína þá býður Polo upp á ýmsa möguleika til að nýta helstu tækninýjungar samtímans og það með einföldum og þægilegum hætti.

 • Útvarp.

  Ef þú vilt geturðu notað það eingöngu til að hlusta á útvarpið.

  Finnst þér gott að hlusta á tónlist á meðan þú keyrir, en vilt samt sem áður fá allar helstu upplýsingar og njóta hámarksþæginda? Þá hentar þér að vera með tvö útvörp.

  Frekari upplýsingar
 • Leiðsögn.

  Farðu bara lengri leiðina þegar það er þess virði.

  Beinasta leiðin er ekki alltaf sú besta. Discover Media leiðsögu kerfið með Car-Net tengingu hjálpar þér að forðast umferðarhnúta og uppgötva nýja staði.

  Frekari upplýsingar
 • Símakerfi.

  Auðveldar þér samskiptin.

  Segðu það sem þú þarft að segja, en hafðu báðar hendur á stýrinu á meðan. Polo býður upp á Comfort farsímaviðmótið sem valbúnað.

  Frekari upplýsingar
 • Car-Net.

  Þú tengist við allt sem skiptir þig máli.

  Þú ert næstum alltaf nettengd(ur) með snjallsímanum þínum. Af hverju ekki með bílnum þínum líka? Car-Net fer með Polo á upplýsingahraðbrautina – og því fylgir allskonar ávinningur fyrir þig. Bráðum viltu ekki lengur vera án allskonar upplýsingaveitna.

  Frekari upplýsingar

Aðstoðarkerfi.

Snjalla aksturshjálpin í þínum Polo færir þér meiri akstursþægindi og getur reynst dýrmæt hjálp við hættulegar aðstæður, jafnvel komið í veg fyrir þær. Þó svo að þú verðir ekki alltaf var/vör við þessa tækni þá er gott að vita af henni.

Þægindi.

Þú munt undrast hvað það er þægilegt að aka Polo. Í lengri ferðum getur þú nú setið þægilega og passað upp á bakið, þökk sé þægindabúnaðinum. Þú getur stillt heppilegan hita með Cimatronic loftræstingunni.

 • Þægileg sæti.

  Þú vilt sitja áfram í svona gæðasætum.

  Hvort sem þú ferð í langferðir eða skottúra þá mun alltaf fara vel um þig í sætinu í Polo. Heilsusamleg (ergonomic) sæti eru staðalbúnaður, þau gæta að bakinu þínu og eru svo þægileg að þú gleymir því að þú sitjir í bíl.

  Frekari upplýsingar
 • Climatronic-loftræstikerfi.

  Hafðu svæðisskipt hitastig í þínum ferðum.

  Of heitt, of kalt eða einhvers staðar þar á milli? Það getur verið erfitt að finna rétta hitastigið. Sérstaklega þegar margir farþegar eru í bílnum. En tveggja svæða loftræstikerfi sem er valbúnaður í Polo lætur slíkan ágreining heyra sögunni til.

  Frekari upplýsingar
 • Sóllúga sem hallast/er rennt.

  Sól, vindur og fleira: Sóllúgan hefur margskonar virkni.

  Njóttu fagurs útsýnis: Þú færð enn meira af birtu og fersku lofti inn í þinn Polo með sóllúgu sem hægt er að renna frá eða ýta upp.

  Frekari upplýsingar
 • Keyless Access (lyklalaust aðgengi).

  Dyrnar opnast eins og fyrir töfra.

  Þú stígur inn í bílinn án þess að taka þér lykil í hönd. Þú þarft bara að hafa hann á þér, þökk sé lyklalausu aðgengi, Keyless Access kerfinu. Þú getur ræst vélina án þess að nota lykil með því að einfaldlega ýta á hnapp.

  Frekari upplýsingar

Tækjabúnaður.

Nýstárleg vélartækni í þínum Polo einkennist af sparneytni, miklu snúningsvægi og afli. Hentar þér fullkomlega ef þér finnst gaman að keyra og keyrir mikið, en vilt samt sem áður halda eldsneytisnotkuninni í lágmarki.

 • Vélar.

  Njóttu góðs af tvisvar.

  TSI bensínvélarnar og TDI dísilvélarnar eru hannaðar til að framleiða mikið afl með litlu eldsneyti – og þær munu gera þig spennta(n).

  Frekari upplýsingar
 • Val á aksturssniði.

  Polo lagar sig að þínu aksturslagi.

  Hvort viltu sparneytinn eða sportlegan akstur? Eða ertu meira fyrir þægindi? Valkvæmu akstursstillingarnar gera þér kleift að stilla akstur bílsins svo að hann henti þínu aksturslagi, aðstæðum og umferð hverju sinni.

  Frekari upplýsingar
 • Stopp/start með aflendurheimt.

  Hemlun skapa orku.

  Að hafa vélina í gangi á umferðarljósum eyðir eldsneyti að óþarfa. Þess vegna slekkur start/stopp kerfið á vélinni þegar þú tekur fótinn af kúplingunni. En þegar þú hemlar er þeirri orku sem losnar við það skilað aftur í rafhlöðuna og hún geymd þar.

  Frekari upplýsingar

Einstaklingsmiðun.

Þú getur valið þína hönnun úr hinum ýmsu pökkum og sett saman Polo sem uppfyllir þínar þarfir. Smáatriðin gefa þínum Polo karakter og stíl.

Verð og búnaður.

Hvað má bjóða þér að gera næst?