2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
image

Tiguan Allspace.

Nægt svigrúm fyrir ævintýrin.

Ferðalögin eru alltaf þægileg í hinum fjölmörgu birtingarmyndum Tiguan Allspace, hvort sem þú ert hátt uppi á fjallavegum eða niðri við sjó. Traustur, svipsterkur og ávallt flottur.

Hönnun.

Fjölbreytni er falleg: Hönnunin á Tiguan Allspace tekur mið af styrkleikum bílsins og skartar glæsilegu yfirbragði og einstökum gæðum.

 • Ytri hönnun

  Flottur og með sterka nærveru.

  Fær þig til að vilja meira: prófaðu ný hlutföll innanrýmisins í smáa sportjeppanum og njóttu hágæða ljósa- og innanrýmishönnunar.

  Frekari upplýsingar
 • Hönnun innanrýmis

  Nóg rými til að þú getir látið fara vel um þig.

  Nýi uppáhaldsstaðurinn þinn? Stílhrein hönnunin skapar þægilega stemmningu í innanrýminu á Tiguan Allspace um leið og þú opnar dyrnar.

  Frekari upplýsingar
 • Hallanlegt/rennanlegt útsýnisþak

  Meira frelsi. Í allar áttir.

  Stóra hallanlega og rennanlega útsýnisþakið býr til þægilega lýsingu í innanrýminu og gerir þér og farþegum þínum kleift að horfa á skýin þjóta hjá. Hægt er að opna, lyfta og lækka fremri hluta glersins með rafstýringu.

  Frekari upplýsingar
 • LED aðalljós og afturljósasamstæða

  Þú sérð betur. Og lítur vel út.

  Nýstárleg hönnunin gefur Tiguan Allspace dýrslegt útlit sem einkennist helst af sérstakri lögun valkvæmra fram- og afturljósa sem búin eru LED ljósabúnaði. Með aukabúnaðinum „Sjálfvirk ljósahjálp (Dynamic Light Assist)“ geta vegfarendur í mótumferðinni virt fyrir sér þessa fallegu hönnun, jafnvel þó þú hafir kveikt á háu ljósunum.

  Frekari upplýsingar
 • Felgur

  Hönnun sem sker sig úr. Og hreyfir við þér.

  Það er hægt að prýða Tiguan Allspace með úrvali af einstaklega smekklegri hönnun. Felgurnar eru fjögur slík dæmi. Þær blandast fullkomlega inn í heildarútlit Tiguan Allspace og setja sterkan svip á bílinn – allt frá kraftmiklu, sportlegu og spræku yfirbragði yfir í fágaðra útlit.

  Frekari upplýsingar
 • Offroad pakki

  Þyrstir þig í ævintýri?

  Viltu komast út af malbikinu? Bíllinn tekur sig líka vel út í í vegleysum með offroad pakkanum sem er fáanlegur sem aukabúnaður.

  Frekari upplýsingar

Tenging.

Ef þarft að hringja á meðan þú keyrir, fá nýjustu umferðarfréttir, komast á áfangastað með því að nota leiðsögukerfið eða einfaldlega hlusta á tónlistina þína þá býður Tiguan Allspace upp á ýmsa möguleika til þess með því að nýta helstu tækninýjungar samtímans með einföldum og þægilegum hætti.

 • Car-Net "Security & Service"

  Veit hvað þarf að gera. Við nánast allar aðstæður.

  Car-Net Security & Service veitir þér aðgang að mikilvægum öryggisupplýsingum um bílinn þinn. Neyðarsímtalsþjónustan hefur sjálfkrafa samband við neyðarmiðstöð Volkswagen. Árekstursskynjararnir áframsenda staðsetninguna þína og viðeigandi akstursgögn sjálfkrafa til að gera neyðarþjónustu viðvart. Og ef þú verður vitni að slysi geturðu líka tilkynnt það handvirkt með því að nota þriggja takka stjórnbúnaðinn.

  Frekari upplýsingar
 • Car-Net "Guide & Inform"

  Netlaus í bílnum? Aldrei aftur.

  Netið kemur að margvíslegum notum á hverjum degi – þar með talið í bílnum þínum. Þú getur til dæmis fylgst með nýjustu fréttum af umferðinni, en þannig geturðu gert ráðstafanir og farið aðra leið. Og svo geturðu fengið „Car-Net Guide & Infrom“ netþjónusturnar til að fá enn meiri afþreyingu og upplýsingar.

