2.17.94.1, 2019-07-05 00:05:51
image

e-Crafter.

Rafknúinn, hagkvæmur og hugvitsamlegur. Fulltrúi framtíðarinnar fyrir atvinnubifreiðar.

Breyttir tímar kalla á nýjar lausnir. Þetta á ekki síst við fyrir síaukna umferð sendibíla í borgum og bæjum. Með e-Crafter fá sendlar, sendibifreiðaþjónustur og hraðsendingafyrirtæki í fyrsta sinn tækifæri til að nota atvinnubifreið frá Volkswagen sem gengur aðeins fyrir rafmagni og stenst allar kröfur starfsins í dagsins önn – án þess að flutningsrými sé skert. Nákvæmlega eins og ætlast er til af Crafter framtíðarinnar.

Tækni framtíðarinnar nýtist strax í dag.

Alltaf skrefi á undan: Með hjálp nýjustu tækni stenst hreini rafbíllinn e-Crafter allar þær áskoranir sem atvinnubifreiðar þurfa að takast á við dags daglega. Full afköst án útblásturs — er það sem vænta má af Crafter framtíðarinnar.

 • Rafmótor

  Lítil þyngd, mikil afköst.

  Í vélarrýminu er að finna einstaklega fyrirferðarlítinn og mun léttari rafmótor í stað hefðbundins brunahreyfils, sem losar auk þess engan útblástur við notkun. En þetta eru ekki einu kostirnir. Rafmótorinn er sömuleiðis afar hljóðlátur, krefst umtalsvert minna viðhalds og býður upp á jafnt tog yfir allt snúningshraðasviðið frá kyrrstöðu. Að auki er hröðunin góð, sérstaklega fyrstu 60 metrana, og fullkomlega laus við hökt, þökk sé eins gírs sjálfskiptingunni.

 • Aflrafeindabúnaður

  Tengir rafmagn og drif.

  Aflrafeindabúnaðurinn er meginhluti rafdrifsins. Hann kemur á tengingu við háspennurafhlöðuna og sendir orku í rafkerfið og rafmótorinn.

 • Endurheimt orku

  Orkuöflun við hemlun.

  Við hemlun myndast hreyfiorka sem rafali í bílnum breytir í raforku. Orkan er geymd í háspennurafhlöðunni þar til hún er nýtt af rafkerfi bílsins eða við hröðun.

Fjöldi hleðslumöguleika fyrir rafbíla.

Örugg stjórn í nær öllum aðstæðum – með aðstoðarkerfum okkar fyrir ökumenn.

e-Crafter er búinn mörgum aðstoðarkerfum, allt eftir útfærslu bílsins, sem styðja við ökumenn í daglegum akstri. Þannig kemst þú þægilega og áhyggjulaust á áfangastað.

 • Svæðisskynjarinn „Front Assist“ með sjálfvirkri nauðhemlun innanbæjar

  Heldur hæfilegri fjarlægð.

  Svæðisskynjarinn „Front Assist“ með sjálfvirkri nauðhemlun innanbæjar veitir aðstoð þegar ekið er hættulega nálægt næsta bíl á undan og styttir hemlunarvegalengdina.

 • Hliðarvörn með skynjara

  Öryggi frá öllum hliðum.

  Hliðarvörnin sem byggir á skynjaraupplýsingum1), 2) greinir hliðar bifreiðarinnar og sendir viðvörun með hljóðmerki og sýnilegu merki þegar ekið er hættulega nálægt staurum, veggjum eða fótgangandi fólki.

 • Akreinavarinn „Lane Assist“

  Leiðréttir stefnuna.

  Akreinavarinn „Lane Assist“ leiðréttir aksturinn þegar farið er óviljandi af akrein og gerir ökumanni samtímis viðvart með viðvörunarhljóði og sýnilegu merki á aðgerðaskjánum.

 • Vörn gegn hliðarvindi

  Vinnur sjálfkrafa gegn hliðarvindi.

  Vörnin gegn hliðarvindi er hluti af rafrænu stöðugleikastýringunni sem styður bílinn í sterkum hliðarvindi með sjálfvirkri hemlun á hjólbörðum.

image

Útfærslur og staðalbúnaður.

Þú ættir alltaf að geta treyst á Volkswagen-vinnubílinn þinn. Þess vegna höfum við sett þægindi, öryggi og áreiðanleika í staðalbúnað hans.

Hvað má bjóða þér að gera næst?