  Frekari upplýsingar
 • Car-Net App-Connect

  Notaðu öppin þín í þínum Volkswagen.

  App-Connect felur í sér þrjár sniðugar lausnir sem gera þér kleift að birta snjallsímaforritin þín á snertiskjá upplýsinga- og afþreyingarkerfisins: MirrorLink™, Android Auto™ frá Google og Apple CarPlay™.

  Frekari upplýsingar
 • Útvarp og leiðsögn

  Er ekki gaman að geta valið þér aðstoðarbílstjóra?

  Þú velur hvað þú hlustar á í Volkswagen. Þú getur valið á milli tveggja útvarpa, hvert með samsvarandi hátalara, snjallan stjórnbúnað og fullt af tengimöguleikum. Eða valið eitt af tveimur leiðsögukerfum með fjölda miðlunarmöguleika sem uppfylla allar þínar kröfur og óskir.

  Frekari upplýsingar

Aðstoðarkerfi.

Tiguan Allspace er búinn snjöllum tækjabúnaði og valkvæmum aðstoðarkerfum sem koma í veg fyrir slys og hjálpa þér við erfiðar akstursaðstæður. Þar af leiðandi getur bílstjórinn setið áhyggjulaus og öruggur á bak við stýrið.

 • Area View

  Forsjáll. Í allar áttir.

  Þegar þú keyrir úr bílastæði í þungri miðbæjarumferð, eða yfir erfitt undirlag er betra að geta séð umhverfis allan kringum bílinn á einni svipstundu. Aukabúnaðurinn „Area View“, yfirlitsmyndavél með fjórum myndavélum, gerir það mögulegt.

  Frekari upplýsingar
 • Akreinahjálp (Lane Assist)

  Hispurslaus. Líka á veginum.

  Einsleitir vegakaflar, þröngar akreinar og mjóir sveitavegir geta verið þreytandi á löngum ferðalögum. Akreinahjálpin (Lane assist) hjálpar þér við slíkar aðstæður og eykur öryggi þitt.

  Frekari upplýsingar
 • Tengivagnshjálp (Trailer Assist)

  Auðvelt að leggja í stæði. Jafnvel með tengivagn.

  Bíllinn getur tekur yfir stýringu þegar þú ekur með tengivagn. Aukabúnaðurinn „Tengivagnshjálp (Trailer Assist)“ sér um mestalla vinnuna fyrir þig.

  Frekari upplýsingar
 • Sjálfvirk ljósahjálp (Dynamic Light Assist)

  Bjartir tímar. Líka í rökkrinu.

  Háu ljósin gefa meiri birtu lengra fram á veginn að nóttu. Það getur þó verið þreytandi að kveikja og slökkva á þeim. Þess vegna lækkar „Sjálfvirk ljósahjálp (Dynamic Light Assist)“ ljósahjálpin ljósin sjálfkrafa þegar það á við.

  Frekari upplýsingar
 • Bílastæðahjálp

  Auðvelt að leggja. Með einum takka.

  Tiguan Allspace kemur þér ekki bara á áfangastað heldur klárar hann verkið til fulls með því koma þér alla leið í bílastæðið. Bílastæðahjálpin (Park Assist), sem er fáanleg sem aukabúnaður, mælir stæðin í götunni þegar þú keyrir framhjá þeim. Ef hún finnur hentugt bílastæði tekur hún yfir stýringuna til að stýra bílnum í stæðið.

 • Umferðarteppuhjálp (Traffic Jam Assist)

  Sjálfvirk slökun. Líka í umferðateppum.

  Þegar umferðin færist hægt áfram fylgist Umferðarteppuhjálpin (Traffic Jam Assist) með bílunum í kring og bregst við sjálfkrafa til að halda bílnum innan akreinar. Hún stjórnar líka bensíngjöf og bremsu. Í umferð með tíðum stoppum stöðvar hún jafnvel bílinn alveg og ekur honum svo sjálfkrafa af stað aftur innan ákveðins tímaramma. Þetta er mögulegt með frábæru samspili á milli ACC fjarlægðarstýringarinnar og akreinahjálparinnar (Lane Assist). Umferðarteppuhjálpin léttir undir með bílstjóranum í þungri umferð og dregur þar af leiðandi úr líkum á slysum sem stundum verða við slíkar aðstæður.

Þægindi.

Ótroðnar slóðir eru sjaldan þægilegar. Þá er eins gott að ferðalagið þangað sé það. Tiguan Allspace gerir ferðalagið einstaklega ánægjulegt, með ríkulegu innanrými og fjölda aðstoðarkerfa sem stuðla að auknum þægindum.

 • Farangursrými með „Easy Open“ eiginleika

  Auðvelt að opna. Auðvelt að loka.

  Þægindin byrja áður en þú leggur af stað með „Easy Open“ aukabúnaðinum sem opnar farangursrýmið með skynjara. Þú getur lagt frá þér þungan farangur inn í farangursrýmið án þess þurfa að leita að lyklinum. Þú þarft bara að sveifla öðrum fætinum undir afturhluta bílsins til opna skottið.
  Og það er jafnauðvelt að loka því. Þú ýtir einfaldlega á takka inni í farangursrýminu. Hurð farangursrýmisins lokast þegar þú hefur fjarlægst afturhluta bílsins með lykilinn eða eftir 20 sekúndur.

  Frekari upplýsingar
 • DYNAUDIO Excite Surround

  Alltaf fullkomin hljómgæði.

  Hefðirðu trúað því að tónlistin gæti hljómað betur í bílnum þínum en í græjunum heima? Valkvæma „DYNAUDIO Excite Surround“ hljóðkerfið er hannað sérstaklega fyrir hljómburðinn í bílnum og býður upp á hljómgæði sem fara fram úr öllum væntingum.

  Frekari upplýsingar
 • ergoActive sæti

  Horfðu fram á við. Með þægindi fyrir aftan bakið.

  Valkvæmu ergoActive sætin, sem eru með „Healthy Back Campaign“ gæðamerkinu, veita mikil þægindi og draga úr álagi á hrygginn þegar þú keyrir. Auk halla- og dýptarstillingar er einnig boðið upp á mjóbaksstuðning með rafrænum nuddeiginleika.

  Frekari upplýsingar
 • Sjálfvirkur upplýsingaskjár (Active Info Display)

  Stillanlegur. Til að mæta þínum þörfum.

  Snúningsmælir, hraðamælir, kílómetramælir – aukabúnaðurinn Sjálfvirkur upplýsingaskjár (Active Info Display) birtir þessar upplýsingar og miklu meira á augabragði. Og það besta er að þú getur einblínt á þær upplýsingar sem skipta þig mestu máli á hverjum tíma.

  Frekari upplýsingar
 • Skjár í augnhæð (Head-up display)

  Allt í augnlínu. Og áfangastaðurinn beint áfram.

  Alltaf með á nótunum, engar truflanir: Með því að ýta á einn takka rís „heads-up display“ (HUD) skjárinn upp úr mælaborðinu og birtir þér allar helstu upplýsingar, t.d. um hraða, leiðsögugögn og umferðarskilti í beinni sjónlínu ökumanns.

  Frekari upplýsingar

Akstursupplifun.

Hvert sem förinni er heitið munu öflugar vélar Tiguan Allspace með 4MOTION búnaðinum (aukabúnaður) fara með þig yfir fjöll og dali. Þú stjórnar ferðinni hvert sem þú ferð. Með valbúnaðinum Sjálfvirk stöðugleikastýring (4MOTION Active Control) er Tiguan Allspace alltaf fullkominni stöðu gagnvart undirlaginu.

 • Val á akstursstillingu

  Alltaf með yfirburði. Sama hvað er undir.

  Þessi aukabúnaður gerir þér kleift að velja akstursstillingu sem hentar sérhverri ferð: Normal, Eco, Sports, Comfort eða Individual. Nú geturðu stillt vélina og gírkassastillingu, auk virkni hjá einstökum aðstoðarkerfum, að akstursaðstæðum hverju sinni.

  Frekari upplýsingar
 • 4MOTION

  Haltu veggripinu.

  Viltu halda góðu veggripi á blautu og erfiðu undirlagi? Með valkvæma 4MOTION sítengda fjórhjóladrifinu geturðu keyrt nánast hvert sem er.

  Frekari upplýsingar
 • 4MOTION-stöðugleikastýring

  Samstilltur.

  Aukabúnaðurinn Sjálfvirk stöðugleikastýring (4MOTION Active Control) býður upp á fjölda akstursstillinga sem henta ýmist þjóðvegum eða ísilögðum brekkum.

  Frekari upplýsingar
 • Vélar

  Meiri sparneytni.

  Hvort sem þú velur bensín- eða dísilvél þá verður aksturinn í Tiguan Allspace alltaf einstaklega sparneytinn og tilvalinn fyrir hversdagslegu verkefnin.

  Frekari upplýsingar

Hvað má bjóða þér að gera næst?